Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. desember 2024 21:01 Linda Sveinsdóttir og Gunnar Óskarsson hjón í Hafnarfirði. Vísir/Einar Hjón sem að leggja mikið upp úr jólaskreytingum segjast toppa sig á hverju ári. Ef þau standi sig ekki í stykkinu byrji fólk hreinlega að hafa áhyggjur af þeim. Hjónin Linda Sveinsdóttir og Gunnar Óskarsson sem búa á Völlunum í Hafnarfirði leggja ávallt mikið upp úr því að skreyta heimilið sitt fyrir jólin. Hjónin segjast vera mikil jólabörn og taka fram að þau ráði einfaldlega ekki við sig og bæta í á hverju ári. Heimili þeirra var valið jólahús ársins árið 2022. „Því það er svo gaman að fara í Costco og sjá jólaskrautið og þá bara kaupir maður það og einhvers staðar verður maður að hafa það,“ segir Linda spurð hvernig skreytingargleði þeirra hjóna hófst? „Þegar við fluttum hingað þá ákváðum við það að hafa smá myndarlegar skreytingar, við byrjuðum bara rólega og svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ bætir Gunnar við. Hvernig er svona verkaskiptingin á milli ykkar með skreytingarnar? „Hún segir hvernig þetta á að vera og ég hengi upp,“ segir Gunnar. „Ég raða svona niður fígúrunum og hann finnur út hvar á að setja þetta í samband,“ bætir Linda kímin við. Þau taka fram að nágrannarnir bregðist vel við skrautinu og að gatan hafi alla tíð verið einstaklega vel skreytt. Fólk sýni þessu almennt mikinn áhuga. „Eins og í fyrra þá gerðum við ekkert, við vorum í fríi erlendis. Þá var lítið skreytt og þá komu nokkur símtöl hvort það væri ekki allt í lagi og hvort við værum flutt,“ segir Gunnar. Bíllinn er vel skreyttur.Vísir/Einar En hvernig er þetta um páskanna hjá ykkur? „Já sko, ég segi alltaf að ég skreyti mikið á hrekkjavökunni og mikið á jólunum en ég á ekkert páskaskraut.“ Þá færð þú frí? „Þá er frí, það er frí um páskana,“ segir Gunnar. „Fær hann frí? Ég finn bara eitthvað fyrir hann að gera annað.“ Vísir/Einar Jól Hafnarfjörður Jólaskraut Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Hjónin Linda Sveinsdóttir og Gunnar Óskarsson sem búa á Völlunum í Hafnarfirði leggja ávallt mikið upp úr því að skreyta heimilið sitt fyrir jólin. Hjónin segjast vera mikil jólabörn og taka fram að þau ráði einfaldlega ekki við sig og bæta í á hverju ári. Heimili þeirra var valið jólahús ársins árið 2022. „Því það er svo gaman að fara í Costco og sjá jólaskrautið og þá bara kaupir maður það og einhvers staðar verður maður að hafa það,“ segir Linda spurð hvernig skreytingargleði þeirra hjóna hófst? „Þegar við fluttum hingað þá ákváðum við það að hafa smá myndarlegar skreytingar, við byrjuðum bara rólega og svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ bætir Gunnar við. Hvernig er svona verkaskiptingin á milli ykkar með skreytingarnar? „Hún segir hvernig þetta á að vera og ég hengi upp,“ segir Gunnar. „Ég raða svona niður fígúrunum og hann finnur út hvar á að setja þetta í samband,“ bætir Linda kímin við. Þau taka fram að nágrannarnir bregðist vel við skrautinu og að gatan hafi alla tíð verið einstaklega vel skreytt. Fólk sýni þessu almennt mikinn áhuga. „Eins og í fyrra þá gerðum við ekkert, við vorum í fríi erlendis. Þá var lítið skreytt og þá komu nokkur símtöl hvort það væri ekki allt í lagi og hvort við værum flutt,“ segir Gunnar. Bíllinn er vel skreyttur.Vísir/Einar En hvernig er þetta um páskanna hjá ykkur? „Já sko, ég segi alltaf að ég skreyti mikið á hrekkjavökunni og mikið á jólunum en ég á ekkert páskaskraut.“ Þá færð þú frí? „Þá er frí, það er frí um páskana,“ segir Gunnar. „Fær hann frí? Ég finn bara eitthvað fyrir hann að gera annað.“ Vísir/Einar
Jól Hafnarfjörður Jólaskraut Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira