Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. desember 2024 19:25 Vilborg hefur tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi. Stöð 2 Félagsráðgjafi með tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi dáist að seiglu og útsjónarsemi sem fátækt fólk þarf að sýna um hver mánaðarmót til að lifa af. Jólin reynast þessum hópi oft erfið og aðstoðar Hjálpastarf kirkjunar hátt í fimm þúsund manns sérstaklega í desember. Hjálparstarf krikjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin. Enn er verið að taka saman endanlegan fjölda umsókna sem bárust fyrir þessi jól en þær eru á bilinu fimmtán til sautján hundruð. Á bak við þær tölur eru stórar fjölskyldur eða alls hátt í fimm þúsund manns. Fjöldi umsókna er svipaður og síðustu ár. „Það er svona tvennt sem að við verðum vör við. Það er annars vegar fólk sem að býr við mjög mikinn mínus um hver einustu mánaðarmóti sem kemur til okkar og það er þar sem húsaleigan er að taka öll launin og meira en það. Þú átt ekkert eftir. Þú átt ekki einu sinni fyrir mat eftir. Það er kannski ekki nýtt en það er svona viðvarandi og enn þá erfiðara í desember,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Svo erum við náttúrulega líka að sjá, ég er að sjá umsóknir frá fólki, ég er búin að vera hér í tuttugu ár og ég er enn að sjá sömu fjölskyldunar sem að voru og þegar ég var að byrja. Það er fólk sem er fast á örorkubótum. Það verða engar breytingar. Þannig að það er bara fast þar og það er náttúrulega hræðilega sorglegt,“ segir hún. Húsaleiga á fimmta hundrað þúsund Hún segir dæmin sem þau sjái um stöðu fólks á leigumarkaði sláandi. „Við erum að sjá því miður húsaleigu alveg upp í fjögur hundruð og tuttugu þúsund,“ segir hún. „Það er þungur biti fyrir flesta alla launþega á landinu en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum er þetta náttúrulega svívirðilegur biti.“ Desembermánuður barnafjölskyldum erfiður Desembermánuður með öllum sínum útgjöldum í kringum jólin reynist þessum hópi því sérstaklega erfiður, sér í lagi barnafjölskyldum. „Ég dáist nú bara að því alltaf hjá þessum hóp sem er að koma til okkar. Bara útsjónarsemin og seiglan í fólki sem að á bara minna en ekki neitt. Ég gæti sjálf ekki sjálf ekki sýnt þessa útsjónarsemi þau gera einhvern veginn og samt að bara vera bjartsýn.“ Jól Hjálparstarf Þjóðkirkjan Húsnæðismál Fjölskyldumál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hjálparstarf krikjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin. Enn er verið að taka saman endanlegan fjölda umsókna sem bárust fyrir þessi jól en þær eru á bilinu fimmtán til sautján hundruð. Á bak við þær tölur eru stórar fjölskyldur eða alls hátt í fimm þúsund manns. Fjöldi umsókna er svipaður og síðustu ár. „Það er svona tvennt sem að við verðum vör við. Það er annars vegar fólk sem að býr við mjög mikinn mínus um hver einustu mánaðarmóti sem kemur til okkar og það er þar sem húsaleigan er að taka öll launin og meira en það. Þú átt ekkert eftir. Þú átt ekki einu sinni fyrir mat eftir. Það er kannski ekki nýtt en það er svona viðvarandi og enn þá erfiðara í desember,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Svo erum við náttúrulega líka að sjá, ég er að sjá umsóknir frá fólki, ég er búin að vera hér í tuttugu ár og ég er enn að sjá sömu fjölskyldunar sem að voru og þegar ég var að byrja. Það er fólk sem er fast á örorkubótum. Það verða engar breytingar. Þannig að það er bara fast þar og það er náttúrulega hræðilega sorglegt,“ segir hún. Húsaleiga á fimmta hundrað þúsund Hún segir dæmin sem þau sjái um stöðu fólks á leigumarkaði sláandi. „Við erum að sjá því miður húsaleigu alveg upp í fjögur hundruð og tuttugu þúsund,“ segir hún. „Það er þungur biti fyrir flesta alla launþega á landinu en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum er þetta náttúrulega svívirðilegur biti.“ Desembermánuður barnafjölskyldum erfiður Desembermánuður með öllum sínum útgjöldum í kringum jólin reynist þessum hópi því sérstaklega erfiður, sér í lagi barnafjölskyldum. „Ég dáist nú bara að því alltaf hjá þessum hóp sem er að koma til okkar. Bara útsjónarsemin og seiglan í fólki sem að á bara minna en ekki neitt. Ég gæti sjálf ekki sjálf ekki sýnt þessa útsjónarsemi þau gera einhvern veginn og samt að bara vera bjartsýn.“
Jól Hjálparstarf Þjóðkirkjan Húsnæðismál Fjölskyldumál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira