Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2024 14:10 Hástökk Guðrúnar Evu og heljarstökk Sævars Helga, með bók sína Kúkur, piss og prump, eru með helstu tíðindum nýs bóksölulista. Nú fara leikar að æsast en talsvert mikil sala er að baki listum vikunnar. vísir/Baldur Það er tíðindalítið á toppnum, Arnaldur og Yrsa í fyrsta og öðru sæti líkt og í síðustu viku og Bjarni Fritzsson læðir Orra óstöðvandi upp um eitt sæti og er nú kominn upp í þriðja sæti listans. Vísir birtir nú, í samstarfi við félaga Íslenskra útgefenda (Fíbút) nú frá sér þriðja bóksölulista fyrir þessi jólin. Þó þau Arnaldur og Yrsa sitji sem fastast, og Bjarni Fritzson sé á kunnuglegum slóðum fer því fjarri að ekki séu hræringar á listunum. „Stóru tíðindi þessarar viku er hins vegar heljarstökk Guðrúnar Evu Mínervudóttur með bókina Í skugga trjánna sem hækkar sig upp um sex sæti og er nú í fjórða sæti listans. Þannig klifrar hún yfir kollana á Ragnari Jónassyni, Stefáni Mána, Evu Björg Ægisdóttur, Geir Haarde, Birgittu Haukdal og Útkalli Óttars Sveinssonar,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Hún fylgist grannt með gangi mála í bóksölunni. Kul hækkar sig um þrjú sæti Og þetta verða að teljast talsverðar vendingar því salan er farin vel af stað og háar sölutölur á bakvið öll efstu sætin. Í skugga trjánna, hlaut Bóksalaverðlaunin í síðustu viku og hefur verið að raka að sér góðum dómum í fjölmiðlum. „Sé litið á skáldverkalistann má sjá annan sigurvegara Bóksalaverðlaunanna, ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Jarðljós í átjánda sæti en óvenjulegt er að sjá ljóðabækur í svo harðri samkeppni við skáldverkin,“ segir Bryndís. Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Enginn veit meira um bóksölu en hún.vísir/vilhelm Fyrir utan Guðrúnu Evu eru ekki miklar breytingar á skáldverkalistanum. Kul eftur Sunnu Dís Másdóttur hækkar sig upp um þrjú sæti og þrjár nýjar bækur birtast á listanum: Eldri konur eftir Evu Rún, Slóð Sporðdrekans eftir Skúla Sigurðsson og Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen eftir Braga Pál. „Ekki eru heldur miklar vendingar á fræðibókalistanum, þar situr Útkallið í efsta sæti og Ævisaga Geirs H. Haarde í því öðru. Hástökkvarar vikunnar eru Churchill – Stjórnvitringurinn framsýni sem stekkur upp um sex sæti og Frasabókin, ný og endurbætt íslensk snjallyrði fer upp um fimm sæti.“ Hástökkvari vikunnar er Kúkur, piss og prump Nýjir titlar á fræðibókalistanum eru svo Hannes – handritiði mitt, ævisaga Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar og Óli K., saga fyrsta fastráðna blaðaljósmyndara landsins í skráningu Önnu Drafnar Ágústsdóttur. „Orri Óstöðvandi er áfram á toppi barnabókalistans en hástökkvari vikunnar er Sævar Helgi Bragason með Kúkur, piss og prump en hann stekkur upp um heil tíu sæti og situr nú í sjötta sæti barnabókalistans. Svo skemmtilega vill svo til að nýjar bækur á listanum eru allar tengdar fótbolta. Þetta eru bækurnar Fótboltastjörnur – Ronaldo er frábær, Sveindís Jane – Saga af stelpu í landsliði og Hvolpasveitin – Hvolpar bjarga fótboltaleik,“ segir Bryndís. Færist nú hiti í leikinn. Bóksölulistinn 9.-15. desember Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Hulda - Ragnar Jónasson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Ævisaga - Geir H. Haarde Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Stella segir bless - Gunnar Helgason Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Tjörnin - Rán Flygenring Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Skáldverk Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Hulda - Ragnar Jónasson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir Þegar sannleikurinn sefur - Nanna Rögnvaldardóttir Jólabústaðurinn - Sarah Morgan,þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir Kul - Sunna Dís Másdóttir Hittu mig í Hellisgerði - Ása Marin Rétt áðan - Illugi Jökulsson Speglahúsið - Benný Sif Ísleifsdóttir Eldri konur - Eva Rún Snorradóttir Slóð sporðdrekans - Skúli Sigurðsson Jarðljós - Gerður Kristný Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen - Bragi Páll Sigurðarson Jólabókarleitin - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Fræðbækur og rit almenns efnis Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Ævisaga - Geir H. Haarde Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar Fangar Breta - Sindri Freysson Öxin, Agnes og Friðrik - Síðasta aftakan á Íslandi - Magnús Ólafsson Ég átti að heita Bjólfur - Æskuminningar - Jón Ársæll Þórðarson Ullaræði: Villahullu 2 - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Fólk og flakk - Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna - Steingrímur J. Sigfússon Til taks - Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands - Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll Halldórsson Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu - Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir Frasabókin – ný og endurbætt íslensk snjallyrði - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Churchill - Stjórnvitringurinn framsýni - James C. Humes, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson Fótboltaspurningar Illuga Jökulssonar - Illugi Jökulsson Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave - Ólafur Ragnar Grímsson Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar - Herdís Magnea Hübner Hannes - Handritið mitt - Magnús Örn Helgason Í veiði með Árna Bald - Árni Baldursson Óli K. - Anna Dröfn Ágústsdóttir Barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Stella segir bless - Gunnar Helgason Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Tjörnin - Rán Flygenring Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Kærókeppnin - Embla Bachmann, myndir Blær Guðmundsdóttir Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson Lína bjargar jólunum - Astrid Lindgren, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir Fóboltastjörnur - Ronaldo er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Hvolpasveitin: Voff-voff björgunartæki - Nickelodeon Vörubílar og vinnuvélar - Örn Sigurðsson Dagbók Kidda klaufa 18: Ekkert mál - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Sveindís Jane: Saga af stelpu í landsliði - Sveindís Jane Jónsdóttir og Sæmundur Norðfjörð Risaeðlugengið 6: Leyndarmálið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer Hvolpasveitin - Hvolpar bjarga fótboltaleik - Nickelodeon Uppsafnað frá áramótum Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Ævisaga - Geir H. Haarde Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Hulda - Ragnar Jónasson Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Stella segir bless - Gunnar Helgason Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir,myndir Halldór Baldursson Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Lykillinn - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Yrsa reykspólar fram úr Geir Vísir birtir annan bóksölulistann á þessari vertíð. Nú eru línur teknar að skýrast þó enn séu æsispennandi tímar framundan í bóksölunni. 10. desember 2024 14:32 Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. 3. desember 2024 14:12 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Vísir birtir nú, í samstarfi við félaga Íslenskra útgefenda (Fíbút) nú frá sér þriðja bóksölulista fyrir þessi jólin. Þó þau Arnaldur og Yrsa sitji sem fastast, og Bjarni Fritzson sé á kunnuglegum slóðum fer því fjarri að ekki séu hræringar á listunum. „Stóru tíðindi þessarar viku er hins vegar heljarstökk Guðrúnar Evu Mínervudóttur með bókina Í skugga trjánna sem hækkar sig upp um sex sæti og er nú í fjórða sæti listans. Þannig klifrar hún yfir kollana á Ragnari Jónassyni, Stefáni Mána, Evu Björg Ægisdóttur, Geir Haarde, Birgittu Haukdal og Útkalli Óttars Sveinssonar,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Hún fylgist grannt með gangi mála í bóksölunni. Kul hækkar sig um þrjú sæti Og þetta verða að teljast talsverðar vendingar því salan er farin vel af stað og háar sölutölur á bakvið öll efstu sætin. Í skugga trjánna, hlaut Bóksalaverðlaunin í síðustu viku og hefur verið að raka að sér góðum dómum í fjölmiðlum. „Sé litið á skáldverkalistann má sjá annan sigurvegara Bóksalaverðlaunanna, ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Jarðljós í átjánda sæti en óvenjulegt er að sjá ljóðabækur í svo harðri samkeppni við skáldverkin,“ segir Bryndís. Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Enginn veit meira um bóksölu en hún.vísir/vilhelm Fyrir utan Guðrúnu Evu eru ekki miklar breytingar á skáldverkalistanum. Kul eftur Sunnu Dís Másdóttur hækkar sig upp um þrjú sæti og þrjár nýjar bækur birtast á listanum: Eldri konur eftir Evu Rún, Slóð Sporðdrekans eftir Skúla Sigurðsson og Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen eftir Braga Pál. „Ekki eru heldur miklar vendingar á fræðibókalistanum, þar situr Útkallið í efsta sæti og Ævisaga Geirs H. Haarde í því öðru. Hástökkvarar vikunnar eru Churchill – Stjórnvitringurinn framsýni sem stekkur upp um sex sæti og Frasabókin, ný og endurbætt íslensk snjallyrði fer upp um fimm sæti.“ Hástökkvari vikunnar er Kúkur, piss og prump Nýjir titlar á fræðibókalistanum eru svo Hannes – handritiði mitt, ævisaga Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar og Óli K., saga fyrsta fastráðna blaðaljósmyndara landsins í skráningu Önnu Drafnar Ágústsdóttur. „Orri Óstöðvandi er áfram á toppi barnabókalistans en hástökkvari vikunnar er Sævar Helgi Bragason með Kúkur, piss og prump en hann stekkur upp um heil tíu sæti og situr nú í sjötta sæti barnabókalistans. Svo skemmtilega vill svo til að nýjar bækur á listanum eru allar tengdar fótbolta. Þetta eru bækurnar Fótboltastjörnur – Ronaldo er frábær, Sveindís Jane – Saga af stelpu í landsliði og Hvolpasveitin – Hvolpar bjarga fótboltaleik,“ segir Bryndís. Færist nú hiti í leikinn. Bóksölulistinn 9.-15. desember Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Hulda - Ragnar Jónasson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Ævisaga - Geir H. Haarde Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Stella segir bless - Gunnar Helgason Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Tjörnin - Rán Flygenring Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Skáldverk Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Hulda - Ragnar Jónasson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir Þegar sannleikurinn sefur - Nanna Rögnvaldardóttir Jólabústaðurinn - Sarah Morgan,þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir Kul - Sunna Dís Másdóttir Hittu mig í Hellisgerði - Ása Marin Rétt áðan - Illugi Jökulsson Speglahúsið - Benný Sif Ísleifsdóttir Eldri konur - Eva Rún Snorradóttir Slóð sporðdrekans - Skúli Sigurðsson Jarðljós - Gerður Kristný Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen - Bragi Páll Sigurðarson Jólabókarleitin - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Fræðbækur og rit almenns efnis Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Ævisaga - Geir H. Haarde Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar Fangar Breta - Sindri Freysson Öxin, Agnes og Friðrik - Síðasta aftakan á Íslandi - Magnús Ólafsson Ég átti að heita Bjólfur - Æskuminningar - Jón Ársæll Þórðarson Ullaræði: Villahullu 2 - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Fólk og flakk - Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna - Steingrímur J. Sigfússon Til taks - Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands - Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll Halldórsson Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu - Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir Frasabókin – ný og endurbætt íslensk snjallyrði - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Churchill - Stjórnvitringurinn framsýni - James C. Humes, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson Fótboltaspurningar Illuga Jökulssonar - Illugi Jökulsson Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave - Ólafur Ragnar Grímsson Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar - Herdís Magnea Hübner Hannes - Handritið mitt - Magnús Örn Helgason Í veiði með Árna Bald - Árni Baldursson Óli K. - Anna Dröfn Ágústsdóttir Barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Stella segir bless - Gunnar Helgason Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Tjörnin - Rán Flygenring Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Kærókeppnin - Embla Bachmann, myndir Blær Guðmundsdóttir Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson Lína bjargar jólunum - Astrid Lindgren, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir Fóboltastjörnur - Ronaldo er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Hvolpasveitin: Voff-voff björgunartæki - Nickelodeon Vörubílar og vinnuvélar - Örn Sigurðsson Dagbók Kidda klaufa 18: Ekkert mál - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Sveindís Jane: Saga af stelpu í landsliði - Sveindís Jane Jónsdóttir og Sæmundur Norðfjörð Risaeðlugengið 6: Leyndarmálið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer Hvolpasveitin - Hvolpar bjarga fótboltaleik - Nickelodeon Uppsafnað frá áramótum Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Ævisaga - Geir H. Haarde Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Hulda - Ragnar Jónasson Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Stella segir bless - Gunnar Helgason Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir,myndir Halldór Baldursson Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Lykillinn - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal
Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Yrsa reykspólar fram úr Geir Vísir birtir annan bóksölulistann á þessari vertíð. Nú eru línur teknar að skýrast þó enn séu æsispennandi tímar framundan í bóksölunni. 10. desember 2024 14:32 Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. 3. desember 2024 14:12 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Yrsa reykspólar fram úr Geir Vísir birtir annan bóksölulistann á þessari vertíð. Nú eru línur teknar að skýrast þó enn séu æsispennandi tímar framundan í bóksölunni. 10. desember 2024 14:32
Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. 3. desember 2024 14:12