Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2024 19:23 Gleðin leyndi sér ekki þegar ábreiðuband fjögurra stráka og einnar stelpu, sem öll elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. vísir/elísabet Ábreiðuband fimm stráka sem elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. Rúrik segist ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið, það sé alltaf tækifæri til bætinga. Í fréttum okkar um helgina sögðum við frá ábreiðubandinu sem stofnað er af helstu aðdáendum hljómsveitarinnar. Þá sögðu þeir það langþráðan draum að fá að hitta hljómsveitarmeðlimina fimm. Sú ósk rættist í dag þegar tónlistarmennirnir buðu strákunum að hitta sig í verslun þeirra í Kringlunni og gleðin leyndi sér ekki. Fagmennskan uppmáluð „Þetta er ekkert eðlilega gott dæmi. Við erum líka búnir að sjá heimagerð myndbönd þar sem þeir eru að æfa sig, þar eru öll spor upp á tíu. Það sem skiptir líka máli það er gleðin og einlægnin,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður. Aron Can tekur undir og segir fagmennskuna skína í gegn. Nú eru þið stundum uppteknir, gætu þeir troðið upp fyrir ykkur þegar þið komist ekki á gigg? „Það væri rosalegt, að hafa aðra sveit til að senda. Við giggum reyndar bara einu sinni á ári en kannski árið 2026 verðum við allir í útlöndum og fáum þá kannski til að stíga inn í,“ segir Herra Hnetusmjör og strákarnir í ábreiðubandinu segjast heldur betur til í það. „U já, ég er til í það,“ segir Kristófer Karl. Allir saman í liði Tónlistarmennirnir óttast ekki samkeppni frá ábreiðubandinu enda séu þeir allir góðir vinir. „Mér líður frekar eins og við og þeir séu í sama liði,“ segir Rúrik Gíslason. En það er enginn Rúrik í ábreiðubandinu, ertu miður þín yfir því? „Ég reyndar varð var við það í innslaginu... en ég á mikið inni í tónlistinni þannig ég þarf kannski bara að stíga upp,“ segir Rúrik kíminn. „Við í hljómsveitinni segjum reyndar að sexy Ru kemur ekki í tvíriti þannig það er kannski bara málið.“ Þegar er búið að bóka ábreiðubandið sem mun á næstunni koma fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og þá er ekki úr vegi að æfa sporin. Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan sést hópurinn taka dansinn við lagið Krumla sem allir kunna upp á hár. Tónleikar á Íslandi Tónlist Börn og uppeldi Krakkar Ástin og lífið Tengdar fréttir Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Í fréttum okkar um helgina sögðum við frá ábreiðubandinu sem stofnað er af helstu aðdáendum hljómsveitarinnar. Þá sögðu þeir það langþráðan draum að fá að hitta hljómsveitarmeðlimina fimm. Sú ósk rættist í dag þegar tónlistarmennirnir buðu strákunum að hitta sig í verslun þeirra í Kringlunni og gleðin leyndi sér ekki. Fagmennskan uppmáluð „Þetta er ekkert eðlilega gott dæmi. Við erum líka búnir að sjá heimagerð myndbönd þar sem þeir eru að æfa sig, þar eru öll spor upp á tíu. Það sem skiptir líka máli það er gleðin og einlægnin,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður. Aron Can tekur undir og segir fagmennskuna skína í gegn. Nú eru þið stundum uppteknir, gætu þeir troðið upp fyrir ykkur þegar þið komist ekki á gigg? „Það væri rosalegt, að hafa aðra sveit til að senda. Við giggum reyndar bara einu sinni á ári en kannski árið 2026 verðum við allir í útlöndum og fáum þá kannski til að stíga inn í,“ segir Herra Hnetusmjör og strákarnir í ábreiðubandinu segjast heldur betur til í það. „U já, ég er til í það,“ segir Kristófer Karl. Allir saman í liði Tónlistarmennirnir óttast ekki samkeppni frá ábreiðubandinu enda séu þeir allir góðir vinir. „Mér líður frekar eins og við og þeir séu í sama liði,“ segir Rúrik Gíslason. En það er enginn Rúrik í ábreiðubandinu, ertu miður þín yfir því? „Ég reyndar varð var við það í innslaginu... en ég á mikið inni í tónlistinni þannig ég þarf kannski bara að stíga upp,“ segir Rúrik kíminn. „Við í hljómsveitinni segjum reyndar að sexy Ru kemur ekki í tvíriti þannig það er kannski bara málið.“ Þegar er búið að bóka ábreiðubandið sem mun á næstunni koma fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og þá er ekki úr vegi að æfa sporin. Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan sést hópurinn taka dansinn við lagið Krumla sem allir kunna upp á hár.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Börn og uppeldi Krakkar Ástin og lífið Tengdar fréttir Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02