Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2024 18:26 Hvalveiðar hafa verið pólitískt hitamál en hvalveiðiskip héldu ekki út til veiða í sumar. Vísir/Egill Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í leyfi Hvals hf. segir að leyfið framlengist árlega um eitt ár frá útgáfu þess hinn 4. desember síðastliðinn. Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins þýðir þetta ákvæði að fimm ára leyfi tekur gildi á ný í desember á næsta ári og svo koll af kolli. Að óbreyttu og miðað við núgildandi lög og reglur eru ekki takmörk á því hversu oft leyfið endurnýjast. Getur það því verið grundvöllur veiða í áraraðir. Orðið við óskum Hvals hf. Í umsókn Hvals hf um leyfi til veiða á langreyðum var óskað eftir því að fyrirtækinu yrði annað hvort veitt ótímabundið leyfi eða til að minnsta kosti fimm eða tíu ára, með sjálfkrafa framlengingu við lok hvers starfsárs, til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri. Ráðuneytið varð því við þeirri kröfu fyrirtækisins. Útgáfa Bjarna Benediktssonar, matvælaráðherra, á leyfi til hvalveiða vakti hörð viðbrögð.Vísir/Vilhelm Útgáfa leyfisins hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum og þá ekki síst í ljósi þess að leyfið var gefið út eftir kosningar af Bjarna Benediktssyni, matvælaráðherra í starfsstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru þá þegar hafnar en þingmenn flokkanna þriggja voru á meðal flutningsmanna frumvarps um bann gegn hvalveiðum sem lagt var fram á Alþingi í haust. Á sama tíma hafa bæjarráð Akraness og formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnað leyfisveitingunni og sagt mikilvægt að skapa fyrirsjáanleika í greininni. Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í leyfi Hvals hf. segir að leyfið framlengist árlega um eitt ár frá útgáfu þess hinn 4. desember síðastliðinn. Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins þýðir þetta ákvæði að fimm ára leyfi tekur gildi á ný í desember á næsta ári og svo koll af kolli. Að óbreyttu og miðað við núgildandi lög og reglur eru ekki takmörk á því hversu oft leyfið endurnýjast. Getur það því verið grundvöllur veiða í áraraðir. Orðið við óskum Hvals hf. Í umsókn Hvals hf um leyfi til veiða á langreyðum var óskað eftir því að fyrirtækinu yrði annað hvort veitt ótímabundið leyfi eða til að minnsta kosti fimm eða tíu ára, með sjálfkrafa framlengingu við lok hvers starfsárs, til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri. Ráðuneytið varð því við þeirri kröfu fyrirtækisins. Útgáfa Bjarna Benediktssonar, matvælaráðherra, á leyfi til hvalveiða vakti hörð viðbrögð.Vísir/Vilhelm Útgáfa leyfisins hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum og þá ekki síst í ljósi þess að leyfið var gefið út eftir kosningar af Bjarna Benediktssyni, matvælaráðherra í starfsstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru þá þegar hafnar en þingmenn flokkanna þriggja voru á meðal flutningsmanna frumvarps um bann gegn hvalveiðum sem lagt var fram á Alþingi í haust. Á sama tíma hafa bæjarráð Akraness og formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnað leyfisveitingunni og sagt mikilvægt að skapa fyrirsjáanleika í greininni. Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira