Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2024 18:26 Hvalveiðar hafa verið pólitískt hitamál en hvalveiðiskip héldu ekki út til veiða í sumar. Vísir/Egill Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í leyfi Hvals hf. segir að leyfið framlengist árlega um eitt ár frá útgáfu þess hinn 4. desember síðastliðinn. Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins þýðir þetta ákvæði að fimm ára leyfi tekur gildi á ný í desember á næsta ári og svo koll af kolli. Að óbreyttu og miðað við núgildandi lög og reglur eru ekki takmörk á því hversu oft leyfið endurnýjast. Getur það því verið grundvöllur veiða í áraraðir. Orðið við óskum Hvals hf. Í umsókn Hvals hf um leyfi til veiða á langreyðum var óskað eftir því að fyrirtækinu yrði annað hvort veitt ótímabundið leyfi eða til að minnsta kosti fimm eða tíu ára, með sjálfkrafa framlengingu við lok hvers starfsárs, til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri. Ráðuneytið varð því við þeirri kröfu fyrirtækisins. Útgáfa Bjarna Benediktssonar, matvælaráðherra, á leyfi til hvalveiða vakti hörð viðbrögð.Vísir/Vilhelm Útgáfa leyfisins hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum og þá ekki síst í ljósi þess að leyfið var gefið út eftir kosningar af Bjarna Benediktssyni, matvælaráðherra í starfsstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru þá þegar hafnar en þingmenn flokkanna þriggja voru á meðal flutningsmanna frumvarps um bann gegn hvalveiðum sem lagt var fram á Alþingi í haust. Á sama tíma hafa bæjarráð Akraness og formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnað leyfisveitingunni og sagt mikilvægt að skapa fyrirsjáanleika í greininni. Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í leyfi Hvals hf. segir að leyfið framlengist árlega um eitt ár frá útgáfu þess hinn 4. desember síðastliðinn. Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins þýðir þetta ákvæði að fimm ára leyfi tekur gildi á ný í desember á næsta ári og svo koll af kolli. Að óbreyttu og miðað við núgildandi lög og reglur eru ekki takmörk á því hversu oft leyfið endurnýjast. Getur það því verið grundvöllur veiða í áraraðir. Orðið við óskum Hvals hf. Í umsókn Hvals hf um leyfi til veiða á langreyðum var óskað eftir því að fyrirtækinu yrði annað hvort veitt ótímabundið leyfi eða til að minnsta kosti fimm eða tíu ára, með sjálfkrafa framlengingu við lok hvers starfsárs, til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri. Ráðuneytið varð því við þeirri kröfu fyrirtækisins. Útgáfa Bjarna Benediktssonar, matvælaráðherra, á leyfi til hvalveiða vakti hörð viðbrögð.Vísir/Vilhelm Útgáfa leyfisins hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum og þá ekki síst í ljósi þess að leyfið var gefið út eftir kosningar af Bjarna Benediktssyni, matvælaráðherra í starfsstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru þá þegar hafnar en þingmenn flokkanna þriggja voru á meðal flutningsmanna frumvarps um bann gegn hvalveiðum sem lagt var fram á Alþingi í haust. Á sama tíma hafa bæjarráð Akraness og formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnað leyfisveitingunni og sagt mikilvægt að skapa fyrirsjáanleika í greininni. Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira