Ræða samruna Honda og Nissan Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 09:54 Makoto Uchida og Toshihiro Mibe, yfirmenn Nissan og Honda. AP Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að skera ætti verulega niður hjá Nissan, með því að segja upp níu þúsund manns og draga úr framleiðslugetu um fimmtung. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Í frétt New York Times segir að Honda hafi selt 3,98 milljónir bíla í fyrra og Nissan 3,37 milljónir. Toyota sendi flesta bíla í fyrra eða 11,23 milljónir og Volkswagen Group seldi 9,23 milljónir. Þurfa að fjárfesta mikið Eftir að fregnir bárust af viðræðunum staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna að þær væru að eiga sér stað og þær snerust um samruna eða mögulega aukna samvinnu en engin ákvörðun hefði verið tekin, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Enn eru viðræðurnar sagðar á frumstigi. Áður hefur verið tilkynnt að samstarf milli fyrirtækjanna hafi verið aukið og þá sérstaklega þegar kemur að þróun rafmagnsbíla og tengdri tækni. Í grein WSJ er haft eftir greinendum að rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla og kínverska fyrirtækið BYD hafi mikið forskot á þeim markaði og sömuleiðis þegar kemur að hugbúnaði fyrir sjálfkeyrandi bíla. Önnur fyrirtæki þurfi að fjárfesta mikið til að draga úr þessu forskoti. Kínverskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum notið mikils stuðnings frá yfirvöldum þar og eru nú sífellt að auka markaðsstöðu sína víðsvegar um heiminn. Kína tók í fyrra frammúr Japan og er orðið það ríki sem flytur út flesta bíla á heimsvísu. Japan Bílar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að skera ætti verulega niður hjá Nissan, með því að segja upp níu þúsund manns og draga úr framleiðslugetu um fimmtung. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Í frétt New York Times segir að Honda hafi selt 3,98 milljónir bíla í fyrra og Nissan 3,37 milljónir. Toyota sendi flesta bíla í fyrra eða 11,23 milljónir og Volkswagen Group seldi 9,23 milljónir. Þurfa að fjárfesta mikið Eftir að fregnir bárust af viðræðunum staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna að þær væru að eiga sér stað og þær snerust um samruna eða mögulega aukna samvinnu en engin ákvörðun hefði verið tekin, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Enn eru viðræðurnar sagðar á frumstigi. Áður hefur verið tilkynnt að samstarf milli fyrirtækjanna hafi verið aukið og þá sérstaklega þegar kemur að þróun rafmagnsbíla og tengdri tækni. Í grein WSJ er haft eftir greinendum að rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla og kínverska fyrirtækið BYD hafi mikið forskot á þeim markaði og sömuleiðis þegar kemur að hugbúnaði fyrir sjálfkeyrandi bíla. Önnur fyrirtæki þurfi að fjárfesta mikið til að draga úr þessu forskoti. Kínverskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum notið mikils stuðnings frá yfirvöldum þar og eru nú sífellt að auka markaðsstöðu sína víðsvegar um heiminn. Kína tók í fyrra frammúr Japan og er orðið það ríki sem flytur út flesta bíla á heimsvísu.
Japan Bílar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira