Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. desember 2024 13:02 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS Vísir Alls eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu án fastrar búsetu sem jafngildir 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða samkvæmt varfærnu mati HMS. Hagfræðingur stofnunarinnar segir flestar leigðar út til ferðamanna en það kunni að breytast með hertum reglum. Allt að tuttugu prósent íbúða eru tómar í nokkrum sveitarfélögum á landinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákvað í fyrsta skipti að taka saman fjölda allra tómra íbúða á landinu. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þær yfir tíu þúsund. Stofnunin hafi kannað lögheimilisskráningar og leigusamninga. Varfærið mat „Þetta er varfærið mat þannig að þær gætu verið fleiri,“ segir hann. Flestar íbúðir án fastrar búsetu eru í Reykjavík eða 2500. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar. Áætlað hlutfall slíkra íbúða á Akureyri nálægt 10%. „Við teljum að þetta séu mestu leyti íbúðir sem eru notaðar í skammtímaútleigu til ferðamanna eða nýttar sem orlofsíbúðir. Það er eitthvað er um nýbyggingar. Þetta kemur ekki á óvart þar sem við erum búin að kanna umfang Airbnb hér á landi,“ segir Jónas, Hann telur að þetta kunni að breytast. „Það er stóra spurningin hvort íbúðirnar fari inn á langtímamarkað eða verða seldar. Rökin fyrir því er að það er búið að herða skilyrði til útleigu til ferðamanna,“ segir Jónas. Vantar fleiri nýbyggingar Alls komu 3400 nýbyggðar íbúðir á markaðinn á árinu af þeim voru tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meira en stofnunin hafði áætlað. Jónas segir að það þurfi hins vegar að byggja 4000 íbúðir á ári til að uppfylla langtímaþörf. „Við tökum fagnandi að fleiri íbúðir komi inn á markaðinn en við áætluðum. Við teljum það vera af því byggingaraðilar leggja meiri áherslu á að klára verkefni en hefja ný. Það er þó æskilegt er að það sé stöðugur taktur. Við teljum að það sé ekki verið að byggja nóg til að bregðast við langtímaþörf. Nú erum sjö þúsund íbúðir í byggingu á landinu og það tekur um tvö ár að byggja hverja og eina. Útlitið er ekki gott fyrir árið 2026 en þá spáum við að íbúðir sem komi inn á markaðinn verði undir þrjú þúsund,“ segir Jónas Atli Gunnarsson. Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákvað í fyrsta skipti að taka saman fjölda allra tómra íbúða á landinu. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þær yfir tíu þúsund. Stofnunin hafi kannað lögheimilisskráningar og leigusamninga. Varfærið mat „Þetta er varfærið mat þannig að þær gætu verið fleiri,“ segir hann. Flestar íbúðir án fastrar búsetu eru í Reykjavík eða 2500. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar. Áætlað hlutfall slíkra íbúða á Akureyri nálægt 10%. „Við teljum að þetta séu mestu leyti íbúðir sem eru notaðar í skammtímaútleigu til ferðamanna eða nýttar sem orlofsíbúðir. Það er eitthvað er um nýbyggingar. Þetta kemur ekki á óvart þar sem við erum búin að kanna umfang Airbnb hér á landi,“ segir Jónas, Hann telur að þetta kunni að breytast. „Það er stóra spurningin hvort íbúðirnar fari inn á langtímamarkað eða verða seldar. Rökin fyrir því er að það er búið að herða skilyrði til útleigu til ferðamanna,“ segir Jónas. Vantar fleiri nýbyggingar Alls komu 3400 nýbyggðar íbúðir á markaðinn á árinu af þeim voru tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meira en stofnunin hafði áætlað. Jónas segir að það þurfi hins vegar að byggja 4000 íbúðir á ári til að uppfylla langtímaþörf. „Við tökum fagnandi að fleiri íbúðir komi inn á markaðinn en við áætluðum. Við teljum það vera af því byggingaraðilar leggja meiri áherslu á að klára verkefni en hefja ný. Það er þó æskilegt er að það sé stöðugur taktur. Við teljum að það sé ekki verið að byggja nóg til að bregðast við langtímaþörf. Nú erum sjö þúsund íbúðir í byggingu á landinu og það tekur um tvö ár að byggja hverja og eina. Útlitið er ekki gott fyrir árið 2026 en þá spáum við að íbúðir sem komi inn á markaðinn verði undir þrjú þúsund,“ segir Jónas Atli Gunnarsson.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira