Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar 20. desember 2024 11:01 Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Það þarf ekki annað en að horfa á íslenskar fréttir, lesa íslenska fjölmiðlaumfjöllun eða samfélagsmiðla til þess að skilja að „skautun“ kemst nærri því að vera orð ársins á Íslandi líka. Þetta var einmitt inntak fréttarinnar, og sýndu fréttaúrklippur frá árinu ráðamenn og menningarvita taka hugtakið sér til munns til þess að lýsa stöðu samfélagsmála: þ.e. að bilið milli andstæðra radda og skoðana verður æ breiðara og því erfiðara að halda uppi uppbyggilegri umræðu. Skautun bar alloft á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Frambjóðendum allra flokka var tíðrætt um fyrirbærið og lýstu miklum áhyggjum af því hvernig pólarísering væri að gegnsýra íslenskt samfélag og samfélagsumræðu. Ég get á vissan hátt tekið undir slíkar áhyggjur. Á sama tíma fannst mér orðræða í aðdraganda kosninganna bera vott um að raunverulegt vandamál pólitískrar umræðu á Íslandi væri djúpstæðara en svo að hægt væri að skýra það með hugtakinu „skautun“. Meira lýsandi væri að tala um „tvíhyggju“. Tvíhyggja kallast það þegar heimsmynd manna byggir á ákveðinni grundvallaraðgreiningu tilverunnar í tvo ólíka frumþætti, svo sem anda og efni, menningu og náttúru (eða, eins og ég vil koma að hér að neðan, borg og byggð). Þar að auki einkennast tengsl frumþáttanna tveggja gjarnan af stigveldi þar sem annar þátturinn er álitinn æðri hinum – andi ofar efni, menning ofar náttúru o.s.frv. Fremur en skautun er það tvíhyggja sem mér hefur fundist lita kappræður frambjóðenda og umfjöllun fjölmiðla síðastliðna mánuði. Raunar hefur mér fundist þetta einkenna íslenska pólitík lengi, en náði nú ákveðnu hámarki í skyndikosningum haustsins. Tilveran virtist skýrt aðgreind í höfuðborg og landsbyggð og oftar en ekki fannst mér eins og ég væri að fylgjast með kappræðum tengdum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Húsnæðismál fjölluðu nær eingöngu um þéttingu byggðar og framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðismál hringhverfðust um Landspítala. Samgöngumál fjölluðu um Borgarlínu og mislæg gatnamót. Menntamál tengdust svokölluðum „hverfisskólum“, og svona mætti halda áfram. Með öðrum orðum, sú staðreynd að það býr fólk annarsstaðar á landinu, og að fólk á landsbyggðinni býr í húsnæði, sækir sér heilbrigðisþjónustu, ferðast á milli staða og sendir börn til skóla, var illskiljanleg þeim sem ekki vissi. Það sem verra er, og þrátt fyrir að kjósendur götunnar hafi aðspurðir nefnt náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál sem mikilvæg málefni kosninganna völdu fjölmiðlar að verulegu leyti að skauta fram hjá slíkum málum. Hvers vegna? Getur verið að það sé vegna þess að „náttúra“, „umhverfi“ og „loftslag“ er í heimsmynd íslenskra stjórnmála og fjölmiðla eitthvað sem fyrirfinnst „úti á landi“, og lýtur þess vegna í lægra haldi gagnvart „húsnæði“ og „hverfisskólum“ sem hafa póstnúmer á fyrsta hundraði? Landsmenn hafa, því miður, valið að úthýsa því eina stjórnmálaafli sem setur náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál í forgang. Það eitt og sér er stórt áhyggjuefni. Vandinn verður hins vegar ekki minni ef sjóndeildarhringur pólitískrar umræðu markast af Elliðaám eða Úlfarsfelli. Þessi pistill er vinsamleg áskorun til hinna 34 nýju þingmanna á Alþingi – sem sumir hverjir eru „utan af landi“: Viljiði gera það að markmiði ykkar að afnema þessa þrálátu tvíhyggju? Eruði til í að láta málflutning ykkar um landsmálapólitík taka til landsins alls og fólksins sem byggir það? Viljiði muna að borgarmál og byggðamál eru jafnvæg og eiga mikilvægt erindi hvert við annað? Og, viljiði sjá til þess að Alþingi gleymi því ekki að umhverfis- og loftslagsmál eru ein stærsta áskorun samtímans og brýnt verkefni okkar allra, allsstaðar? Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Það þarf ekki annað en að horfa á íslenskar fréttir, lesa íslenska fjölmiðlaumfjöllun eða samfélagsmiðla til þess að skilja að „skautun“ kemst nærri því að vera orð ársins á Íslandi líka. Þetta var einmitt inntak fréttarinnar, og sýndu fréttaúrklippur frá árinu ráðamenn og menningarvita taka hugtakið sér til munns til þess að lýsa stöðu samfélagsmála: þ.e. að bilið milli andstæðra radda og skoðana verður æ breiðara og því erfiðara að halda uppi uppbyggilegri umræðu. Skautun bar alloft á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Frambjóðendum allra flokka var tíðrætt um fyrirbærið og lýstu miklum áhyggjum af því hvernig pólarísering væri að gegnsýra íslenskt samfélag og samfélagsumræðu. Ég get á vissan hátt tekið undir slíkar áhyggjur. Á sama tíma fannst mér orðræða í aðdraganda kosninganna bera vott um að raunverulegt vandamál pólitískrar umræðu á Íslandi væri djúpstæðara en svo að hægt væri að skýra það með hugtakinu „skautun“. Meira lýsandi væri að tala um „tvíhyggju“. Tvíhyggja kallast það þegar heimsmynd manna byggir á ákveðinni grundvallaraðgreiningu tilverunnar í tvo ólíka frumþætti, svo sem anda og efni, menningu og náttúru (eða, eins og ég vil koma að hér að neðan, borg og byggð). Þar að auki einkennast tengsl frumþáttanna tveggja gjarnan af stigveldi þar sem annar þátturinn er álitinn æðri hinum – andi ofar efni, menning ofar náttúru o.s.frv. Fremur en skautun er það tvíhyggja sem mér hefur fundist lita kappræður frambjóðenda og umfjöllun fjölmiðla síðastliðna mánuði. Raunar hefur mér fundist þetta einkenna íslenska pólitík lengi, en náði nú ákveðnu hámarki í skyndikosningum haustsins. Tilveran virtist skýrt aðgreind í höfuðborg og landsbyggð og oftar en ekki fannst mér eins og ég væri að fylgjast með kappræðum tengdum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Húsnæðismál fjölluðu nær eingöngu um þéttingu byggðar og framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðismál hringhverfðust um Landspítala. Samgöngumál fjölluðu um Borgarlínu og mislæg gatnamót. Menntamál tengdust svokölluðum „hverfisskólum“, og svona mætti halda áfram. Með öðrum orðum, sú staðreynd að það býr fólk annarsstaðar á landinu, og að fólk á landsbyggðinni býr í húsnæði, sækir sér heilbrigðisþjónustu, ferðast á milli staða og sendir börn til skóla, var illskiljanleg þeim sem ekki vissi. Það sem verra er, og þrátt fyrir að kjósendur götunnar hafi aðspurðir nefnt náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál sem mikilvæg málefni kosninganna völdu fjölmiðlar að verulegu leyti að skauta fram hjá slíkum málum. Hvers vegna? Getur verið að það sé vegna þess að „náttúra“, „umhverfi“ og „loftslag“ er í heimsmynd íslenskra stjórnmála og fjölmiðla eitthvað sem fyrirfinnst „úti á landi“, og lýtur þess vegna í lægra haldi gagnvart „húsnæði“ og „hverfisskólum“ sem hafa póstnúmer á fyrsta hundraði? Landsmenn hafa, því miður, valið að úthýsa því eina stjórnmálaafli sem setur náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál í forgang. Það eitt og sér er stórt áhyggjuefni. Vandinn verður hins vegar ekki minni ef sjóndeildarhringur pólitískrar umræðu markast af Elliðaám eða Úlfarsfelli. Þessi pistill er vinsamleg áskorun til hinna 34 nýju þingmanna á Alþingi – sem sumir hverjir eru „utan af landi“: Viljiði gera það að markmiði ykkar að afnema þessa þrálátu tvíhyggju? Eruði til í að láta málflutning ykkar um landsmálapólitík taka til landsins alls og fólksins sem byggir það? Viljiði muna að borgarmál og byggðamál eru jafnvæg og eiga mikilvægt erindi hvert við annað? Og, viljiði sjá til þess að Alþingi gleymi því ekki að umhverfis- og loftslagsmál eru ein stærsta áskorun samtímans og brýnt verkefni okkar allra, allsstaðar? Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun