Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2024 20:00 Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta í gærkvöldi. Aðsend Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti brýnir fyrir tónleikagestum að vera meðvitað um fólkið í kringum sig á tónleikum eftir að kona um þrítugt yfirgaf tónleika hans í gærkvöld í sjúkrabíl. Hin 31 árs Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta Julevenner í gærkvöld. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum ýta á bak sitt, þegar að mesti ærslagangurinn gekk yfir í einu af lokalagi tónleikanna með þeim afleiðingum að hún féll fram fyrir sig. Edda var allsgáð en missti um stund meðvitund við fallið og brotnaði á handarbaki. Þegar hún komst aftur til meðvitundar voru tónleikarnir búnir. Hún stóð í þriðju röð í stúkunni og skemmti sér vel á tónleikunum þar til hún féll fram fyrir sig, hrundi niður og hafnaði á handriðinu. Ingibjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi verið flutt upp á sjúkrahús um klukkan eitt í nótt og hafi verið útskrifuð þaðan upp úr klukkan sjö í morgun. Edda eyddi allri nóttinni á sjúkrahúsi.Aðsend „Ánægður að þetta hafi ekki farið illa“ Tveir tónleikar Julevenner fara fram í kvöld en viðburðarhaldari og öryggisstjóri þakka fyrir að ekki hafi farið verr. „Við náttúrulega gripum strax inn í og erum með einn sjúkraflutningamann í vinnu þannig að þetta var afgreitt strax og hringt á sjúkrabíl. Hún meira að segja labbaði út í sjúkrabíl sjálf þannig að þetta endaði allt vel,“ segir Jens Andri Fylkisson, öryggisstjóri Julevenner. „Maður er bara ánægður að þetta hafi ekki farið illa. Ef fólk er að detta fram fyrir sig þá getur það endað illa en við heyrðum í henni. Við heyrðum í henni og auðvitað var hún kannski ekki sátt við fallið en hún var sátt yfir allt með tónleika,“ bætir Gauti Þeyr, viðburðarhaldari og tónlistarmaður við. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti.vísir/vilhelm Mikilvægt að vera meðvitaður um fólk í kringum sig Þeir biðla til gesta að sýna umburðarlyndi og fara varlega þó að hátíð fari í hönd. „Mér finnst þetta snúast fyrst og fremst um að fólk eigi að vera meðvitað um að það sé með annað fólk í kringum sig. Áfengi er sljóvgandi lyf þó svo að þessi stelpa hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. Mér finnst líka nauðsynlegt að einhverju leyti að vakta fólkið í kringum okkur. Ef þú sérð eitthvað, að eitthvað sé einhvern veginn þá bara annað hvort að athuga það eða láta gæsluna vita. Þetta snýst allt um að öllum líði vel,“ segir Gauti. Jól Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Hin 31 árs Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta Julevenner í gærkvöld. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum ýta á bak sitt, þegar að mesti ærslagangurinn gekk yfir í einu af lokalagi tónleikanna með þeim afleiðingum að hún féll fram fyrir sig. Edda var allsgáð en missti um stund meðvitund við fallið og brotnaði á handarbaki. Þegar hún komst aftur til meðvitundar voru tónleikarnir búnir. Hún stóð í þriðju röð í stúkunni og skemmti sér vel á tónleikunum þar til hún féll fram fyrir sig, hrundi niður og hafnaði á handriðinu. Ingibjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi verið flutt upp á sjúkrahús um klukkan eitt í nótt og hafi verið útskrifuð þaðan upp úr klukkan sjö í morgun. Edda eyddi allri nóttinni á sjúkrahúsi.Aðsend „Ánægður að þetta hafi ekki farið illa“ Tveir tónleikar Julevenner fara fram í kvöld en viðburðarhaldari og öryggisstjóri þakka fyrir að ekki hafi farið verr. „Við náttúrulega gripum strax inn í og erum með einn sjúkraflutningamann í vinnu þannig að þetta var afgreitt strax og hringt á sjúkrabíl. Hún meira að segja labbaði út í sjúkrabíl sjálf þannig að þetta endaði allt vel,“ segir Jens Andri Fylkisson, öryggisstjóri Julevenner. „Maður er bara ánægður að þetta hafi ekki farið illa. Ef fólk er að detta fram fyrir sig þá getur það endað illa en við heyrðum í henni. Við heyrðum í henni og auðvitað var hún kannski ekki sátt við fallið en hún var sátt yfir allt með tónleika,“ bætir Gauti Þeyr, viðburðarhaldari og tónlistarmaður við. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti.vísir/vilhelm Mikilvægt að vera meðvitaður um fólk í kringum sig Þeir biðla til gesta að sýna umburðarlyndi og fara varlega þó að hátíð fari í hönd. „Mér finnst þetta snúast fyrst og fremst um að fólk eigi að vera meðvitað um að það sé með annað fólk í kringum sig. Áfengi er sljóvgandi lyf þó svo að þessi stelpa hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. Mér finnst líka nauðsynlegt að einhverju leyti að vakta fólkið í kringum okkur. Ef þú sérð eitthvað, að eitthvað sé einhvern veginn þá bara annað hvort að athuga það eða láta gæsluna vita. Þetta snýst allt um að öllum líði vel,“ segir Gauti.
Jól Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira