„Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2024 10:37 Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur. Sigurður Þ. Ragnarsson betur þekktur sem Siggi stormur segist hafa fundið fyrir kvíða fyrir jólunum en þetta eru þau fyrstu eftir að sonur hans Árni Þórður Sigurðarson lést í ágúst síðastliðnum. Hann segir það hafa hjálpað sér mest í sorginni að tala um son sinn. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Siggi var gestur. Árni Þórður hneig niður fyrir þremur árum vegna líffærabilunar og var haldið í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð. Siggi segir í Bítinu að jólin séu erfiður tími en veikindi Árna bar upp 21. desember árið 2021, rétt fyrir jól. Tími sem verður alltaf erfiðastur „Nú eru þetta fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt. Þetta er auðvitað bara hræðilegur tími, þannig. Við fórum nú í gegnum jólin þarna fyrst þegar hann var veikur og lifandi í þessum vélum. Það var mjög erfitt, af því að við eigum tvo aðra stráka og maður er foreldri áfram. Maður þarf að sýna aðeins andlitið, að það sé eitthvað í lagi.“ Sigurður lýsir segir Árna, sem var miðsonur þeirra hjóna, hafa verið mikið heima. Hann hafi verið mikill mömmustrákur, spilað á gítar og önnur hljóðfæri og alltaf leikið á als oddi á Gamlárskvöld og verið mikill áramótastrákur. Það verði líka mikill sjónarsviptir fyrir stórfjölskylduna, áramótin verði allt öðruvísi í ár án Árna. „Svona er lífið, það er enginn sem lofaði að þetta myndi allt saman ganga bara eins og malbikaður vegur. Við erum svo sem búin að átta okkur á því hjónin að það að missa barn er eitt það erfiðasta sem maður getur held ég gengið í gegnum. En við höfum fengið ómetanlegan stuðning bæði frá systkinum mínum og fjölskyldu og pabba. Hann er nú 95 ára gamall og hjálpar samt. Og mjög vel. Og síðan af tengdafjölskyldunni.“ Siggi segir ýmsa segja að tíminn lækni öll sár. Tíminn deyfi sárin kannski en ekki þurfi mikið til að sorgin kvikni. „Það þarf ekki nema að þið setjið eitthvað lag á fóninn sem minnir mig allt í einu á strákinn, hann Árna. Það þarf ekki nema að eitthvað lag komi og þá tárast maður. Þá fer allt í einu allt tilfinningakerfið í gang, rússíbanareiðin sem fylgir því.“ Finnst gott að tala um son sinn Sigurður segir sorgina vera þess eðlis að hann viti ekki hvaða viðbrögð séu rétt. Hann hafi farið á sorgarviðbragðanámskeið og rætt sorg sína við geðlækni. „Ég er með geðlækni sem ég fæ að heimsækja reglulega núna. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er mjög mikill léttir og léttir mjög á. Ég hvet fólk til þess ef það er ekki þeim mun lokaðra að fá einhvern til þess að hlusta á þig og einhvern sem kann að bregðast við ef þess þarf.“ Hann segir að sér sé hugleikinn einmanaleikinn í nútímasamfélagi. Það sé eitt það ömurlegasta sem fylgi samfélaginu. Sjálfur segir Siggi hafa nýtt sér samfélagsmiðla mikið eftir fráfall Árna. Það hafi hjálpað honum að opna sig. „Mér fannst það gera mér gott og ég er búinn að tala um ýmislegt gott, góðar minningar. Hann var ekkert fullkominn frekar en nokkur annar held ég og við létum tilfinningarnar flæða í gegnum samtöl. Það held ég að sé mjög mikilvægt.“ Ertu búinn að kvíða jólunum? „Já. Þetta er sá tími sem ég er búinn að hugsa hve lengst um hvernig maður hagar sér,“ segir Siggi. Annar sonur hans verður heima í Stykkishólmi á Gamlárskvöld og því verða þau hjónin ein með hinum syni hans það kvöldið. „Þannig við erum allt í einu bara orðin þrjú. Maður getur alveg tárast yfir því, við vorum fimm. En svona er þetta, því verður ekki breytt.“ Siggi segir þetta ekki þýða að fólk megi ekki heilsa honum úti á götu þegar það hitti hann. Honum finnist gott að tala um Árna. „Það er besta leiðin til að minnast hans. Þá get ég talað um hann, hann rifjast þá upp, minningarnar þær flæða fram.“ Jól Bítið Sorg Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Siggi var gestur. Árni Þórður hneig niður fyrir þremur árum vegna líffærabilunar og var haldið í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð. Siggi segir í Bítinu að jólin séu erfiður tími en veikindi Árna bar upp 21. desember árið 2021, rétt fyrir jól. Tími sem verður alltaf erfiðastur „Nú eru þetta fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt. Þetta er auðvitað bara hræðilegur tími, þannig. Við fórum nú í gegnum jólin þarna fyrst þegar hann var veikur og lifandi í þessum vélum. Það var mjög erfitt, af því að við eigum tvo aðra stráka og maður er foreldri áfram. Maður þarf að sýna aðeins andlitið, að það sé eitthvað í lagi.“ Sigurður lýsir segir Árna, sem var miðsonur þeirra hjóna, hafa verið mikið heima. Hann hafi verið mikill mömmustrákur, spilað á gítar og önnur hljóðfæri og alltaf leikið á als oddi á Gamlárskvöld og verið mikill áramótastrákur. Það verði líka mikill sjónarsviptir fyrir stórfjölskylduna, áramótin verði allt öðruvísi í ár án Árna. „Svona er lífið, það er enginn sem lofaði að þetta myndi allt saman ganga bara eins og malbikaður vegur. Við erum svo sem búin að átta okkur á því hjónin að það að missa barn er eitt það erfiðasta sem maður getur held ég gengið í gegnum. En við höfum fengið ómetanlegan stuðning bæði frá systkinum mínum og fjölskyldu og pabba. Hann er nú 95 ára gamall og hjálpar samt. Og mjög vel. Og síðan af tengdafjölskyldunni.“ Siggi segir ýmsa segja að tíminn lækni öll sár. Tíminn deyfi sárin kannski en ekki þurfi mikið til að sorgin kvikni. „Það þarf ekki nema að þið setjið eitthvað lag á fóninn sem minnir mig allt í einu á strákinn, hann Árna. Það þarf ekki nema að eitthvað lag komi og þá tárast maður. Þá fer allt í einu allt tilfinningakerfið í gang, rússíbanareiðin sem fylgir því.“ Finnst gott að tala um son sinn Sigurður segir sorgina vera þess eðlis að hann viti ekki hvaða viðbrögð séu rétt. Hann hafi farið á sorgarviðbragðanámskeið og rætt sorg sína við geðlækni. „Ég er með geðlækni sem ég fæ að heimsækja reglulega núna. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er mjög mikill léttir og léttir mjög á. Ég hvet fólk til þess ef það er ekki þeim mun lokaðra að fá einhvern til þess að hlusta á þig og einhvern sem kann að bregðast við ef þess þarf.“ Hann segir að sér sé hugleikinn einmanaleikinn í nútímasamfélagi. Það sé eitt það ömurlegasta sem fylgi samfélaginu. Sjálfur segir Siggi hafa nýtt sér samfélagsmiðla mikið eftir fráfall Árna. Það hafi hjálpað honum að opna sig. „Mér fannst það gera mér gott og ég er búinn að tala um ýmislegt gott, góðar minningar. Hann var ekkert fullkominn frekar en nokkur annar held ég og við létum tilfinningarnar flæða í gegnum samtöl. Það held ég að sé mjög mikilvægt.“ Ertu búinn að kvíða jólunum? „Já. Þetta er sá tími sem ég er búinn að hugsa hve lengst um hvernig maður hagar sér,“ segir Siggi. Annar sonur hans verður heima í Stykkishólmi á Gamlárskvöld og því verða þau hjónin ein með hinum syni hans það kvöldið. „Þannig við erum allt í einu bara orðin þrjú. Maður getur alveg tárast yfir því, við vorum fimm. En svona er þetta, því verður ekki breytt.“ Siggi segir þetta ekki þýða að fólk megi ekki heilsa honum úti á götu þegar það hitti hann. Honum finnist gott að tala um Árna. „Það er besta leiðin til að minnast hans. Þá get ég talað um hann, hann rifjast þá upp, minningarnar þær flæða fram.“
Jól Bítið Sorg Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“