Innlent

Mette óskaði Krist­rúnu til hamingju

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mette birti mynd af þeim tveimur í innilegum faðmlögum
Mette birti mynd af þeim tveimur í innilegum faðmlögum Facebook

Mette Frederiksen óskaði Kristrúnu Frostadóttir til hamingju með embætti forsætisráðherra. Hún birtir mynd af þeim stöllum í faðmlögum á samfélagsmiðlum og segist hlakka til samstarfsins.

„Kristrún Frostadóttir verður nýr forsætisráðherra Íslands. Innilega til hamingju. Ég hlakka til samstarfsins og svo þekkjumst við þegar,“ skrifar hún.

Myndin sem hún birtir var tekin í Smiðju þegar Selenskí heimsótti Ísland vegna þings Norðurlandaráðs sem fór þá fram hér á landi.

„Í þessum heimi er sterkt Ísland mikilvægt. Bæði í norrænu samstarfi og í Atlantshafsbandalaginu,“ skrifar Mette.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×