Körfubolti

Elvar og fé­lagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Már Friðriksson lék vel í kvöld og átti stóran þátt í sigri Maroussi.
Elvar Már Friðriksson lék vel í kvöld og átti stóran þátt í sigri Maroussi. vísir/anton

Landsliðsmaðurinn í körfubolta, Elvar Már Friðriksson, átti góðan leik þegar Maroussi sigraði Promitheas, 63-76, í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur Maroussi síðan 9. nóvember en liðið hafði tapað fimm deildarleikjum í röð áður en að viðureigninni í kvöld kom.

Með sigrinum í kvöld komst Maroussi upp úr fallsæti. Liðið er nú í 11. sæti af tólf liðum með fimmtán stig.

Elvar skoraði fjórtán stig, tók fjögur fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal boltanum tvisvar í leiknum í kvöld. Hann var næststigahæsti maður vallarins.

Njarðvíkingurinn hitti úr fimm af níu skotum sínum inni í teig en öll fjögur þriggja stiga skot hans geiguðu. Elvar skoraði svo úr öllum fjórum vítaskotunum sem hann tók.

Næsti leikur Maroussi er gegn botnliði Kolossos Rhodes eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×