Frá þessu greinir fjölskylda hans í tilkynningu til fjölmiðla vestanhafs.
Dolan stofnaði HBO árið 1972, sjónvarpsstöð sem byggði á áskriftarmódeli. Árið 1975 varð stöðin sú fyrsta til að nota gervihnetti til útsendingar. Jafnframt hefur HBO um margra ára skeið verið öflugt í framleiðslu eigin sjónvarpsefnis í gegnum tíðina, en í því samhengi má minnast á nokkrar af vinsælustu sjónvarpsseríum sögunnar líkt og The Sopranos, The Wire, Game of Thrones og Succession.
Þá stofnaði hann Cablevison, kapalsjónvarpsþjónustu sem var ein sú mest notaða í Bandaríkjunum. Cablevision var selt árið 2016, en talið er að kaupverðið hafi hlaupið á tæplega átján milljónum Bandaríkjdölum.
Dolan-fjölskyldan á í dag Madison Square Garden Sports-samsteypuna, sem er kennd við eina frægustu íþróttahöll Bandaríkjanna. Íþróttahöllin er á meðal eigna fyrirtækisins, sem og körfuboltaliðið vinsæla New York Knicks og íshokkíliðið New York Rangers. Sonur Charles Dolans, James L. Dolan á stærstan hlut og er forstjóri samsteypunnar.
Dolan skilur eftir sig sex börn, nítján barnabörn og fimm langafabörn. Eiginkona hans Helen Ann Dolan lést í fyrra.