Körfubolti

Lauk árinu með fjöru­tíu stiga leik

Smári Jökull Jónsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander sækir hér á körfuna gegn Julius Randle í leik næturinnar.
Shai Gilgeous-Alexander sækir hér á körfuna gegn Julius Randle í leik næturinnar. Vísir/Getty

Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Shai Gilgeous-Alexander lauk árinu með sannkallaðri flugeldasýningu þegar lið hans Oklahoma City Thunder mætti Minnesota Timberwolves.

Það var engin áramótapása í NBA-deildinni í körfubolta því sex leikir fór fram í gærkvöldi að bandarískum tíma.

Topplið Vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tók á móti Minnesota Timberwolves á heimavelli sínum og þar skein stórstjarnan Shai Gilgeous-Alexander skært. Hann skoraði 40 stig í 113-105 sigri heimamanna sem eru með langbestan árangur liða í Vesturdeildinni.

Þetta var tólfti sigur Timberwolves í röð sem aðeins hefur tapað fimm af þrjátíu og tveimur leikjum sínum hingað til á tímabilinu.

Í borg englanna tóku heimamenn í Los Angeles Lakers á móti Cleveland Cavaliers sem aðeins hefur tapað fjórum leikjum á tímabilinu sem er besti árangurinn í deildinni. Þar dugðu 35 stig frá Austin Reeves skammt því Lakers mátti sætta sig við 122-110 tap þar sem Jarrett Allen og Donovan Mitchell voru atkvæðamestir hjá liði Cleveland.

Öll úrslitin í nótt

Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 112-120

Toronto Raptors - Boston Celtics 71-125

San Antonio Spurs - LA Clippers 122-86

Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113-105

Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 110-122

Phoenix Suns - Memphis Grizzles 112-117

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×