Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. janúar 2025 13:10 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að í dag séu janúarútsölurnar formlega byrjaðar. Stöð 2 Hinar árlegu janúarútsölur hefjast formlega í dag, en nokkrar verslanir tóku þó forskot á sæluna milli jóla og nýárs. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að neytendur ættu að geta gert góð kaup, sérstaklega með kaupum á árstíðabundnum vörum. Stóru janúarútsölurnar hófust formlega í dag, í það minnsta í verslunarmiðstöðvunum. „Í heildina litið þá má nú segja að þetta byrji í dag og á næstu dögum í flestum tilvikum,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann var spurður hvort stóru afsláttardagarnir í nóvember, sem hafa fest sig í sessi á síðustu árum, hafi áhrif á hina árlegu janúarútsölu. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessum tímapunkti en þeir sem ég hef heyrt í, þeir nefna það nú að það megi gera ráð fyrir því að janúarútsölurnar verði alveg nokkuð góðar þó að verslun hafi í ýmsu tilliti gengið umfram væntingar og í einhverjum tilvikum kann lagerstaðan að vera þannig að hún bjóði nú kannski ekki upp á umfangsmiklar útsölur en mér heyrist heilt yfir að þá sé nú staðan sú að menn geri ráð fyrir að það verði góð útsala og nóg í boði.“ Hægt sé að gera góð kaup, sérstaklega varðandi árstíðabundnar vörur. „Svo er það nú þannig að í ýmsum verslunarrekstri eru vörur að einhverju leyti tengdar árstíðum og þannig hefur verið nefnt við mig að til dæmis í fataversluninni sé hefðbundið - og það verði ekki á neinn annan veg núna - að það sé hægt að gera mjög góð kaup á vönduðum vetrarfatnaði núna á vetrarútsölunni. Mér heyrist bara heilt yfir að þá líti þetta bara vel út og að útsölurnar verði þannig að neytendur hafi töluverð tækifæri til að gera góð kaup.“ En hvaða jólagjöf var vinsælust í ár? „Það kemur nú kannski seinna svona heildarmyndin af því hver vinsælasta jólagjöfin var, það liggur ekki enn fyrir en ég hef heyrt að það hafi verið selt töluvert af gjafakortum, til dæmis í verslunarmiðstöðvunum, það hafi verið vinsæl gjöf og svo hafi líka spár Rannsóknarseturs verslunarinnar raungerst í ýmsu tilliti því búsáhaldaverslanirnar seldu mikið af þessum vörum tengdum pizzubakstri.“ Neytendur Verslun Kringlan Smáralind Jól Tengdar fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59 Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Sjá meira
Stóru janúarútsölurnar hófust formlega í dag, í það minnsta í verslunarmiðstöðvunum. „Í heildina litið þá má nú segja að þetta byrji í dag og á næstu dögum í flestum tilvikum,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann var spurður hvort stóru afsláttardagarnir í nóvember, sem hafa fest sig í sessi á síðustu árum, hafi áhrif á hina árlegu janúarútsölu. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessum tímapunkti en þeir sem ég hef heyrt í, þeir nefna það nú að það megi gera ráð fyrir því að janúarútsölurnar verði alveg nokkuð góðar þó að verslun hafi í ýmsu tilliti gengið umfram væntingar og í einhverjum tilvikum kann lagerstaðan að vera þannig að hún bjóði nú kannski ekki upp á umfangsmiklar útsölur en mér heyrist heilt yfir að þá sé nú staðan sú að menn geri ráð fyrir að það verði góð útsala og nóg í boði.“ Hægt sé að gera góð kaup, sérstaklega varðandi árstíðabundnar vörur. „Svo er það nú þannig að í ýmsum verslunarrekstri eru vörur að einhverju leyti tengdar árstíðum og þannig hefur verið nefnt við mig að til dæmis í fataversluninni sé hefðbundið - og það verði ekki á neinn annan veg núna - að það sé hægt að gera mjög góð kaup á vönduðum vetrarfatnaði núna á vetrarútsölunni. Mér heyrist bara heilt yfir að þá líti þetta bara vel út og að útsölurnar verði þannig að neytendur hafi töluverð tækifæri til að gera góð kaup.“ En hvaða jólagjöf var vinsælust í ár? „Það kemur nú kannski seinna svona heildarmyndin af því hver vinsælasta jólagjöfin var, það liggur ekki enn fyrir en ég hef heyrt að það hafi verið selt töluvert af gjafakortum, til dæmis í verslunarmiðstöðvunum, það hafi verið vinsæl gjöf og svo hafi líka spár Rannsóknarseturs verslunarinnar raungerst í ýmsu tilliti því búsáhaldaverslanirnar seldu mikið af þessum vörum tengdum pizzubakstri.“
Neytendur Verslun Kringlan Smáralind Jól Tengdar fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59 Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Sjá meira
„Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59
Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29