Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 13:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mætir til fundar við ríkisstjórnina á Þingvöllum í morgun. Vísir/RAX Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði formenn ríkisstjórnaflokkanna loðna í svörum um stjórnarskrárákvæði um gjald af nýtingu auðlinda í þjóðareign. Hann segir nýja ríkisstjórn ósamstíga í málaflokknum. Formenn stjórnarflokkana hafi verið andvígir frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign vegna þess það hafi ekki kveðið á um að allir samningar sem gerðir verði væru tímabundnir. Tekið er sérstaklega fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að hún hyggist koma slíku ákvæði í stjórnarskrána með eftirfarandi orðalagi: „Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.“ Formennirnir tókust á um sjávarútvegsmálin í Kryddsíld. „Ef þetta er nýja stefnan þá þarf að semja nýtt sjávarútvegiskerfi,“ sagði Bjarni. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði hins vegar kýrskýrt að ríkisstjórnin ætli ekki að hrófla við kvótakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um kvótamálin í Kryddsíld.Vísir/hulda Margrét „Svaraðu spurningunni. Verður stjórnarskráratkvæðið með skilyrði um að ríkið geri aldrei samninga um aðgang að auðlindum í sameiginlegri eigu nema samningarnir verði tímabundnir? Þetta er ástæðan fyrir því að þið vilduð ekki ákvæðið hennar Katrínar,“ spurði Bjarni þá. Bjarni krefur ríkisstjórn um svör Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði nýja ríkisstjórn þurfa tíma til að koma sér fyrir í sínum ráðuneytum. Sjávarútvegsmálin hafi þó verið rædd í þaula formannanna á milli þó ekki séu tekin fram smáatriði um orðalag auðlindaákvæðis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Liggur ekki alveg fyrir að það eigi eftir að koma þingmálaskrá, alveg eins og formaður Framsóknar segir? Viljiði ekki bara hleypa okkur af stað? Það verður nægur tími fyrir svona gagnrýni og við hræðumst hana ekki,“ sagði Kristrún. „Það er munur á því að vera með þrjá formenn saman sem eru með sameiginlegt traust sín á milli og vita að það þarf ekki að skrifa allt niður í minnstu smáatriði til að binda allt niður,“ sagði hún. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson gaf ekki mikið fyrir svör Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar og krafði þau enn og aftur um svör varðandi orðalag ákvæðisins. Formenn stjórnarflokkanna hafi lagst á móti frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna þess að það hafi skort skýrt ákvæði um stjórnarskrárbindingu tímabundinna samninga. „Ég lýsti yfir stuðningi við það ákvæði. Þau voru á móti því ákvæði af því að það stóð ekki í ákvæðinu að það þyrfti að gera tímabundinn samning alltaf. Þá segja þau: „Við ætlum að koma með ákvæði!“ Ég spyr bara þessarar spurningar: Mun vera gerður áskilnaður um tímabundna samninga? Og þau geta ekki svarað því,“ sagði Bjarni. „Allt einhverjir frasar“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði þá ósamræmis hafa gætt í málflutningi ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín segi að ekki verði hróflað við kvótakerfinu en Inga Sæland og Kristrún boði stórtækar breytingar. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét „Við skulum aðeins koma okkur niður á jörðina og átta okkur á hvað við erum að tala hérna um. Þessi ríkisstjórn er búin að sameinast um það að til dæmis hækka veiðigjöld í sjávarútvegi, koma á auðlindagjöldum sem snúa að feðraþjónustu, fara í sanngjarnari dreifingu á orkunni og gjöldum sem mögulega er hægt að taka af því þannig að það verði ákveðin hvati í nærsamfélögum til að fá orku til sín,“ svaraði Kristrún honum. „Þetta eru allt einhverjir frasar. Hver styður ósanngjörn veiðigjöld?“ spurði Sigmundur þá. „Auðlindarentan hefur verið metin á 50, 60, 70 milljarða í sjávarútvegi. Í fyrra voru veiðigjöld tekin sem hljóma upp á tíu milljónir. Það liggur alveg fyrir að það er vilji í samfélaginu til þess að ákveðnar auðlindagreinar greiði hluta af rentunni til baka. Þetta snýst ekki um að refsa einum né neinum. Það eru réttindi og skyldur sem felast í að búa í samfélagi,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni. Kryddsíld Sjávarútvegur Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Formenn stjórnarflokkana hafi verið andvígir frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign vegna þess það hafi ekki kveðið á um að allir samningar sem gerðir verði væru tímabundnir. Tekið er sérstaklega fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að hún hyggist koma slíku ákvæði í stjórnarskrána með eftirfarandi orðalagi: „Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.“ Formennirnir tókust á um sjávarútvegsmálin í Kryddsíld. „Ef þetta er nýja stefnan þá þarf að semja nýtt sjávarútvegiskerfi,“ sagði Bjarni. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði hins vegar kýrskýrt að ríkisstjórnin ætli ekki að hrófla við kvótakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um kvótamálin í Kryddsíld.Vísir/hulda Margrét „Svaraðu spurningunni. Verður stjórnarskráratkvæðið með skilyrði um að ríkið geri aldrei samninga um aðgang að auðlindum í sameiginlegri eigu nema samningarnir verði tímabundnir? Þetta er ástæðan fyrir því að þið vilduð ekki ákvæðið hennar Katrínar,“ spurði Bjarni þá. Bjarni krefur ríkisstjórn um svör Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði nýja ríkisstjórn þurfa tíma til að koma sér fyrir í sínum ráðuneytum. Sjávarútvegsmálin hafi þó verið rædd í þaula formannanna á milli þó ekki séu tekin fram smáatriði um orðalag auðlindaákvæðis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Liggur ekki alveg fyrir að það eigi eftir að koma þingmálaskrá, alveg eins og formaður Framsóknar segir? Viljiði ekki bara hleypa okkur af stað? Það verður nægur tími fyrir svona gagnrýni og við hræðumst hana ekki,“ sagði Kristrún. „Það er munur á því að vera með þrjá formenn saman sem eru með sameiginlegt traust sín á milli og vita að það þarf ekki að skrifa allt niður í minnstu smáatriði til að binda allt niður,“ sagði hún. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson gaf ekki mikið fyrir svör Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar og krafði þau enn og aftur um svör varðandi orðalag ákvæðisins. Formenn stjórnarflokkanna hafi lagst á móti frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna þess að það hafi skort skýrt ákvæði um stjórnarskrárbindingu tímabundinna samninga. „Ég lýsti yfir stuðningi við það ákvæði. Þau voru á móti því ákvæði af því að það stóð ekki í ákvæðinu að það þyrfti að gera tímabundinn samning alltaf. Þá segja þau: „Við ætlum að koma með ákvæði!“ Ég spyr bara þessarar spurningar: Mun vera gerður áskilnaður um tímabundna samninga? Og þau geta ekki svarað því,“ sagði Bjarni. „Allt einhverjir frasar“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði þá ósamræmis hafa gætt í málflutningi ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín segi að ekki verði hróflað við kvótakerfinu en Inga Sæland og Kristrún boði stórtækar breytingar. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét „Við skulum aðeins koma okkur niður á jörðina og átta okkur á hvað við erum að tala hérna um. Þessi ríkisstjórn er búin að sameinast um það að til dæmis hækka veiðigjöld í sjávarútvegi, koma á auðlindagjöldum sem snúa að feðraþjónustu, fara í sanngjarnari dreifingu á orkunni og gjöldum sem mögulega er hægt að taka af því þannig að það verði ákveðin hvati í nærsamfélögum til að fá orku til sín,“ svaraði Kristrún honum. „Þetta eru allt einhverjir frasar. Hver styður ósanngjörn veiðigjöld?“ spurði Sigmundur þá. „Auðlindarentan hefur verið metin á 50, 60, 70 milljarða í sjávarútvegi. Í fyrra voru veiðigjöld tekin sem hljóma upp á tíu milljónir. Það liggur alveg fyrir að það er vilji í samfélaginu til þess að ákveðnar auðlindagreinar greiði hluta af rentunni til baka. Þetta snýst ekki um að refsa einum né neinum. Það eru réttindi og skyldur sem felast í að búa í samfélagi,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni.
Kryddsíld Sjávarútvegur Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira