Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 13:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mætir til fundar við ríkisstjórnina á Þingvöllum í morgun. Vísir/RAX Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði formenn ríkisstjórnaflokkanna loðna í svörum um stjórnarskrárákvæði um gjald af nýtingu auðlinda í þjóðareign. Hann segir nýja ríkisstjórn ósamstíga í málaflokknum. Formenn stjórnarflokkana hafi verið andvígir frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign vegna þess það hafi ekki kveðið á um að allir samningar sem gerðir verði væru tímabundnir. Tekið er sérstaklega fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að hún hyggist koma slíku ákvæði í stjórnarskrána með eftirfarandi orðalagi: „Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.“ Formennirnir tókust á um sjávarútvegsmálin í Kryddsíld. „Ef þetta er nýja stefnan þá þarf að semja nýtt sjávarútvegiskerfi,“ sagði Bjarni. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði hins vegar kýrskýrt að ríkisstjórnin ætli ekki að hrófla við kvótakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um kvótamálin í Kryddsíld.Vísir/hulda Margrét „Svaraðu spurningunni. Verður stjórnarskráratkvæðið með skilyrði um að ríkið geri aldrei samninga um aðgang að auðlindum í sameiginlegri eigu nema samningarnir verði tímabundnir? Þetta er ástæðan fyrir því að þið vilduð ekki ákvæðið hennar Katrínar,“ spurði Bjarni þá. Bjarni krefur ríkisstjórn um svör Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði nýja ríkisstjórn þurfa tíma til að koma sér fyrir í sínum ráðuneytum. Sjávarútvegsmálin hafi þó verið rædd í þaula formannanna á milli þó ekki séu tekin fram smáatriði um orðalag auðlindaákvæðis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Liggur ekki alveg fyrir að það eigi eftir að koma þingmálaskrá, alveg eins og formaður Framsóknar segir? Viljiði ekki bara hleypa okkur af stað? Það verður nægur tími fyrir svona gagnrýni og við hræðumst hana ekki,“ sagði Kristrún. „Það er munur á því að vera með þrjá formenn saman sem eru með sameiginlegt traust sín á milli og vita að það þarf ekki að skrifa allt niður í minnstu smáatriði til að binda allt niður,“ sagði hún. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson gaf ekki mikið fyrir svör Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar og krafði þau enn og aftur um svör varðandi orðalag ákvæðisins. Formenn stjórnarflokkanna hafi lagst á móti frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna þess að það hafi skort skýrt ákvæði um stjórnarskrárbindingu tímabundinna samninga. „Ég lýsti yfir stuðningi við það ákvæði. Þau voru á móti því ákvæði af því að það stóð ekki í ákvæðinu að það þyrfti að gera tímabundinn samning alltaf. Þá segja þau: „Við ætlum að koma með ákvæði!“ Ég spyr bara þessarar spurningar: Mun vera gerður áskilnaður um tímabundna samninga? Og þau geta ekki svarað því,“ sagði Bjarni. „Allt einhverjir frasar“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði þá ósamræmis hafa gætt í málflutningi ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín segi að ekki verði hróflað við kvótakerfinu en Inga Sæland og Kristrún boði stórtækar breytingar. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét „Við skulum aðeins koma okkur niður á jörðina og átta okkur á hvað við erum að tala hérna um. Þessi ríkisstjórn er búin að sameinast um það að til dæmis hækka veiðigjöld í sjávarútvegi, koma á auðlindagjöldum sem snúa að feðraþjónustu, fara í sanngjarnari dreifingu á orkunni og gjöldum sem mögulega er hægt að taka af því þannig að það verði ákveðin hvati í nærsamfélögum til að fá orku til sín,“ svaraði Kristrún honum. „Þetta eru allt einhverjir frasar. Hver styður ósanngjörn veiðigjöld?“ spurði Sigmundur þá. „Auðlindarentan hefur verið metin á 50, 60, 70 milljarða í sjávarútvegi. Í fyrra voru veiðigjöld tekin sem hljóma upp á tíu milljónir. Það liggur alveg fyrir að það er vilji í samfélaginu til þess að ákveðnar auðlindagreinar greiði hluta af rentunni til baka. Þetta snýst ekki um að refsa einum né neinum. Það eru réttindi og skyldur sem felast í að búa í samfélagi,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni. Kryddsíld Sjávarútvegur Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Formenn stjórnarflokkana hafi verið andvígir frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign vegna þess það hafi ekki kveðið á um að allir samningar sem gerðir verði væru tímabundnir. Tekið er sérstaklega fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að hún hyggist koma slíku ákvæði í stjórnarskrána með eftirfarandi orðalagi: „Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.“ Formennirnir tókust á um sjávarútvegsmálin í Kryddsíld. „Ef þetta er nýja stefnan þá þarf að semja nýtt sjávarútvegiskerfi,“ sagði Bjarni. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði hins vegar kýrskýrt að ríkisstjórnin ætli ekki að hrófla við kvótakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um kvótamálin í Kryddsíld.Vísir/hulda Margrét „Svaraðu spurningunni. Verður stjórnarskráratkvæðið með skilyrði um að ríkið geri aldrei samninga um aðgang að auðlindum í sameiginlegri eigu nema samningarnir verði tímabundnir? Þetta er ástæðan fyrir því að þið vilduð ekki ákvæðið hennar Katrínar,“ spurði Bjarni þá. Bjarni krefur ríkisstjórn um svör Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði nýja ríkisstjórn þurfa tíma til að koma sér fyrir í sínum ráðuneytum. Sjávarútvegsmálin hafi þó verið rædd í þaula formannanna á milli þó ekki séu tekin fram smáatriði um orðalag auðlindaákvæðis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Liggur ekki alveg fyrir að það eigi eftir að koma þingmálaskrá, alveg eins og formaður Framsóknar segir? Viljiði ekki bara hleypa okkur af stað? Það verður nægur tími fyrir svona gagnrýni og við hræðumst hana ekki,“ sagði Kristrún. „Það er munur á því að vera með þrjá formenn saman sem eru með sameiginlegt traust sín á milli og vita að það þarf ekki að skrifa allt niður í minnstu smáatriði til að binda allt niður,“ sagði hún. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson gaf ekki mikið fyrir svör Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar og krafði þau enn og aftur um svör varðandi orðalag ákvæðisins. Formenn stjórnarflokkanna hafi lagst á móti frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna þess að það hafi skort skýrt ákvæði um stjórnarskrárbindingu tímabundinna samninga. „Ég lýsti yfir stuðningi við það ákvæði. Þau voru á móti því ákvæði af því að það stóð ekki í ákvæðinu að það þyrfti að gera tímabundinn samning alltaf. Þá segja þau: „Við ætlum að koma með ákvæði!“ Ég spyr bara þessarar spurningar: Mun vera gerður áskilnaður um tímabundna samninga? Og þau geta ekki svarað því,“ sagði Bjarni. „Allt einhverjir frasar“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði þá ósamræmis hafa gætt í málflutningi ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín segi að ekki verði hróflað við kvótakerfinu en Inga Sæland og Kristrún boði stórtækar breytingar. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét „Við skulum aðeins koma okkur niður á jörðina og átta okkur á hvað við erum að tala hérna um. Þessi ríkisstjórn er búin að sameinast um það að til dæmis hækka veiðigjöld í sjávarútvegi, koma á auðlindagjöldum sem snúa að feðraþjónustu, fara í sanngjarnari dreifingu á orkunni og gjöldum sem mögulega er hægt að taka af því þannig að það verði ákveðin hvati í nærsamfélögum til að fá orku til sín,“ svaraði Kristrún honum. „Þetta eru allt einhverjir frasar. Hver styður ósanngjörn veiðigjöld?“ spurði Sigmundur þá. „Auðlindarentan hefur verið metin á 50, 60, 70 milljarða í sjávarútvegi. Í fyrra voru veiðigjöld tekin sem hljóma upp á tíu milljónir. Það liggur alveg fyrir að það er vilji í samfélaginu til þess að ákveðnar auðlindagreinar greiði hluta af rentunni til baka. Þetta snýst ekki um að refsa einum né neinum. Það eru réttindi og skyldur sem felast í að búa í samfélagi,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni.
Kryddsíld Sjávarútvegur Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira