Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 18:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttr utanríkisráðherra gat ekki fullyrt í Kryddsíldinni að Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún segir hugtakið lagalegs eðlis og aðeins hægt að skera úr um það fyrir dómstólum. Vísir/Vilhelm Ísland mun greiða framlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrr en áætlað var og segir utanríkisráðherra öruggt að alvarleg brot á alþjóðalögum hafi verið framin í Gaza. Ekki sé hægt að skera úr um hvort um þjóðarmorð sé að ræða nema fyrir alþjóðadómstólum. Þetta kemur fram í færslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Facebook. Þar segir hún ástandið á Gasa óásættanlegt og sýna „allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis“. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ skrifar hún í færslunni. Í Kryddsíldinni á gamlársdag var Þorgerður spurð út í það hvort Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún gaf loðin svör og sagði hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Hún var gagnrýnd fyrir svör sín og virðist að einhverju leyti vera að svara fyrir það í færslunni. Þar kemur einnig fram að hún hafi rætt í dag við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, og staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var „í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar“. Einnig hafi hún rætt við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, og farið yfir með henni „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu“. Staðan núna sé óviðunandi. Hryllingnum verði að linna Þorgerður segir það sína einlægu trú að „alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum.“ Íslendingar geti þar sannanlega orðið að liði og segist Þorgerður hafa einsett sér, við komuna í utanríkisráðuneytið, að beita rödd sinni hvert sem hún færi, í þágu mannúðar og frelsis. Þorgerður segist að lokum hafa óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta landsins. „Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna,“ segir hún að lokum. Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Facebook. Þar segir hún ástandið á Gasa óásættanlegt og sýna „allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis“. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ skrifar hún í færslunni. Í Kryddsíldinni á gamlársdag var Þorgerður spurð út í það hvort Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún gaf loðin svör og sagði hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Hún var gagnrýnd fyrir svör sín og virðist að einhverju leyti vera að svara fyrir það í færslunni. Þar kemur einnig fram að hún hafi rætt í dag við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, og staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var „í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar“. Einnig hafi hún rætt við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, og farið yfir með henni „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu“. Staðan núna sé óviðunandi. Hryllingnum verði að linna Þorgerður segir það sína einlægu trú að „alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum.“ Íslendingar geti þar sannanlega orðið að liði og segist Þorgerður hafa einsett sér, við komuna í utanríkisráðuneytið, að beita rödd sinni hvert sem hún færi, í þágu mannúðar og frelsis. Þorgerður segist að lokum hafa óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta landsins. „Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna,“ segir hún að lokum.
Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira