„Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Vésteinn Örn Pétursson og Telma Tómasson skrifa 6. janúar 2025 14:50 Ólafur segir ekki koma sér á óvart að Bjarni kjósi að kveðja stjórnmálin á þessum tímapunkti. Vísir/Einar Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. „Þetta eru mikil tímamót. Bjarni er búinn að vera formaður flokksins síðan 2009 og það hefur enginn gegnt formennsku lengur en hann, nema Ólafur Thors. Hann er búinn að vera ráðherra síðan 2013 og það má segja að hann hafi verið helsti valdamaður landsins í meira en áratug. Þannig að það eru mikil tíðindi þegar hann hættir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor emeritus. Ólíklegt að Bjarni vildi leiða stjórnarandstöðuna Nú fari þeir sem áhuga hafi á formannsembættinu í startholurnar. Slagurinn um embættið verði snarpur fram að landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, að öllu óbreyttu. Ólafur segist hafa átt von á því að Bjarni myndi láta gott heita að loknum kosningunum í nóvember. „Mér þótti ekki líklegt að Bjarni hefði áhuga á því að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafandi verið ráðherra í á annan áratug.“ Nefnir fjóra mögulega arftaka Forvitnilegt verði að sjá hver taki við stjórnartaumunum í Valhöll. Þó nokkrir kandídatar komi til greina. „Það verður líka mjög fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að fóta sig í stjórnarandstöðunni. Það er hlutverk sem hann er alls ekki vanur. Og líka fróðlegt að sjá hvort nýr formaður muni leiða flokkinn nær miðjunni eða hvort hann muni kannski auka frjálshyggjuáherslur og gera flokkinn líkari Miðflokknum. Það held ég að sé alveg opin spurning,“ segir Ólafur. Hann telur útilokað að segja til um hver muni hreppa embættið þegar upp verður staðið. „Það hafa þrjár konur verið nefndar: Þórdís Kolbrún, Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir. Síðan eru menn líka að velta fyrir sér hvort Guðlaugur Þór gefi kost á sér, og menn skyldu aldrei vanmeta hann. Ég held að á þessu stigi sé ómögulegt að segja hvert þeirra sé líklegast til að verða formaður.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
„Þetta eru mikil tímamót. Bjarni er búinn að vera formaður flokksins síðan 2009 og það hefur enginn gegnt formennsku lengur en hann, nema Ólafur Thors. Hann er búinn að vera ráðherra síðan 2013 og það má segja að hann hafi verið helsti valdamaður landsins í meira en áratug. Þannig að það eru mikil tíðindi þegar hann hættir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor emeritus. Ólíklegt að Bjarni vildi leiða stjórnarandstöðuna Nú fari þeir sem áhuga hafi á formannsembættinu í startholurnar. Slagurinn um embættið verði snarpur fram að landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, að öllu óbreyttu. Ólafur segist hafa átt von á því að Bjarni myndi láta gott heita að loknum kosningunum í nóvember. „Mér þótti ekki líklegt að Bjarni hefði áhuga á því að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafandi verið ráðherra í á annan áratug.“ Nefnir fjóra mögulega arftaka Forvitnilegt verði að sjá hver taki við stjórnartaumunum í Valhöll. Þó nokkrir kandídatar komi til greina. „Það verður líka mjög fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að fóta sig í stjórnarandstöðunni. Það er hlutverk sem hann er alls ekki vanur. Og líka fróðlegt að sjá hvort nýr formaður muni leiða flokkinn nær miðjunni eða hvort hann muni kannski auka frjálshyggjuáherslur og gera flokkinn líkari Miðflokknum. Það held ég að sé alveg opin spurning,“ segir Ólafur. Hann telur útilokað að segja til um hver muni hreppa embættið þegar upp verður staðið. „Það hafa þrjár konur verið nefndar: Þórdís Kolbrún, Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir. Síðan eru menn líka að velta fyrir sér hvort Guðlaugur Þór gefi kost á sér, og menn skyldu aldrei vanmeta hann. Ég held að á þessu stigi sé ómögulegt að segja hvert þeirra sé líklegast til að verða formaður.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39
Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20
Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30