CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 6. janúar 2025 18:02 CP félagið er stofnað árið 2001 á Íslandi í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna og fullorðinna með CP hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Til þess að mæta ólíkum þörfum þess fjölbreytta og stóra hóps fólks sem eru greind með CP hreyfihömlun. CP hreyfihömlun er ein algengasta hreyfihömlun í heiminum, talið er að meira en 17.000.000 manns séu með CP hreyfihömlunar greiningu í heiminum öllum. CP félagið er í grunninn byggt utan um hagsmuni hreyfihamlaðra barna og fjölskyldna þeirra en hefur í auknum mæli verið að horfa til fólks á öllum aldri þar sem börnin stækka og verða fullorðin, þar með breytast þarfir, vilji og væntingar til færni og lífsins er mikilvægt að félagið sé vakandi fyrir nýjungum og í samtali við fólk sem er með CP hreyfihömlun til þess að horfa til þess hvað það er sem fólk raunverulega vill. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir viðburðum, fræðslu og spjallkvöldum. CP félagið vill þar að auki auka samtal við fagfólk sem kemur að málefnum fólks með CP hreyfihömlun og ýta undir aukna samvinnu til þess vonandi að minnka flækjustig um það hverju fólk á rétt á, hvað gæti gagnast þeim og hvernig væri hægt að prófa sig áfram. Þar að auki er mikilvægt að ná til nema innan ýmissa fagstétta sem gætu starfað með fólki með hreyfihömlun með beinum eða óbeinum hætti á . Þar sem sýnileiki og þátttaka fólks með hreyfihömlun verður sífellt meiri og er mikilvæg fyrir samfélagið allt. CP félagið vill einnig auka þekkingu sína á að mæta þörfum ungmenna og fullorðinna sem af ýmsum orsökum fá CP hreyfihömlunar greiningu seinna á lífsleiðinni og mæta þörfum þeirra og verið sterk rödd út á við fyrir þau líkt og aðra með CP til þess að takast á við breyttar aðstæður í eigin lífi. Félagið vill mæta samfélagslegum áskorunum, hröðum breytingum og auknum kröfum um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og vera styðjandi, en umfram allt vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir öll þau sem gætu þurft á félaginu að halda eða vilja leggja því lið.Til þess þurfum við aðstoð almennings. Bæði þeirra sem þekkja til einstaklinga með CP hreyfihömlun en líka þeirra sem þekkja ekki til. Ef þú vilt leggja félaginu lið með einhverjum hætti er hægt að hafa samband á cp@cp.is skoða facebook síðu félagsins Cerebral Palsy Ísland eða vefsíðu félagsins cp.is Höfundur er starfandi iðjuþjálfi og formaður CP félagsins á Íslandi. CP félagið er félag ætlað einstaklingum með Cerebral Palsy (CP) hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
CP félagið er stofnað árið 2001 á Íslandi í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna og fullorðinna með CP hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Til þess að mæta ólíkum þörfum þess fjölbreytta og stóra hóps fólks sem eru greind með CP hreyfihömlun. CP hreyfihömlun er ein algengasta hreyfihömlun í heiminum, talið er að meira en 17.000.000 manns séu með CP hreyfihömlunar greiningu í heiminum öllum. CP félagið er í grunninn byggt utan um hagsmuni hreyfihamlaðra barna og fjölskyldna þeirra en hefur í auknum mæli verið að horfa til fólks á öllum aldri þar sem börnin stækka og verða fullorðin, þar með breytast þarfir, vilji og væntingar til færni og lífsins er mikilvægt að félagið sé vakandi fyrir nýjungum og í samtali við fólk sem er með CP hreyfihömlun til þess að horfa til þess hvað það er sem fólk raunverulega vill. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir viðburðum, fræðslu og spjallkvöldum. CP félagið vill þar að auki auka samtal við fagfólk sem kemur að málefnum fólks með CP hreyfihömlun og ýta undir aukna samvinnu til þess vonandi að minnka flækjustig um það hverju fólk á rétt á, hvað gæti gagnast þeim og hvernig væri hægt að prófa sig áfram. Þar að auki er mikilvægt að ná til nema innan ýmissa fagstétta sem gætu starfað með fólki með hreyfihömlun með beinum eða óbeinum hætti á . Þar sem sýnileiki og þátttaka fólks með hreyfihömlun verður sífellt meiri og er mikilvæg fyrir samfélagið allt. CP félagið vill einnig auka þekkingu sína á að mæta þörfum ungmenna og fullorðinna sem af ýmsum orsökum fá CP hreyfihömlunar greiningu seinna á lífsleiðinni og mæta þörfum þeirra og verið sterk rödd út á við fyrir þau líkt og aðra með CP til þess að takast á við breyttar aðstæður í eigin lífi. Félagið vill mæta samfélagslegum áskorunum, hröðum breytingum og auknum kröfum um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og vera styðjandi, en umfram allt vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir öll þau sem gætu þurft á félaginu að halda eða vilja leggja því lið.Til þess þurfum við aðstoð almennings. Bæði þeirra sem þekkja til einstaklinga með CP hreyfihömlun en líka þeirra sem þekkja ekki til. Ef þú vilt leggja félaginu lið með einhverjum hætti er hægt að hafa samband á cp@cp.is skoða facebook síðu félagsins Cerebral Palsy Ísland eða vefsíðu félagsins cp.is Höfundur er starfandi iðjuþjálfi og formaður CP félagsins á Íslandi. CP félagið er félag ætlað einstaklingum með Cerebral Palsy (CP) hreyfihömlun og aðstandendur þeirra.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar