Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar 8. janúar 2025 08:01 Við sem erum fædd á seinni hluta áttunda áratugar seinustu aldar skilgreindum okkur sem þrítugt fólk í anda strax þegar við stigum inn í gelgjuna. Núna þegar við erum að slaga í fimmtugt eða komin þangað erum við enn þrítug í anda. Við erum alltaf þrítug. Okkar kynslóð er bara þannig. Ég var það með ykkur hinum þar til um daginn. Þá allt í einu og með engum fyrirvara fór ég yfir í að vera algjörlega og gjörsamlega ekki með þetta. Í fyrsta skiptið, sjáið til, síðan ég var unglingur nítjánhundruðognítíuogeitthvað var ég algjörlega out þegar kom að tæknimálum og nú voru það samfélagsmiðlar sem allir og amma þeirra eiga að kunna á sem ég klikkaði á. Sjálft X-ið. Kynslóðin mín sem fékk tækniframfarir í æð og lifði bæði gamla tímann en var nógu og ung til að komast inn í nýja tímann án þess að missa cool-ið! Allt í einu var ég bara ekki með þetta. Ekki lengur að kenna heldur að fá kennslu og upplifa “hvernig virkar þetta apparat eiginlega, eigum við ekki bara að kassa þetta og halda áfram með lífið eins og það var fyrir þessar tækninýjungar” hugarfar. Ég var komin svo langt aftur að ég var jafnvel til í að fara til baka og taka upp snældur og kasettutæki, kjarna mig með því sem ég þekki. Þetta var orðin mín hugsun þegar ungviðið var að kenna mér hvernig áhrifavaldar vinna á samfélagsmiðlum. Hvernig þeir virka og hvað þarf að gera til að ná árangri. Stundum þarf bara að að opna ítrekað pakka eða skera niður leir til þess að fá fylgjendur í milljónavís. Ég grínast ekki. Setningin “það er bara gamalt fólk sem notar Facebook” fékk mig aftur í gang. Ég er ekki gömul – ég er X og við erum alltaf ung. Ég ákvað því að kassa þetta ekki og fór að kynna mér betur alla hina samfélagsmiðlana. Sumt tókst vel í upphafi en annað reyndi á og það mikið að börnin mín, sem einmitt eru um þrítugt sendu mér skilaboð í sjokki um áríðandi breytingar á miðlun upplýsinga á viðeigandi miðli. Jæja, ég er mamma mín – kom fyrst í huga mér og áreynsla mín við að útskýra fyrir móður minni hvað rafræn skilríki væru. Ég er bara þar og hvergi annars staðar þegar kemur að nýjustu undrum í tækni á samfélagsmiðlum. Erfitt að viðurkenna en sannleikur að einhverju leyti (sjáið, viðurkenni ekki alveg fulla sök á kunnáttuleysi mínu og trega við að tileikna mér nýjungar enda X út í gegn). Í kvöld með mér yngra fólki í liði ákvað ég og Livefood, fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, að teppaleggja alla samfélagsmiðla með auglýsingum um “Ásta á vinnustaðnum í Veganúar.” Eina vitið til að koma litlu nýsköpunarfyrirtæki á kortið sem hefur ekki fjármagn til þess að auglýsa í slottinu fyrir Skaupið eða þar sem greiða þarf fyrir. Ég var svo fránumin af þakklæti og virðingu fyrir þessu unga fólki mínu sem sýndi í verki hvernig teppaleggja skal samfélagsmiðla að ég varð að vera gamaldags og rita nokkur orð um verkið. Sjáið þessa nýju kynslóð okkar. Sjáið hvað þau eru flott. Ég er bæði stolt og sátt við að vera X en fann í fyrsta skiptið að ég er orðin EX þegar kemur að samfélagsmiðlum. Ps. Já og ég setti upp lonníetturnar þegar ég ritaði þessa grein enda letrið orðið svo smátt nú á dögum að það er varla hæft til lesturs án þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem erum fædd á seinni hluta áttunda áratugar seinustu aldar skilgreindum okkur sem þrítugt fólk í anda strax þegar við stigum inn í gelgjuna. Núna þegar við erum að slaga í fimmtugt eða komin þangað erum við enn þrítug í anda. Við erum alltaf þrítug. Okkar kynslóð er bara þannig. Ég var það með ykkur hinum þar til um daginn. Þá allt í einu og með engum fyrirvara fór ég yfir í að vera algjörlega og gjörsamlega ekki með þetta. Í fyrsta skiptið, sjáið til, síðan ég var unglingur nítjánhundruðognítíuogeitthvað var ég algjörlega out þegar kom að tæknimálum og nú voru það samfélagsmiðlar sem allir og amma þeirra eiga að kunna á sem ég klikkaði á. Sjálft X-ið. Kynslóðin mín sem fékk tækniframfarir í æð og lifði bæði gamla tímann en var nógu og ung til að komast inn í nýja tímann án þess að missa cool-ið! Allt í einu var ég bara ekki með þetta. Ekki lengur að kenna heldur að fá kennslu og upplifa “hvernig virkar þetta apparat eiginlega, eigum við ekki bara að kassa þetta og halda áfram með lífið eins og það var fyrir þessar tækninýjungar” hugarfar. Ég var komin svo langt aftur að ég var jafnvel til í að fara til baka og taka upp snældur og kasettutæki, kjarna mig með því sem ég þekki. Þetta var orðin mín hugsun þegar ungviðið var að kenna mér hvernig áhrifavaldar vinna á samfélagsmiðlum. Hvernig þeir virka og hvað þarf að gera til að ná árangri. Stundum þarf bara að að opna ítrekað pakka eða skera niður leir til þess að fá fylgjendur í milljónavís. Ég grínast ekki. Setningin “það er bara gamalt fólk sem notar Facebook” fékk mig aftur í gang. Ég er ekki gömul – ég er X og við erum alltaf ung. Ég ákvað því að kassa þetta ekki og fór að kynna mér betur alla hina samfélagsmiðlana. Sumt tókst vel í upphafi en annað reyndi á og það mikið að börnin mín, sem einmitt eru um þrítugt sendu mér skilaboð í sjokki um áríðandi breytingar á miðlun upplýsinga á viðeigandi miðli. Jæja, ég er mamma mín – kom fyrst í huga mér og áreynsla mín við að útskýra fyrir móður minni hvað rafræn skilríki væru. Ég er bara þar og hvergi annars staðar þegar kemur að nýjustu undrum í tækni á samfélagsmiðlum. Erfitt að viðurkenna en sannleikur að einhverju leyti (sjáið, viðurkenni ekki alveg fulla sök á kunnáttuleysi mínu og trega við að tileikna mér nýjungar enda X út í gegn). Í kvöld með mér yngra fólki í liði ákvað ég og Livefood, fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, að teppaleggja alla samfélagsmiðla með auglýsingum um “Ásta á vinnustaðnum í Veganúar.” Eina vitið til að koma litlu nýsköpunarfyrirtæki á kortið sem hefur ekki fjármagn til þess að auglýsa í slottinu fyrir Skaupið eða þar sem greiða þarf fyrir. Ég var svo fránumin af þakklæti og virðingu fyrir þessu unga fólki mínu sem sýndi í verki hvernig teppaleggja skal samfélagsmiðla að ég varð að vera gamaldags og rita nokkur orð um verkið. Sjáið þessa nýju kynslóð okkar. Sjáið hvað þau eru flott. Ég er bæði stolt og sátt við að vera X en fann í fyrsta skiptið að ég er orðin EX þegar kemur að samfélagsmiðlum. Ps. Já og ég setti upp lonníetturnar þegar ég ritaði þessa grein enda letrið orðið svo smátt nú á dögum að það er varla hæft til lesturs án þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar