Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2025 18:36 Mette hefur boðað aðra flokksformenn á sinn fund. Getty Forsætisráðherra Danmerkur hefur boðað flokksformenn allra flokka á danska þinginu á neyðarfund annað kvöld vegna nýjustu vendinga í tengslum við ásælni Bandaríkjanna í Grænland. Danski fréttamiðillinn Berlingske greinir frá fundinum sem verður 19:30 annað kvöld. Þar kemur fram að flokksformennirnir verði upplýstir um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar stöðu sem er kominn upp vegna yfirlýsinga Donalds Trump, tilvonandi Bandaríkjaforseta, um að Bandaríkin vilji ná valdi á Grænlandi og útiloki ekki að beita efnahagslegum þvingunum eða hervaldi. Danska ríkisstjórnin hefur hins vegar neitað því að það sé krísa í utanríkismálum landsins. Af hverju Grænland? Vísir fjallaði í dag um yfirlýsingar Trump og mögulegar skýringar á því hvers vegna hann ásælist Grænland. Líklegasta skýringin er sú að undir jöklum Grænlands, sem hopa hratt, kunna að finnast sjaldgæfir málmar. „Fólk veit í rauninni ekki einu sinni hvort Danmörk eigi löglegt tilkall til þess [Grænlands]. En ef svo er, ættu þeir að gefa það frá sér, því við þurfum á því [Grænlandi] að halda vegna þjóðaröryggis,“ sagði Trump um málið í gær. Hann hótaði að beita Danmörku umfangsmiklum tollum til að þvinga ríkið til að láta Grænland af hendi. Þá neitaði hann einnig að útiloka það að beita hervaldi til að ná tökum á Grænlandi. Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, lenti svo í Grænlandi í gær en hann sagðist vera þar í fríi og neitaði að tjá sig um samband Grænlands og Bandaríkjanna. Grænland Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Danski fréttamiðillinn Berlingske greinir frá fundinum sem verður 19:30 annað kvöld. Þar kemur fram að flokksformennirnir verði upplýstir um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar stöðu sem er kominn upp vegna yfirlýsinga Donalds Trump, tilvonandi Bandaríkjaforseta, um að Bandaríkin vilji ná valdi á Grænlandi og útiloki ekki að beita efnahagslegum þvingunum eða hervaldi. Danska ríkisstjórnin hefur hins vegar neitað því að það sé krísa í utanríkismálum landsins. Af hverju Grænland? Vísir fjallaði í dag um yfirlýsingar Trump og mögulegar skýringar á því hvers vegna hann ásælist Grænland. Líklegasta skýringin er sú að undir jöklum Grænlands, sem hopa hratt, kunna að finnast sjaldgæfir málmar. „Fólk veit í rauninni ekki einu sinni hvort Danmörk eigi löglegt tilkall til þess [Grænlands]. En ef svo er, ættu þeir að gefa það frá sér, því við þurfum á því [Grænlandi] að halda vegna þjóðaröryggis,“ sagði Trump um málið í gær. Hann hótaði að beita Danmörku umfangsmiklum tollum til að þvinga ríkið til að láta Grænland af hendi. Þá neitaði hann einnig að útiloka það að beita hervaldi til að ná tökum á Grænlandi. Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, lenti svo í Grænlandi í gær en hann sagðist vera þar í fríi og neitaði að tjá sig um samband Grænlands og Bandaríkjanna.
Grænland Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31
Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19