Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 23:56 Mette segist búast við því að ræða við Trump eftir að hann verði kjörinn forseti. EPA Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. Þó að það sem fór fram á fundinum eigi að vera trúnaðarmál veittu einhverjir stjórnmálamannanna viðtöl að honum loknum, þar á meðal leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. „Þú getur tekið Donald Trump alvarlega án þess að trúa honum bókstaflega,“ hefur Berlingske Tidende eftir Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur. Formenn dönsku stjórnarflokkanna: Troels Lund Poulsen, Mette Frederiksen, Lars Løkke Rasmussen.EPA Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna undir komandi stjórn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Sérstaklega eftir Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna, en líka vegna ummæla Trumps um að hann útiloki ekki að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Mette var spurð hvað henni þætti um þessi ummæli Trumps. „Ég hef enga ástæðu til að trúa því að það séu kringumstæðurnar sem bíði okkar,“ sagði hún. Að sögn Lars Løkke bíða dönsk stjórnvöld nú eftir því að Trump taki embætti. Þá muni þau opna á samtal við hann um málið Samkvæmt Berlingske hafa hvorki Mette né Lars Løkke átt í sambandi við Trump undanfarið, og heldur ekki Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur. „Það er náið samstarf milli Bandaríkjanna og Danmerkur,“ er haft eftir Mette. „Við höfum óskað eftir því að ræða um þetta, og ég geri ráð fyrir því að samtalið muni eiga sér stað. En ég býst ekki við því að það verði fyrr en eftir 20. janúar,“ sagði hún einnig, en þá verður Trump forseti Bandaríkjanna á ný. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Þó að það sem fór fram á fundinum eigi að vera trúnaðarmál veittu einhverjir stjórnmálamannanna viðtöl að honum loknum, þar á meðal leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. „Þú getur tekið Donald Trump alvarlega án þess að trúa honum bókstaflega,“ hefur Berlingske Tidende eftir Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur. Formenn dönsku stjórnarflokkanna: Troels Lund Poulsen, Mette Frederiksen, Lars Løkke Rasmussen.EPA Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna undir komandi stjórn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Sérstaklega eftir Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna, en líka vegna ummæla Trumps um að hann útiloki ekki að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Mette var spurð hvað henni þætti um þessi ummæli Trumps. „Ég hef enga ástæðu til að trúa því að það séu kringumstæðurnar sem bíði okkar,“ sagði hún. Að sögn Lars Løkke bíða dönsk stjórnvöld nú eftir því að Trump taki embætti. Þá muni þau opna á samtal við hann um málið Samkvæmt Berlingske hafa hvorki Mette né Lars Løkke átt í sambandi við Trump undanfarið, og heldur ekki Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur. „Það er náið samstarf milli Bandaríkjanna og Danmerkur,“ er haft eftir Mette. „Við höfum óskað eftir því að ræða um þetta, og ég geri ráð fyrir því að samtalið muni eiga sér stað. En ég býst ekki við því að það verði fyrr en eftir 20. janúar,“ sagði hún einnig, en þá verður Trump forseti Bandaríkjanna á ný.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent