Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2025 07:16 Trump hefur valdið nokkru fjaðrafoki með yfirlýsingum sínum um Grænland og mikilvægi þess fyrir Bandaríkin. AP Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. Egede sagðist í gær hafa skilning á því að íbúar væru uggandi eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, neitaði að staðfesta hann myndi hvorki beita hervaldi né efnahagsþvingunum til að sölsa landið undir sig. Nú væri hins vegar tími til að standa saman og taka ekki afstöðu í mögulegri deilu milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Stjórnvöld á Grænlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau ítrekuðu að Grænlendingar ættu að vera sjálfráða um framtíð sína og að þau hlökkuðu til að eiga samskipti við nýja stjórn Trump. Þau væru enn fremur meðvituð um mikilvægi Grænlands hvað varðaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna en einmitt þess vegna væri þar að finna bandaríska herstöð. „Grænland hlakkar horfir til þess að vinna með nýjum stjórnvöldum í Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum innan Nató til að tryggja öryggi og stöðugleika á Norðurslóðum,“ sagði í yfirlýsingunni. Trump hefur farið mikinn síðustu daga og lýst yfir vilja til þess að beita valdi til að innlima bæði Grænland og Kanada. Flestum þykir fremur ólíklegt að forsetinn fyrrverandi og verðandi muni grípa til hervalds í þessum tilgangi en yfirlýsingarnar hafa engu að síður skapað nokkurn ugg og óvissu. Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu ekki í hyggju að bæta við herafla sinn á Grænlandi. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að Rússar fylgdust náið með þróun mála en sem betur fer væri enn aðeins um yfirlýsingar að ræða, ekki aðgerðir. Rússar væru fúsir til að vinna með hverjum sem er að því að tryggja frið og stöðugleika á svæðinu. Bandaríkin Danmörk Grænland Kanada Hernaður Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Egede sagðist í gær hafa skilning á því að íbúar væru uggandi eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, neitaði að staðfesta hann myndi hvorki beita hervaldi né efnahagsþvingunum til að sölsa landið undir sig. Nú væri hins vegar tími til að standa saman og taka ekki afstöðu í mögulegri deilu milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Stjórnvöld á Grænlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau ítrekuðu að Grænlendingar ættu að vera sjálfráða um framtíð sína og að þau hlökkuðu til að eiga samskipti við nýja stjórn Trump. Þau væru enn fremur meðvituð um mikilvægi Grænlands hvað varðaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna en einmitt þess vegna væri þar að finna bandaríska herstöð. „Grænland hlakkar horfir til þess að vinna með nýjum stjórnvöldum í Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum innan Nató til að tryggja öryggi og stöðugleika á Norðurslóðum,“ sagði í yfirlýsingunni. Trump hefur farið mikinn síðustu daga og lýst yfir vilja til þess að beita valdi til að innlima bæði Grænland og Kanada. Flestum þykir fremur ólíklegt að forsetinn fyrrverandi og verðandi muni grípa til hervalds í þessum tilgangi en yfirlýsingarnar hafa engu að síður skapað nokkurn ugg og óvissu. Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu ekki í hyggju að bæta við herafla sinn á Grænlandi. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að Rússar fylgdust náið með þróun mála en sem betur fer væri enn aðeins um yfirlýsingar að ræða, ekki aðgerðir. Rússar væru fúsir til að vinna með hverjum sem er að því að tryggja frið og stöðugleika á svæðinu.
Bandaríkin Danmörk Grænland Kanada Hernaður Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira