Innlent

Rútur skullu saman á Hellu

Árni Sæberg skrifar
Slysið varð inni á Hellu.
Slysið varð inni á Hellu. Vísir/Vilhelm

Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð vegna árekstursins.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að viðbragðsaðilar séu nýkomnir á vettvang og því liggi frekari upplýsingar um slysið ekki fyrir að svo stöddu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá slysinu.

 Sveinn Rúnar segir að ekki sé vitað hvort alvarleg slys hafi orðið á fólki. Hópslysaáætlun hafi verið virkjuð og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sé í startholunum.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×