Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. janúar 2025 18:12 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í gær en þar kemur fram að Sigurjón hafi ítrekað nauðgað konunni á árunum 2016 til 2020 og látið aðra menn hafa kynferðismök við hana. Hann braut einnig á syni hennar sem þá var á táningsaldri og kærustu hans. Fram kemur að Sigurjón hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Leiðbeindi fötluðum syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Líkt og greint var frá þegar Sigurjón var ákærður kom hann að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og hafði við hana samræði. Hann lét hana líka hafa samræði við aðra menn sem menn átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum. Á 2016 til 2020 áreitti hann son konunnar, þá á unglingsaldri, kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Einnig beindust brotin að unnustu sonarins en 28. desember 2020, fór Sigurjón inn í herbergi sonarins þar sem þau unnustan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Hann hafi vitað að hún væri „einföld“ Sigurjón neitaði sök og bar fyrir sig að konan hafi verið bæði sjálfráða og fjárráða og að hömlun hennar hafi hvorki verið áberandi né heldur á því stigi að hún hafi ekki verið bær um að taka ákvarðanir um eigin mál, þar á meðal um eigið kynfrelsi. Fyrir dómi sagðist hann hafa vitað að hún væri „einföld“ en að hann hafi þó á engan hátt nýtt sér það í kynferðislegum tilgangi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi og vegna alvarleika brotanna er refsingin óskilorðsbundin. Einnig var hann dæmdur til að greiða konunni fimm milljónir, syni hennar 1,2 milljónir og kærustu sonarins hálfa milljón króna í miskabætur. Þar að auki er honum gert að greiða tæplega 8,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í gær en þar kemur fram að Sigurjón hafi ítrekað nauðgað konunni á árunum 2016 til 2020 og látið aðra menn hafa kynferðismök við hana. Hann braut einnig á syni hennar sem þá var á táningsaldri og kærustu hans. Fram kemur að Sigurjón hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Leiðbeindi fötluðum syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Líkt og greint var frá þegar Sigurjón var ákærður kom hann að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og hafði við hana samræði. Hann lét hana líka hafa samræði við aðra menn sem menn átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum. Á 2016 til 2020 áreitti hann son konunnar, þá á unglingsaldri, kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Einnig beindust brotin að unnustu sonarins en 28. desember 2020, fór Sigurjón inn í herbergi sonarins þar sem þau unnustan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Hann hafi vitað að hún væri „einföld“ Sigurjón neitaði sök og bar fyrir sig að konan hafi verið bæði sjálfráða og fjárráða og að hömlun hennar hafi hvorki verið áberandi né heldur á því stigi að hún hafi ekki verið bær um að taka ákvarðanir um eigin mál, þar á meðal um eigið kynfrelsi. Fyrir dómi sagðist hann hafa vitað að hún væri „einföld“ en að hann hafi þó á engan hátt nýtt sér það í kynferðislegum tilgangi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi og vegna alvarleika brotanna er refsingin óskilorðsbundin. Einnig var hann dæmdur til að greiða konunni fimm milljónir, syni hennar 1,2 milljónir og kærustu sonarins hálfa milljón króna í miskabætur. Þar að auki er honum gert að greiða tæplega 8,5 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira