Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. janúar 2025 21:09 Finnur Freyr var eðlilega ósáttur eftir stórtap kvöldsins. Vísir/Pawel „Þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem var allt annað en sáttur við sína menn eftir 28 stiga stórtap liðsins fyrir Þór í Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Valsarar fóru til Þorlákshafnar í kvöld eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki og það leit út fyrir bjartari tíma framundan hjá liðinu. Allt varð fyrir ekki því leikurinn endaði í 94-66 tapi í leik þar sem Vals liðið átti í raun aldrei möguleika. „Þetta var bara hrikaleg frammistaða. Við vorum allt of mjúkir og gáfum Þórsurum pláss strax í byrjun, þeir tóku þá bara af skarið strax. Við náðum aldrei að klukka þá eftir það, þannig þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr. Valsarar áttu skelfilegan fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir restin af leiknum. Þeir skoruðu aðeins tíu stig gegn 23 og náðu í raun aldrei að saxa á forskotið eftir það. „Mér fannst við alveg vera að koma okkur í færin sem við viljum taka. Hver ástæðan er fyrir að við skorum ekki meira, maður verðu bara að skoða það aðeins betur. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í heild sinni. Það vantaði áræðni á báðum endum vallarins og hugarfar, hvernig maður bregst við þegar áhlaupin komu hjá Þór. Mér fannst allt of margir í okkar liði vera langt frá sínu besta,” segir Finnur Freyr. Hefði átt að grípa inn í fyrr Finnur reyndi að grípa inn í með leikhléum í leiknum en það virtist gera voða lítið. Það kom aldrei neinn almennilegur kafli hjá liðinu þar sem þeir gerðu einhverja atlögu að því að koma til baka. „Ég hefði eiginlega átt að taka fyrsta leikhléið fyrr, það var það eina sem ég hugsaði. Svona er þetta bara í íþróttum, þú getur ekkert kveikt, eða ýtt á einhvern takka og ætlast til þess að allt fari í gang. Hugarfarið inn í leikinn var greinilega bara ekki nógu gott og menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikla vinnu á sig. Í þessari deild er það bara þannig, ef þú ert ekki klár, ef þú ert ekki gíraður þá færðu það bara á kjaftinn,” segir Finnur. Það þýðir lítið fyrir Valsara að vorkenna sér of lengi því það líður fljótt að næsta leik og þá er spurning hvernig þeir rífa sig upp eftir svona útreið. „Ég er bara spenntur að sjá hvaða frammistöðu við fáum frá strákunum næst. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum sýna leik sem er líkari því sem við stöndum fyrir. Það er okkar að sýna það að þetta var einstök léleg frammistaða ekki það sem í okkur býr,” segir Finnur. Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira
Valsarar fóru til Þorlákshafnar í kvöld eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki og það leit út fyrir bjartari tíma framundan hjá liðinu. Allt varð fyrir ekki því leikurinn endaði í 94-66 tapi í leik þar sem Vals liðið átti í raun aldrei möguleika. „Þetta var bara hrikaleg frammistaða. Við vorum allt of mjúkir og gáfum Þórsurum pláss strax í byrjun, þeir tóku þá bara af skarið strax. Við náðum aldrei að klukka þá eftir það, þannig þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr. Valsarar áttu skelfilegan fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir restin af leiknum. Þeir skoruðu aðeins tíu stig gegn 23 og náðu í raun aldrei að saxa á forskotið eftir það. „Mér fannst við alveg vera að koma okkur í færin sem við viljum taka. Hver ástæðan er fyrir að við skorum ekki meira, maður verðu bara að skoða það aðeins betur. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í heild sinni. Það vantaði áræðni á báðum endum vallarins og hugarfar, hvernig maður bregst við þegar áhlaupin komu hjá Þór. Mér fannst allt of margir í okkar liði vera langt frá sínu besta,” segir Finnur Freyr. Hefði átt að grípa inn í fyrr Finnur reyndi að grípa inn í með leikhléum í leiknum en það virtist gera voða lítið. Það kom aldrei neinn almennilegur kafli hjá liðinu þar sem þeir gerðu einhverja atlögu að því að koma til baka. „Ég hefði eiginlega átt að taka fyrsta leikhléið fyrr, það var það eina sem ég hugsaði. Svona er þetta bara í íþróttum, þú getur ekkert kveikt, eða ýtt á einhvern takka og ætlast til þess að allt fari í gang. Hugarfarið inn í leikinn var greinilega bara ekki nógu gott og menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikla vinnu á sig. Í þessari deild er það bara þannig, ef þú ert ekki klár, ef þú ert ekki gíraður þá færðu það bara á kjaftinn,” segir Finnur. Það þýðir lítið fyrir Valsara að vorkenna sér of lengi því það líður fljótt að næsta leik og þá er spurning hvernig þeir rífa sig upp eftir svona útreið. „Ég er bara spenntur að sjá hvaða frammistöðu við fáum frá strákunum næst. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum sýna leik sem er líkari því sem við stöndum fyrir. Það er okkar að sýna það að þetta var einstök léleg frammistaða ekki það sem í okkur býr,” segir Finnur.
Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira