Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar 13. janúar 2025 09:31 Myndirðu gefa barninu þínu sígarettu? Líklega ekki. En hvað ef það myndi hjálpa barninu þínu að kynnast öðrum börnum og eignast nýja vini. Hjá flestum er svarið sennilega ennþá hart nei. Hvað ef þeim leiðist? Það er ákveðin afþreying að reykja. Þá leiðist þeim kannski minna. Flestum þætti það samt ekki boðlegt. En þegar sígarettu er skipt út fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Þá vefst fleirum tunga um tönn. Sjálfur er ég almennt frekar frjálslyndur og markaðsþenkjandi. Fullorðið fólk á rétt á því að taka misgáfulegar ákvarðanir, og taka þá ábyrgð á því. Eins og að reykja sígarettur eða hanga í símanum. Það eru þín réttindi sem fullráða einstaklingur. En hvað með börn. Er sniðugt að þau hafi í höndum sér aðgang að öllu sem netið hefur uppá að bjóða? Hverjum þjónar það. Eru það hagsmunir barna að færustu sérfræðingar einkageirans hafa nánast óheft aðgengi að athygli þeirra? Mögulega eru einhverjir sammála því. Að frjálsi markaðurinn leiðrétti vandann. Hvað með aðila sem reyna að tengjast börnum í annarlegum tilgangi í gegnum samfélagsmiðla. Eiga þeir heimtingu á samskiptum við börn? Held ekki….. Þetta snýst líka um þroska og ábyrgð. Snjallsímar með myndavélar. Er það frábær hugmynd að ólögráða einstaklingur sé með tök á því að geta undir öllum kringumstæðum tekið upp myndbönd af jafningjum sínum og dreift þeim? Getum við gert kröfu að þau hafi þroska til að taka meðvitaðar ákvarðanir hverju á að deila og hverju ekki? Viljum við að allt sé opið og í almennri dreifingu á netinu? Hvernig ætli sé að gera mistök í samskiptum á táningsaldri nú til dags? Eitthvað vandræðalegt augnablik sem ætti að vera minning en ekki myndband sem ávallt er hægt að fletta upp. Að vera með skemmtigarð í höndum alla daga og sérmótaða afþreyingu sem keppir við raunheiminn getur ekki verið gott til framtíðar. Það er hollt að leiðast öðru hverju. Horfa í augun á öðru fólki, jafnvel spjalla og leika sér. Þá verða töfrarnir til. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Myndirðu gefa barninu þínu sígarettu? Líklega ekki. En hvað ef það myndi hjálpa barninu þínu að kynnast öðrum börnum og eignast nýja vini. Hjá flestum er svarið sennilega ennþá hart nei. Hvað ef þeim leiðist? Það er ákveðin afþreying að reykja. Þá leiðist þeim kannski minna. Flestum þætti það samt ekki boðlegt. En þegar sígarettu er skipt út fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Þá vefst fleirum tunga um tönn. Sjálfur er ég almennt frekar frjálslyndur og markaðsþenkjandi. Fullorðið fólk á rétt á því að taka misgáfulegar ákvarðanir, og taka þá ábyrgð á því. Eins og að reykja sígarettur eða hanga í símanum. Það eru þín réttindi sem fullráða einstaklingur. En hvað með börn. Er sniðugt að þau hafi í höndum sér aðgang að öllu sem netið hefur uppá að bjóða? Hverjum þjónar það. Eru það hagsmunir barna að færustu sérfræðingar einkageirans hafa nánast óheft aðgengi að athygli þeirra? Mögulega eru einhverjir sammála því. Að frjálsi markaðurinn leiðrétti vandann. Hvað með aðila sem reyna að tengjast börnum í annarlegum tilgangi í gegnum samfélagsmiðla. Eiga þeir heimtingu á samskiptum við börn? Held ekki….. Þetta snýst líka um þroska og ábyrgð. Snjallsímar með myndavélar. Er það frábær hugmynd að ólögráða einstaklingur sé með tök á því að geta undir öllum kringumstæðum tekið upp myndbönd af jafningjum sínum og dreift þeim? Getum við gert kröfu að þau hafi þroska til að taka meðvitaðar ákvarðanir hverju á að deila og hverju ekki? Viljum við að allt sé opið og í almennri dreifingu á netinu? Hvernig ætli sé að gera mistök í samskiptum á táningsaldri nú til dags? Eitthvað vandræðalegt augnablik sem ætti að vera minning en ekki myndband sem ávallt er hægt að fletta upp. Að vera með skemmtigarð í höndum alla daga og sérmótaða afþreyingu sem keppir við raunheiminn getur ekki verið gott til framtíðar. Það er hollt að leiðast öðru hverju. Horfa í augun á öðru fólki, jafnvel spjalla og leika sér. Þá verða töfrarnir til. Höfundur er kennari og þjálfari.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar