Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar 13. janúar 2025 18:01 Mynd af þolendum sem höfðu ekki val Setjum okkur í spor kvenna fyrr á tímum, og þegar þjóðin bjó í torfhýsum. Það voru engar getnaðar varnir í boði. Karlveldið allsráðandi heima og að heiman. Sem af þeim sem stjórnuðu í stjórnmálum sem trúarbrögðum. Viðhorfin voru grimm að okkar mati í dag sem myndum ekki vilja lifa við þá hugsun sem stýrði svo miklu. Hugsa sér konur sem urðu að vera þolendur of frekrar kynlífsfíknar eiginmanns sem þær sáu sig ekki getað neitað um aðgang að líkama sínum. Kannski voru sumir tillitssamari en aðrir. Og sumar konur kannski ekki eins svaka miklar barneignamaskínur heldur. Þess vegna ekki alveg eins oft barnshafandi og aðrar. Það var ung kona sem var ein af ótal systkinum sem foreldrar urðu að senda í ótal áttir, vegna eigin fjárhagslegrar fátæktar. Ein þeirra fór í vinnu hinum megin á landinu sem orgelleikari, af því að hún hafði lært að spila á orgel. Þar hitti hún svo mann. Þau urðu ástfangin af hvert öðru. Þau voru fædd á árum sem byrjuðu með tölunni átján hundruð. Þau voru það heppin, að hafa bæði fag til að vinna við, og sjá sér farborða frá. Það athyglisverða varð að þau eignuðust bara fimm börn. Þegar hún kom frá þessum stóra fjölmenna systkinahóp sem höfðu ekki fengið að vera saman vegna fátæktar foreldra. Sú staðreynd að börnin urðu bara fimm, sýnir að þau hugsuðu um og þekktu lögmál orsaka og afleiðinga kynmaka. Svo að hann sýndi henni greinilega þá tillitssemi sem kæmi í veg fyrir að þau hlæðu of mörgum börnum niður. Skoðun á þeim kringumstæðum seinna, sýndi að það að verða móðir, var ekki hátt á óskalistanum í henni. Sem var skiljanlegt við að koma frá slíkum bakgrunni. Hugur og hjörtu voru meira með systkinum sem höfðu ekki fengið að vera í lífi hvers annars. Svo að þegar þeirra eigin börn voru komin af höndum, og þau fluttu til borgarinnar fór öll þörf hennar í að hitta systkinin sín. En áhuginn lítill fyrir eigin afkomendum. Hin týndu systkini hennar skiptu öllu máli og hann eiginmaðurinn var með henni í að sinna því. Þarna var komið nokkurt magn af ýmsum tilfinningum sem ekki var algengt að væru tjáð. Svo að þau ótjáðu atriði fortíðarinnar, sátu og voru þar inni í þeim alla ævi. Það þýddi ekki að þau myndu hverfa við fráfall þeirra. Þau lúrðu í taugakerfunum, og fóru á hina ýmsa vegu í börnin þeirra, og niður næstu kynslóðir á einhvern hátt í einhverju formi. Veruleiki í leyni sem enginn skildi eða vissi, né myndi þjóðin hafa viljað ljá þeim fræðum eyra, né hugsa um á þeim tímum. Í næstu kynslóð, kynslóð barna, og svo meira barnabarna þeirra, birtust allskonar dæmi um hin ótjáðu ósýnilegu atriði niðurflæðis frá fortíðinni. Og stíft íhald í Goðsagnir sem standast ekki veruleikann. Innvírað sjálf virði var sjaldan í þessum fyrri kynslóðum og er því miður ekki heldur nógu oft í konum í dag Það sem prestar sögðu þjóðinni um að allar mannverur hefðu virði, reyndist oftast meira í orði en á borði, á tímum karlveldis. Karlhormónar gerðu þeim auðveldara með að telja sig vera fulla af því virði. En ef við skoðum sumt í hegðun þeirra í dag. Þá er það í raun oft frá öryggisleysi sem þeir þora ekki að viðurkenna fyrir sjálfum sér, hvað þá öðrum, eða konum. Þegar í konum reyndist og reynist dæmið, í raun enn allt annað. Með karlkyn er slæma hegðunin þegar og ef þeir hafa ekki fengið gott uppeldi. Og stelpur frekar þolendur er þær eru ekki víraðar fyrir sjálfsstyrk frá upphafi tilveru sinnar. Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en eftir að koma til Ástralíu, fara á námskeið til að finna sjálfa mig, hreinsa orkuhjúpana til að finna hver ég væri annað en það sem ég upplifði mig vera séða heima. Svo að sjá og heyra endalausar sögur af konum sem voru drepnar af mökum sínum. Þá skildi ég og skynjaði það að þessi skortur á virði sínu á það til að afvegaleiða okkur í sambönd sem eru ekki byggð á dýpt verðmætamats okkar, en því miður kynhvöt og útliti, og svo óttinn við að ganga ekki út. Ef það virði byggist ekki í mannverum og hér meina ég það meira fyrir konur, frá ást og uppbyggingu frá foreldrum frá fyrsta degi. Þá er ekki líklegt að það verði til staðar fyrir lífsbaráttuna seinna. Þá verður maður að hefja þá vinnu fyrir sig í sér og það tekur sinn tíma. Til dæmis er gagnlegt að hefja þá vinnu gegn meðvirkni. „Co-dependency“. Sú vinna leiðir til þess að átta sig á eigin eiginleikum, kostum göllum, verðgildum og viðhorfum. Engin af þeim fræðum sem eru föl núna í formi bóka og námskeiða til að læra um okkur sjálf sem mannverur, voru til eða í boði á Íslandi. En konum endalaust innrætt að það væri dyggð að vera undirgefin eiginmanninum í öllu. Slík viðhorf hafa gert mannkyni meira tjón en gagn þegar vel sé skoðað. Börn þessara hjóna sýndu og upplifðu litríka blöndu af ýmsu. Atriði af ýmsu tagi sem ekki verður farið í hér. Af því að hér er verið að tala um mikilvægi þess að mannverur tjái sig upphátt á ýmsa vegu um hvað þeim líkaði eða ekki í því umhverfi sem þau komu frá. Ef það er ekki gert. Eins og sagan veit að var ekki vel séð. Þá á það til að kosta ansi mikið á tilfinningalega skalanum í sumum fjölskyldunum sem koma frá svo allt öðrum tímum og viðhorfum. Það virtist ekki mega koma með skoðun, skilgreiningu og niðurstöðu um það sem þyrfti að breyta á leið til meiri þroska og mannúðar. Gegnsæi á atriðin eru mikilvæg. Þegar fordómar og sár setja mikilvæg lífsferli í lás á tímum sem enginn skildi langtíma aðskilnað, vanrækslu eða áhrif áhrif slæmra orða á mannverur í ótal ár og það án vitna. Það er þá tvennskonar þjófnaður úr tilveru mannverunnar. Það að séð væri um að engin vitni væru að slíku, skapaði þá fullkomnar kringumstæður til að lítillækka tilveru þeirrar mannveru, með skáldskap við aðra um þann einstakling. Þá er mikið af fornum, þögguðum, menguðum erfiðum tilfinningum á leið niður til næstu kynslóða. Atriði sem birtast þá auðvitað á mismunandi hátt í mismunandi einstaklingum. En ef þessir hlutir fá að verða hluti af umræðunni, þá er meiri von um nýjan og hollari veruleika um ferð unga fólksins í lífi sínu frá að hreinsa losa kerfin við eitthvað af því sem situr í kerfunum. Þegar einmenningarþjóðin mátti í raun ekki gagnrýna það sem trúarbrögðin héldu fram, eða stjórnvöldin sem vildu halda þjóðinni í þröngum veruleika-ramma. Veruleika ramma sem ég sé að hefur ekki horfið algerlega, en mun minnka nú þegar þjóðin og unga fólkið eru að fá að segja sögur sínar af allskonar erfiðri reynslu. Fyrir mjög marga af kynslóðinni sem fæddist um miðja síðustu öld, og auðvitað ótal aðra sem voru foreldrar þeirrar kynslóðar. Þá er það ansi löng bið að fá ekki staðfestingu á því að reynsla þeirra gufaði ekki upp si svona fyrr en á sjötugs eða áttræðisaldri. Grimm orð sem sögð voru frá fordómum og þröngsýni hafa um aldir haft langtíma erfiðar afleiðingar höfnunar og sára. Af því að eins og viðhorfin voru þá, að engin viðurkenning, skilningur eða innsæi um slíkt var í gangi, nema kannski í fáum þroskuðum einstaklingum.Það er auðvitað mikill léttir og frelsun í og fyrir þau sem hafa lifað með slíkt um borð í sér. Bækur Peter A Levine væru mjög gagnlegur og góður lestur af því að hann fer í svo mörg atriði um að heila, eða snúa við afleiðingum þess sem einstaklingar hafa upplifað. Thomas Hubl er sá sem sagði þau orð að erfiðar tilfinningar fari framhjá heilanum og beint inn í taugakerfin þar sem þær sitji og fari svo líka niður kynslóðirnar. Ef og þegar foreldrar hafa ekki fengið að lifa sínu eigin planaða lífi, þá verða samtölin mest yfirborðskennd. Slíkar samræður sýna ekki viðkomandi einstakling í einlægni þess sem hann eða hún eru og hafa reynt. Það þýðir þá að orka slíks veikir tengingar við afkomendur eða hreinlega enda þær algerlega. Slíkt getur virkað sem frelsun, og eða einnig verið sársaukafullt í söknuði yfir skortinum á þráðum tengingum. Sem sendir þá hina óunnu reynslu niður næstu kynslóðir. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Mynd af þolendum sem höfðu ekki val Setjum okkur í spor kvenna fyrr á tímum, og þegar þjóðin bjó í torfhýsum. Það voru engar getnaðar varnir í boði. Karlveldið allsráðandi heima og að heiman. Sem af þeim sem stjórnuðu í stjórnmálum sem trúarbrögðum. Viðhorfin voru grimm að okkar mati í dag sem myndum ekki vilja lifa við þá hugsun sem stýrði svo miklu. Hugsa sér konur sem urðu að vera þolendur of frekrar kynlífsfíknar eiginmanns sem þær sáu sig ekki getað neitað um aðgang að líkama sínum. Kannski voru sumir tillitssamari en aðrir. Og sumar konur kannski ekki eins svaka miklar barneignamaskínur heldur. Þess vegna ekki alveg eins oft barnshafandi og aðrar. Það var ung kona sem var ein af ótal systkinum sem foreldrar urðu að senda í ótal áttir, vegna eigin fjárhagslegrar fátæktar. Ein þeirra fór í vinnu hinum megin á landinu sem orgelleikari, af því að hún hafði lært að spila á orgel. Þar hitti hún svo mann. Þau urðu ástfangin af hvert öðru. Þau voru fædd á árum sem byrjuðu með tölunni átján hundruð. Þau voru það heppin, að hafa bæði fag til að vinna við, og sjá sér farborða frá. Það athyglisverða varð að þau eignuðust bara fimm börn. Þegar hún kom frá þessum stóra fjölmenna systkinahóp sem höfðu ekki fengið að vera saman vegna fátæktar foreldra. Sú staðreynd að börnin urðu bara fimm, sýnir að þau hugsuðu um og þekktu lögmál orsaka og afleiðinga kynmaka. Svo að hann sýndi henni greinilega þá tillitssemi sem kæmi í veg fyrir að þau hlæðu of mörgum börnum niður. Skoðun á þeim kringumstæðum seinna, sýndi að það að verða móðir, var ekki hátt á óskalistanum í henni. Sem var skiljanlegt við að koma frá slíkum bakgrunni. Hugur og hjörtu voru meira með systkinum sem höfðu ekki fengið að vera í lífi hvers annars. Svo að þegar þeirra eigin börn voru komin af höndum, og þau fluttu til borgarinnar fór öll þörf hennar í að hitta systkinin sín. En áhuginn lítill fyrir eigin afkomendum. Hin týndu systkini hennar skiptu öllu máli og hann eiginmaðurinn var með henni í að sinna því. Þarna var komið nokkurt magn af ýmsum tilfinningum sem ekki var algengt að væru tjáð. Svo að þau ótjáðu atriði fortíðarinnar, sátu og voru þar inni í þeim alla ævi. Það þýddi ekki að þau myndu hverfa við fráfall þeirra. Þau lúrðu í taugakerfunum, og fóru á hina ýmsa vegu í börnin þeirra, og niður næstu kynslóðir á einhvern hátt í einhverju formi. Veruleiki í leyni sem enginn skildi eða vissi, né myndi þjóðin hafa viljað ljá þeim fræðum eyra, né hugsa um á þeim tímum. Í næstu kynslóð, kynslóð barna, og svo meira barnabarna þeirra, birtust allskonar dæmi um hin ótjáðu ósýnilegu atriði niðurflæðis frá fortíðinni. Og stíft íhald í Goðsagnir sem standast ekki veruleikann. Innvírað sjálf virði var sjaldan í þessum fyrri kynslóðum og er því miður ekki heldur nógu oft í konum í dag Það sem prestar sögðu þjóðinni um að allar mannverur hefðu virði, reyndist oftast meira í orði en á borði, á tímum karlveldis. Karlhormónar gerðu þeim auðveldara með að telja sig vera fulla af því virði. En ef við skoðum sumt í hegðun þeirra í dag. Þá er það í raun oft frá öryggisleysi sem þeir þora ekki að viðurkenna fyrir sjálfum sér, hvað þá öðrum, eða konum. Þegar í konum reyndist og reynist dæmið, í raun enn allt annað. Með karlkyn er slæma hegðunin þegar og ef þeir hafa ekki fengið gott uppeldi. Og stelpur frekar þolendur er þær eru ekki víraðar fyrir sjálfsstyrk frá upphafi tilveru sinnar. Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en eftir að koma til Ástralíu, fara á námskeið til að finna sjálfa mig, hreinsa orkuhjúpana til að finna hver ég væri annað en það sem ég upplifði mig vera séða heima. Svo að sjá og heyra endalausar sögur af konum sem voru drepnar af mökum sínum. Þá skildi ég og skynjaði það að þessi skortur á virði sínu á það til að afvegaleiða okkur í sambönd sem eru ekki byggð á dýpt verðmætamats okkar, en því miður kynhvöt og útliti, og svo óttinn við að ganga ekki út. Ef það virði byggist ekki í mannverum og hér meina ég það meira fyrir konur, frá ást og uppbyggingu frá foreldrum frá fyrsta degi. Þá er ekki líklegt að það verði til staðar fyrir lífsbaráttuna seinna. Þá verður maður að hefja þá vinnu fyrir sig í sér og það tekur sinn tíma. Til dæmis er gagnlegt að hefja þá vinnu gegn meðvirkni. „Co-dependency“. Sú vinna leiðir til þess að átta sig á eigin eiginleikum, kostum göllum, verðgildum og viðhorfum. Engin af þeim fræðum sem eru föl núna í formi bóka og námskeiða til að læra um okkur sjálf sem mannverur, voru til eða í boði á Íslandi. En konum endalaust innrætt að það væri dyggð að vera undirgefin eiginmanninum í öllu. Slík viðhorf hafa gert mannkyni meira tjón en gagn þegar vel sé skoðað. Börn þessara hjóna sýndu og upplifðu litríka blöndu af ýmsu. Atriði af ýmsu tagi sem ekki verður farið í hér. Af því að hér er verið að tala um mikilvægi þess að mannverur tjái sig upphátt á ýmsa vegu um hvað þeim líkaði eða ekki í því umhverfi sem þau komu frá. Ef það er ekki gert. Eins og sagan veit að var ekki vel séð. Þá á það til að kosta ansi mikið á tilfinningalega skalanum í sumum fjölskyldunum sem koma frá svo allt öðrum tímum og viðhorfum. Það virtist ekki mega koma með skoðun, skilgreiningu og niðurstöðu um það sem þyrfti að breyta á leið til meiri þroska og mannúðar. Gegnsæi á atriðin eru mikilvæg. Þegar fordómar og sár setja mikilvæg lífsferli í lás á tímum sem enginn skildi langtíma aðskilnað, vanrækslu eða áhrif áhrif slæmra orða á mannverur í ótal ár og það án vitna. Það er þá tvennskonar þjófnaður úr tilveru mannverunnar. Það að séð væri um að engin vitni væru að slíku, skapaði þá fullkomnar kringumstæður til að lítillækka tilveru þeirrar mannveru, með skáldskap við aðra um þann einstakling. Þá er mikið af fornum, þögguðum, menguðum erfiðum tilfinningum á leið niður til næstu kynslóða. Atriði sem birtast þá auðvitað á mismunandi hátt í mismunandi einstaklingum. En ef þessir hlutir fá að verða hluti af umræðunni, þá er meiri von um nýjan og hollari veruleika um ferð unga fólksins í lífi sínu frá að hreinsa losa kerfin við eitthvað af því sem situr í kerfunum. Þegar einmenningarþjóðin mátti í raun ekki gagnrýna það sem trúarbrögðin héldu fram, eða stjórnvöldin sem vildu halda þjóðinni í þröngum veruleika-ramma. Veruleika ramma sem ég sé að hefur ekki horfið algerlega, en mun minnka nú þegar þjóðin og unga fólkið eru að fá að segja sögur sínar af allskonar erfiðri reynslu. Fyrir mjög marga af kynslóðinni sem fæddist um miðja síðustu öld, og auðvitað ótal aðra sem voru foreldrar þeirrar kynslóðar. Þá er það ansi löng bið að fá ekki staðfestingu á því að reynsla þeirra gufaði ekki upp si svona fyrr en á sjötugs eða áttræðisaldri. Grimm orð sem sögð voru frá fordómum og þröngsýni hafa um aldir haft langtíma erfiðar afleiðingar höfnunar og sára. Af því að eins og viðhorfin voru þá, að engin viðurkenning, skilningur eða innsæi um slíkt var í gangi, nema kannski í fáum þroskuðum einstaklingum.Það er auðvitað mikill léttir og frelsun í og fyrir þau sem hafa lifað með slíkt um borð í sér. Bækur Peter A Levine væru mjög gagnlegur og góður lestur af því að hann fer í svo mörg atriði um að heila, eða snúa við afleiðingum þess sem einstaklingar hafa upplifað. Thomas Hubl er sá sem sagði þau orð að erfiðar tilfinningar fari framhjá heilanum og beint inn í taugakerfin þar sem þær sitji og fari svo líka niður kynslóðirnar. Ef og þegar foreldrar hafa ekki fengið að lifa sínu eigin planaða lífi, þá verða samtölin mest yfirborðskennd. Slíkar samræður sýna ekki viðkomandi einstakling í einlægni þess sem hann eða hún eru og hafa reynt. Það þýðir þá að orka slíks veikir tengingar við afkomendur eða hreinlega enda þær algerlega. Slíkt getur virkað sem frelsun, og eða einnig verið sársaukafullt í söknuði yfir skortinum á þráðum tengingum. Sem sendir þá hina óunnu reynslu niður næstu kynslóðir. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun