Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 08:56 Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré. Reykjavíkurborg Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. Reykjavíkurborg annars vegar og Samgöngustofa og Isavia hins vegar hafa þrætt um örlög þúsunda trjáa í Öskuhlíð sem síðarnefndu stofnanirnar segja að verði að fella til þess að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar um nokkurt skeið. Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, fyrir helgi að loki skyldi annarri tveggja flugbrauta sem allra fyrst vegna þess að borgin hefði ekki fellt trén sem um ræðir. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, furðaði sig á þeirri skipun á föstudag sem hefði verið gefin án þess að borgin fengi tækifæri til þess að eiga samtal við Samgöngustofu áður. Borgin hefði ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella tré umfram þau sem hefðu farið upp fyrir lögbundinn hindrunarflöt alþjóðaflugreglna. Borgin hefði þegar fellt öll þau tré en síðar hefði komið í ljós að nýjar hæðarmælingar á trjánum hefði skort. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré. Sagði Einar borgina tilbúna að gera það undir eins. „En þeirra krafa er að fella 1.400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ sagði Einar sem taldi engan rökstuðning liggja fyrir nauðsyn þess að högga svo mörg tré. Ekki skilað fullnægjandi árangri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að ISAVIA og Reykjavíkurborg hafi átt í samráði um langt skeið og að Einar núverandi borgarstjóri hafi fengið minnisblað í júlí 2023 þar sem lýst hafi verið áhyggjum af öryggisógn sem stafi af trjánum. Töluverð samskipti hafi átt sér stað síðan. „Svo málið ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í svarinu. Þrátt fyrir vilja og eftirfylgni hafi samráðið ekki skilað fullnægjandi árangri. Reykjavíkurborg sagði sumarið 2023 að hún hefði fengið kröfu frá ISAVIA um að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld í Öskjuhlíð, um þriðjungur skógarins þar, en til vara 1.200 hæstu trén. Á sama tíma sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innalandsflugvalla hjá ISAVIA, að borgin hefði ár til þess að fella trén. Skipunin byggð á mati ISAVIA sjálfs Samgöngustofa hafi byggt skipun sína um lokun flugbrautanna í síðustu viku á mati ISAVIA sem beri ábyrgð á að vakta umhverfi flugvallarins. Hlutverk Samgöngustofu sé að sjá til þess að farið sé eftir skipulagsreglum flugvallarins sem voru settar til að tryggja flugöryggi árið 2009. Samkvæmt þeim megi ekkert vera í vegi að- og brottflugs af flugvellinum. Ástæða þess að gerð sé krafa um að trén verði felld nú sé sú að þau hafi vaxið upp í einn svokallaðan hindrunarflöt. „Með öðrum orðum, þá eru sum trén á ákveðnu svæði orðin hættulega stór gagnvart flugtaki og lendingu á flugbraut 31/13. Við því þarf að bregðast,“ segir í svarinu. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Reykjavíkurborg annars vegar og Samgöngustofa og Isavia hins vegar hafa þrætt um örlög þúsunda trjáa í Öskuhlíð sem síðarnefndu stofnanirnar segja að verði að fella til þess að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar um nokkurt skeið. Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, fyrir helgi að loki skyldi annarri tveggja flugbrauta sem allra fyrst vegna þess að borgin hefði ekki fellt trén sem um ræðir. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, furðaði sig á þeirri skipun á föstudag sem hefði verið gefin án þess að borgin fengi tækifæri til þess að eiga samtal við Samgöngustofu áður. Borgin hefði ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella tré umfram þau sem hefðu farið upp fyrir lögbundinn hindrunarflöt alþjóðaflugreglna. Borgin hefði þegar fellt öll þau tré en síðar hefði komið í ljós að nýjar hæðarmælingar á trjánum hefði skort. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré. Sagði Einar borgina tilbúna að gera það undir eins. „En þeirra krafa er að fella 1.400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ sagði Einar sem taldi engan rökstuðning liggja fyrir nauðsyn þess að högga svo mörg tré. Ekki skilað fullnægjandi árangri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að ISAVIA og Reykjavíkurborg hafi átt í samráði um langt skeið og að Einar núverandi borgarstjóri hafi fengið minnisblað í júlí 2023 þar sem lýst hafi verið áhyggjum af öryggisógn sem stafi af trjánum. Töluverð samskipti hafi átt sér stað síðan. „Svo málið ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í svarinu. Þrátt fyrir vilja og eftirfylgni hafi samráðið ekki skilað fullnægjandi árangri. Reykjavíkurborg sagði sumarið 2023 að hún hefði fengið kröfu frá ISAVIA um að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld í Öskjuhlíð, um þriðjungur skógarins þar, en til vara 1.200 hæstu trén. Á sama tíma sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innalandsflugvalla hjá ISAVIA, að borgin hefði ár til þess að fella trén. Skipunin byggð á mati ISAVIA sjálfs Samgöngustofa hafi byggt skipun sína um lokun flugbrautanna í síðustu viku á mati ISAVIA sem beri ábyrgð á að vakta umhverfi flugvallarins. Hlutverk Samgöngustofu sé að sjá til þess að farið sé eftir skipulagsreglum flugvallarins sem voru settar til að tryggja flugöryggi árið 2009. Samkvæmt þeim megi ekkert vera í vegi að- og brottflugs af flugvellinum. Ástæða þess að gerð sé krafa um að trén verði felld nú sé sú að þau hafi vaxið upp í einn svokallaðan hindrunarflöt. „Með öðrum orðum, þá eru sum trén á ákveðnu svæði orðin hættulega stór gagnvart flugtaki og lendingu á flugbraut 31/13. Við því þarf að bregðast,“ segir í svarinu.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira