Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 11:26 Dómarar hafa sent inn kæru til KKÍ vegna hrópa sem heyrðust frá áhorfendum í leik KFG og Breiðabliks á laugardag. Skjáskot/veo Í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KFG eru rasísk ummæli stuðningsmanns liðsins fordæmd, og harmað að þau skuli skyggja á starf félagsins. Eins og fram kom í morgun var dómari í leik KFG gegn Breiðabliki, í 1. deild karla í Garðabæ á laugardag, beittur kynþáttaníði. Heyra má á upptöku þegar áhorfandi kallar: „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Dómarar leiksins, þeir Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan, hafa nú lagt fram kæru samkvæmt frétt mbl.is og beinist kæran að KFG, Knattspyrnufélagi Garðabæjar, sem umsjónaraðila leiksins. Í yfirlýsingunni frá körfuknattleiksdeild KFG segir meðal annars: „Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins.“ „Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu,“ og eru dómarar leiksins beðnir afsökunar. Málið er nú komið inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands og má búast við að aganefnd sambandsins skeri úr um það hverjar afleiðingar þess verða fyrir KFG. Yfirlýsing frá KFG Síðastliðinn laugardag mættust grannliðin KFG og Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var hin besta skemmtun, mikill hraði og vel tekist á innan vallar. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins. Rasísku ummæli stuðningsmanns KFG hafa skyggt á umræðuna eftir leikinn og þá gleði sem fylgdi ágætis frammistöðu liðsins innan vallar. Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Við biðjum dómara leiksins, þá Federick Alfred U Capellan og Einar Val Gunnarsson afsökunar fyrir hönd félagsins. Fyrir hönd KFGSnorri Örn Arnaldsson, formaður kkd. KFGSindri Rósenkranz Sævarsson, formaður aðalstjórnar KFG Körfubolti Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Eins og fram kom í morgun var dómari í leik KFG gegn Breiðabliki, í 1. deild karla í Garðabæ á laugardag, beittur kynþáttaníði. Heyra má á upptöku þegar áhorfandi kallar: „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Dómarar leiksins, þeir Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan, hafa nú lagt fram kæru samkvæmt frétt mbl.is og beinist kæran að KFG, Knattspyrnufélagi Garðabæjar, sem umsjónaraðila leiksins. Í yfirlýsingunni frá körfuknattleiksdeild KFG segir meðal annars: „Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins.“ „Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu,“ og eru dómarar leiksins beðnir afsökunar. Málið er nú komið inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands og má búast við að aganefnd sambandsins skeri úr um það hverjar afleiðingar þess verða fyrir KFG. Yfirlýsing frá KFG Síðastliðinn laugardag mættust grannliðin KFG og Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var hin besta skemmtun, mikill hraði og vel tekist á innan vallar. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins. Rasísku ummæli stuðningsmanns KFG hafa skyggt á umræðuna eftir leikinn og þá gleði sem fylgdi ágætis frammistöðu liðsins innan vallar. Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Við biðjum dómara leiksins, þá Federick Alfred U Capellan og Einar Val Gunnarsson afsökunar fyrir hönd félagsins. Fyrir hönd KFGSnorri Örn Arnaldsson, formaður kkd. KFGSindri Rósenkranz Sævarsson, formaður aðalstjórnar KFG
Körfubolti Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira