Lífið

Dóttir Ernu Mistar og Þor­leifs Arnar fædd

Lovísa Arnardóttir skrifar
Erna Mist og Þorleifur Örn hafa nú eignast sitt fyrsta barn.
Erna Mist og Þorleifur Örn hafa nú eignast sitt fyrsta barn.

Dóttir Ernu Mistar Yamagata listakonu og Þorleifs Arnar Arnarssonar er nú fædd. Parið greinir frá því á Instagram í dag. „Bjóðum þessa fögru dömu velkomna í heiminn,“ segir Þorleifur við færsluna.

Greint var frá því að Erna Mist og Þorleifur Örn væru nýtt par í upphafi síðasta ár. Tuttugu ára aldursmunur þeirra vakti athygli, hann er fæddur 1978 og hún 1998. Fjallað var svo um tilvonandi barneign þeirra síðasta sumar. Parið keypti sér svo nýja íbúð í nóvember á síðasta ári í Vesturbæ Reykjavíkur.

Erna Mist hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir málverk sín undanfarin ár. Þá hafa pistlaskrif hennar hér á Vísi sömuleiðis vakið athygli.

Þorleifur Örn hefur verið einn fremsti leikstjóri Íslands undanfarin áratug og hlotið mikið lof fyrir sýningar sínar hérlendis, í Þýskalandi og víðar. Nýjasta sýning hans, Edda, var jólasýning Þjóðleikhússins á síðasta ári en þar áður hefur hann sett upp sýningar á borð við Rómeo og Júlíu, Guð blessi Ísland og Njálu.


Tengdar fréttir

Þorleifur Örn og Erna Mist nýtt par

Þor­leif­ur Örn Arn­ars­son, leik­stjóri og Erna Mist Yama­gata, myndlistar­kona og pistla­höf­und­ur, eru nýtt par.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.