Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 07:08 Menn hafa töluverðar áhyggjur af því að Trump sé full alvara í því að „eignast“ Grænland. Getty Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddi við Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í 45 mínútur á miðvikudag og sagði meðal annars að framtíð Grænlands væri í höndum Grænlendinga. Trump hefur valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku, á Grænlandi og raunar víðar með yfirlýsingum um að hann vilji kaupa Grænland og það sé nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að ná þar yfirráðum. Skýrendur í Danmörku segja lengd símtalsins milli Frederiksen og Trump gefa til kynna að ekki sé aðeins um innihaldslaust orðagjálfur að ræða. Frederiksen er sögð hafa tjáð Trump að Danir séu reiðubúnir til að axla aukna ábyrgð í öryggismálum á norðurslóðum. Þá ítrekaði hún yfirlýsingar forsætisráðherra Grænlands, Mute Egede, að Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar hafa gefið til kynna að þeir hyggist ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næstu misserum og stjórnvöld í Danmörku sagst munu virða niðurstöðuna. Egede hefur sagt að yfirvöld á Grænlandi séu reiðubúin til að eiga samtal við stjórnvöld vestanhafs en Frederiksen hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna yfirlýsinga um að framtíð Grænlands sé alfarið í höndum Grænlendinga, líkt og Danir eigi engra hagsmuna að gæta. Frederiksen er einnig sögð hafa rætt við Trump um framlag danskra fyrirtækja til efnahgsmála í Bandaríkjunum en fyrirtækin eru sögð nokkuð uggandi eftir að Trump hótaði aukinni skattlagningu ef Danir létu Grænland ekki af hendi. Forsætisráðherrann hugðist funda með forsvarsmönnum nokkurra stórfyrirtækja í gær, meðal annars bjórrisans Carlsberg og Novo Nordisk, framleiðanda þyngdarstjórnunarlyfja sem njóta gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Trump hefur valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku, á Grænlandi og raunar víðar með yfirlýsingum um að hann vilji kaupa Grænland og það sé nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að ná þar yfirráðum. Skýrendur í Danmörku segja lengd símtalsins milli Frederiksen og Trump gefa til kynna að ekki sé aðeins um innihaldslaust orðagjálfur að ræða. Frederiksen er sögð hafa tjáð Trump að Danir séu reiðubúnir til að axla aukna ábyrgð í öryggismálum á norðurslóðum. Þá ítrekaði hún yfirlýsingar forsætisráðherra Grænlands, Mute Egede, að Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar hafa gefið til kynna að þeir hyggist ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næstu misserum og stjórnvöld í Danmörku sagst munu virða niðurstöðuna. Egede hefur sagt að yfirvöld á Grænlandi séu reiðubúin til að eiga samtal við stjórnvöld vestanhafs en Frederiksen hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna yfirlýsinga um að framtíð Grænlands sé alfarið í höndum Grænlendinga, líkt og Danir eigi engra hagsmuna að gæta. Frederiksen er einnig sögð hafa rætt við Trump um framlag danskra fyrirtækja til efnahgsmála í Bandaríkjunum en fyrirtækin eru sögð nokkuð uggandi eftir að Trump hótaði aukinni skattlagningu ef Danir létu Grænland ekki af hendi. Forsætisráðherrann hugðist funda með forsvarsmönnum nokkurra stórfyrirtækja í gær, meðal annars bjórrisans Carlsberg og Novo Nordisk, framleiðanda þyngdarstjórnunarlyfja sem njóta gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent