Innlent

Þórður Snær verður fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sam­fylkingarinnar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Þórður Snær var kjörinn á þing í nýafstöðnum alþingiskosningum en mun formlega segja af sér þingmennsku þegar þing kemur saman 4. febrúar næstkomandi.
Þórður Snær var kjörinn á þing í nýafstöðnum alþingiskosningum en mun formlega segja af sér þingmennsku þegar þing kemur saman 4. febrúar næstkomandi. Vísir/Einar

Þórður Snær Júlíusson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Hann mun formlega taka við stöðunni þegar þing kemur saman 4. febrúar næstkomandi.

Þórður greindi sjálfur frá þessu í færslu á Facebook.

Hann kveðst hlakka mjög til að hjálpa við að breyta samfélaginu til hins betra með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og frábærum hópi þingmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×