Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar 20. janúar 2025 07:02 Á undirstöðu Frelsisstyttunnar í New York er málmplata með sonnettu eftir Emmu Lazarus (1849–1887). Hún var ort árið 1883 þegar skáldkonan safnaði fé til að smíða fótstall undir þessa risastyttu sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum. Í þá daga trúðu margir því að Bandaríkin væru athvarf og von þeirra ofsóttu. Ég sá ljóðið þarna eitt hundrað árum síðar þegar ég fór með báti frá Manhattan til Liberty Island. Þá eimdi, að ég held, enn eftir af þessari trú. Mér varð hugsað til þessa ljóðs eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember og reyndi þá að snúa því á íslensku. NÝJA RISASTYTTAN Hann fornar þjóðir minnti á sinn mátt og málmsins þótta, risi í grískri höfn, en hér við elfar ós hjá saltri dröfn mun ólík honum kona er reisir hátt þann lampa sem af elding funa fær og fagnar mildum augum hverjum þeim sem undan kúgun leitar hingað heim, því hrakta fólki og þreytta móðir kær. Af vörum hennar heyrist þögult óp: „Þótt hafið áfram fornu tignarlönd allt prjál og tilgerð hérna gefast grið og flóttamanna mergð í stórum hóp þið megið senda vestur hér að strönd. Ég lyfti kyndli á loft við gullin hlið.“ Í fyrstu línunum er Frelsisstyttan borin saman við eldri risastyttu sem var reist á grísku eynni Ródos á þriðju öld f. Kr. og var á sínum tíma eitt af sjö undrum veraldar. Risinn á Ródos var að einhverju leyti fyrirmynd Frelsistyttunnar. Að kyndillin geymi eldingu vísar væntanlega til þess að í honum er rafmagnsljós sem var nýlunda þegar ljóðið var ort. Ég vona að sonnetta Emmu Lazarus gleymist ekki á okkar undarlegu tímum heldur haldi áfram að snerta fólk og hreyfa við því. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Harðarson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á undirstöðu Frelsisstyttunnar í New York er málmplata með sonnettu eftir Emmu Lazarus (1849–1887). Hún var ort árið 1883 þegar skáldkonan safnaði fé til að smíða fótstall undir þessa risastyttu sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum. Í þá daga trúðu margir því að Bandaríkin væru athvarf og von þeirra ofsóttu. Ég sá ljóðið þarna eitt hundrað árum síðar þegar ég fór með báti frá Manhattan til Liberty Island. Þá eimdi, að ég held, enn eftir af þessari trú. Mér varð hugsað til þessa ljóðs eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember og reyndi þá að snúa því á íslensku. NÝJA RISASTYTTAN Hann fornar þjóðir minnti á sinn mátt og málmsins þótta, risi í grískri höfn, en hér við elfar ós hjá saltri dröfn mun ólík honum kona er reisir hátt þann lampa sem af elding funa fær og fagnar mildum augum hverjum þeim sem undan kúgun leitar hingað heim, því hrakta fólki og þreytta móðir kær. Af vörum hennar heyrist þögult óp: „Þótt hafið áfram fornu tignarlönd allt prjál og tilgerð hérna gefast grið og flóttamanna mergð í stórum hóp þið megið senda vestur hér að strönd. Ég lyfti kyndli á loft við gullin hlið.“ Í fyrstu línunum er Frelsisstyttan borin saman við eldri risastyttu sem var reist á grísku eynni Ródos á þriðju öld f. Kr. og var á sínum tíma eitt af sjö undrum veraldar. Risinn á Ródos var að einhverju leyti fyrirmynd Frelsistyttunnar. Að kyndillin geymi eldingu vísar væntanlega til þess að í honum er rafmagnsljós sem var nýlunda þegar ljóðið var ort. Ég vona að sonnetta Emmu Lazarus gleymist ekki á okkar undarlegu tímum heldur haldi áfram að snerta fólk og hreyfa við því. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun