Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 21. janúar 2025 10:31 Ein af ástæðunum fyrir því að við lærum að synda er að hafa færnina til að bjarga okkur ef við lendum í vandræðum í vatni og er ein af mikilvægustu drukknunarforvörnum sem við höfum. Það gerir okkur, sem elskum að fara í sund, að mikilvægum hluta öryggismenningar á sund – og baðstöðum í landinu. Þegar við förum í sund gerum við það alltaf á eigin ábyrgð, sem framlengist ef við erum með börn með okkur. Ábyrgð okkar snýst um að við treystum okkur til að vera í vatni, að dagsformið okkar sé gott, vera vel nærð, vera meðvituð um að vatn, hiti og kuldi geti haft áhrif á undirliggjandi sjúkdóma eða kvilla. Einnig þýðir það að við treystum okkur til að bera ábyrgð á börnum í sundi og að tryggja að þau séu með nauðsynlegan öryggisbúnað eins og kúta. Annar mikilvægur hluti af öryggismenningu sund – og baðstaða er starfsfólk þeirra. Allt starfsfólk sund – og baðstaða, allsstaðar á landinu, fer árlega í gegnum sérstaka þjálfun í öryggi, skyndihjálp og björgun í vatni. Auk þess sem laugarverðir þreyta árlega hæfnismat í björgun úr vatni til að hafa réttindi til að starfa sem slíkur og viðhalda réttindum sínum. Námskeiðin í Öryggi og björgun, sem eru haldin af Rauða krossinum, tryggja að allt starfsfólk hafi þekkingu og hæfni í starfi sínu til að bregðast við neyðartilfellum, auk þess sem laugarverðir hafi sérstaka þekkingu og hæfni í hlutverki, skyldum og ábyrgð sem laugarvörður. Frumskylda laugarvarða í starfi er að tryggja öryggi gesta á vaktinni sinni. Laugarverðir sinna þessari frumskyldu sinni með eftirliti og skönnun á sínu svæði, tryggja slysavarnir, hafa þekkingu á lögum, reglugerðum og öryggisreglum. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir til að bregðast við neyðartilfellum, taka stjórn á aðstæðum og veita skyndihjálp. Laugarverðir gegna lykilhlutverki sem viðbragðsaðilar fyrir okkur sem njótum þess að fara í sund. Þeir bregðast hratt og fagmannlega við ef óvænt atvik, svo sem veikindi, slys eða hætta á drukknun, kemur upp á meðan við erum í lauginni. Ef einstaklingur lendir í vandræðum í vatni, bera laugarverðir kennsl á aðstæður, virkja neyðaráætlun, bjarga viðkomandi upp úr vatninu og tryggja að hann fái örugga aðhlynningu á laugarbakkanum. Ef þörf krefur hefja þeir endurlífgun til að bjarga lífi. Með öflugu samstarfi okkar allra í öryggismenningu á sund – og baðstöðum getum við komið í veg fyrir alvarleg atvik eins og drukknun í laugum. Rauði krossinn er aðili að norrænum og alþjóðlegum samtökum í öryggi og björgun í laugum og vötnum og tryggir að unnið sé samkvæmt nýjustu aðferðum hverju sinni. 350 nýir laugarverðir kláruðu grunnþjálfun Rauða krossins í Öryggi og björgun árið 2024 auk þess sem 1.295 einstaklingar stóðust hæfnismat í björgun og vatni. Höfundur er teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Ein af ástæðunum fyrir því að við lærum að synda er að hafa færnina til að bjarga okkur ef við lendum í vandræðum í vatni og er ein af mikilvægustu drukknunarforvörnum sem við höfum. Það gerir okkur, sem elskum að fara í sund, að mikilvægum hluta öryggismenningar á sund – og baðstöðum í landinu. Þegar við förum í sund gerum við það alltaf á eigin ábyrgð, sem framlengist ef við erum með börn með okkur. Ábyrgð okkar snýst um að við treystum okkur til að vera í vatni, að dagsformið okkar sé gott, vera vel nærð, vera meðvituð um að vatn, hiti og kuldi geti haft áhrif á undirliggjandi sjúkdóma eða kvilla. Einnig þýðir það að við treystum okkur til að bera ábyrgð á börnum í sundi og að tryggja að þau séu með nauðsynlegan öryggisbúnað eins og kúta. Annar mikilvægur hluti af öryggismenningu sund – og baðstaða er starfsfólk þeirra. Allt starfsfólk sund – og baðstaða, allsstaðar á landinu, fer árlega í gegnum sérstaka þjálfun í öryggi, skyndihjálp og björgun í vatni. Auk þess sem laugarverðir þreyta árlega hæfnismat í björgun úr vatni til að hafa réttindi til að starfa sem slíkur og viðhalda réttindum sínum. Námskeiðin í Öryggi og björgun, sem eru haldin af Rauða krossinum, tryggja að allt starfsfólk hafi þekkingu og hæfni í starfi sínu til að bregðast við neyðartilfellum, auk þess sem laugarverðir hafi sérstaka þekkingu og hæfni í hlutverki, skyldum og ábyrgð sem laugarvörður. Frumskylda laugarvarða í starfi er að tryggja öryggi gesta á vaktinni sinni. Laugarverðir sinna þessari frumskyldu sinni með eftirliti og skönnun á sínu svæði, tryggja slysavarnir, hafa þekkingu á lögum, reglugerðum og öryggisreglum. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir til að bregðast við neyðartilfellum, taka stjórn á aðstæðum og veita skyndihjálp. Laugarverðir gegna lykilhlutverki sem viðbragðsaðilar fyrir okkur sem njótum þess að fara í sund. Þeir bregðast hratt og fagmannlega við ef óvænt atvik, svo sem veikindi, slys eða hætta á drukknun, kemur upp á meðan við erum í lauginni. Ef einstaklingur lendir í vandræðum í vatni, bera laugarverðir kennsl á aðstæður, virkja neyðaráætlun, bjarga viðkomandi upp úr vatninu og tryggja að hann fái örugga aðhlynningu á laugarbakkanum. Ef þörf krefur hefja þeir endurlífgun til að bjarga lífi. Með öflugu samstarfi okkar allra í öryggismenningu á sund – og baðstöðum getum við komið í veg fyrir alvarleg atvik eins og drukknun í laugum. Rauði krossinn er aðili að norrænum og alþjóðlegum samtökum í öryggi og björgun í laugum og vötnum og tryggir að unnið sé samkvæmt nýjustu aðferðum hverju sinni. 350 nýir laugarverðir kláruðu grunnþjálfun Rauða krossins í Öryggi og björgun árið 2024 auk þess sem 1.295 einstaklingar stóðust hæfnismat í björgun og vatni. Höfundur er teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun