Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. janúar 2025 07:01 Foreldrar um sextíu barna á Maríuborg lýsa yfir mikilli óánægju með leikskólastjórann. Reykjavíkurborg Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að auk kröfu um brottrekstur leikskólastjórans sé þess farið á leit að borgin skoði mál tengd leikskólastjóranum sem upp hafi komið. Leikskólastjórinn hafi verið ráðinn í fast starf frá og með upphafi síðasta árs, en kvartanir yfir framferði hans hafi komið fram frá haustinu 2023. Þær kvartanir, sem snúið hafi að „óásættanlegri hegðun, ófaglegum vinnubrögðum og skorti á faglegri forystu“ hafi Austurmiðstöð Reykjavíkur ekki tekið til greina. Telja til fjölda atvika Auk þess að lýsa yfir vantrausti á leikskólastjórann hafi foreldrar látið fylgja með skrá yfir um 30 atvik sem foreldrarnir telji ámælisverð. Þess á meðal er atvik þar sem drengur fannst ekki þegar foreldri hans hafi komið að sækja hann. Eins er nefnt að starfsmaður hafi „látið barn heyra það“, talað hafi verið niður til barna og að þrír starfsmenn hafi verið úti á leikskólalóðinni með 35 börnum. Í eitt skipti hafi leikskólastjórinn hringt í foreldri klukkan rúmlega fjögur síðdegis og sagt að hann væri að leita að syni þess sem búið væri að sækja. Tók drenginn úr leikskólanum Morgunblaðið hefur eftir foreldrum lýsingar á því að börn kvíði því að fara í leikskólann og á óviðeigandi hegðun starfsmanna í garð barnanna. Einn drengur hafi „öskurgrátið“ alla morgna, sér í lagi þegar leikskólastjórinn hafi verið að störfum. Sá hafi lent í barsmíðum af hendi annarra drengja á leikskólanum, sem hafi verið án eftirlits inni á klósetti. Ástæða barsmíðanna hafi verið sú að drengurinn ætti ekki föður. Þegar móðir drengsins hafi kvartað yfir málinu við leikskólastjórann er hann sagður hafa svarað henni með því að drengurinn væri oft lítill í sér því móðir hans hafi verið með krabbamein. Í kjölfarið hafi móðirin tekið drenginn úr leikskólanum og flutt í annað sveitarfélag. Í upprunalegri útgáfu fréttarnir var sagt að leikskólastjórinn hefði verið grunaður um að villa á sér heimildir sem bakvörður í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er ekki rétt og velvirðingar er beðist á þessum leiðu mistökum. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að auk kröfu um brottrekstur leikskólastjórans sé þess farið á leit að borgin skoði mál tengd leikskólastjóranum sem upp hafi komið. Leikskólastjórinn hafi verið ráðinn í fast starf frá og með upphafi síðasta árs, en kvartanir yfir framferði hans hafi komið fram frá haustinu 2023. Þær kvartanir, sem snúið hafi að „óásættanlegri hegðun, ófaglegum vinnubrögðum og skorti á faglegri forystu“ hafi Austurmiðstöð Reykjavíkur ekki tekið til greina. Telja til fjölda atvika Auk þess að lýsa yfir vantrausti á leikskólastjórann hafi foreldrar látið fylgja með skrá yfir um 30 atvik sem foreldrarnir telji ámælisverð. Þess á meðal er atvik þar sem drengur fannst ekki þegar foreldri hans hafi komið að sækja hann. Eins er nefnt að starfsmaður hafi „látið barn heyra það“, talað hafi verið niður til barna og að þrír starfsmenn hafi verið úti á leikskólalóðinni með 35 börnum. Í eitt skipti hafi leikskólastjórinn hringt í foreldri klukkan rúmlega fjögur síðdegis og sagt að hann væri að leita að syni þess sem búið væri að sækja. Tók drenginn úr leikskólanum Morgunblaðið hefur eftir foreldrum lýsingar á því að börn kvíði því að fara í leikskólann og á óviðeigandi hegðun starfsmanna í garð barnanna. Einn drengur hafi „öskurgrátið“ alla morgna, sér í lagi þegar leikskólastjórinn hafi verið að störfum. Sá hafi lent í barsmíðum af hendi annarra drengja á leikskólanum, sem hafi verið án eftirlits inni á klósetti. Ástæða barsmíðanna hafi verið sú að drengurinn ætti ekki föður. Þegar móðir drengsins hafi kvartað yfir málinu við leikskólastjórann er hann sagður hafa svarað henni með því að drengurinn væri oft lítill í sér því móðir hans hafi verið með krabbamein. Í kjölfarið hafi móðirin tekið drenginn úr leikskólanum og flutt í annað sveitarfélag. Í upprunalegri útgáfu fréttarnir var sagt að leikskólastjórinn hefði verið grunaður um að villa á sér heimildir sem bakvörður í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er ekki rétt og velvirðingar er beðist á þessum leiðu mistökum.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira