Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2025 10:17 Fréttmaaður gerir atlögu að því að „splitta G-inu“ í fyrsta sinn undir leiðsögn Rúnars, eiganda Irishman. Vísir/Rúnar Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar. Guinness er eitt rótgrónasta vörumerki heims. Bjórinn, sem er einkennandi dökkur að lit með þykkri froðu, var fyrst bruggaður í Dublin á Írlandi á átjándu öld. Og eftir næstum þrjú hundruð ár á markaði hefur mjöðurinn sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Varað var við Guinness-skorti í Bretlandi um jólin og hér heima hefur salan aukist gríðarlega síðustu tvö ár, í það minnsta hjá höfuðvígi hins írska Guinness-bjórs á Íslandi: Irishman pub. „Ég myndi giska á að hún hafi meira en tvöfaldast, þrefaldast jafnvel, þannig að það er búið að bæta aðeins við plássið sem Guinness-kútarnir taka,“ segir Rúnar Sigurðsson, einn eiganda Irishman. Rúnar segir að síðustu mánuði hafi salan að miklu leyti verið drifin áfram af samfélagsmiðlaæði: „Að splitta G-inu“. „Að splitta G-inu, það er aðalmálið,“ segir Rúnar, sem sýnir fréttamanni réttu handtökin við splittið í innslaginu hér fyrir neðan. Hvaðan kemur þetta eiginlega? Allt snýst þetta um fyrsta sopann sem teygaður er af Guinness, sem iðulega er borinn fram í glösum kirfilega merktum vörumerkinu. Taka skal sopann í nokkrum gúlsopum, þannig að yfirborð bjórsins (ath. ekki froðunnar) nemi við miðju upphafsstafsins, G, á glasinu að sopanum loknum. Yfirborðið skeri semsagt G-ið í tvennt. „Splitti G-inu.“ Uppruni hugtaksins er óljós en hann má að minnsta kosti ekki rekja ýkja langt aftur. Hugtakið var skilgreint í slangurorðabókinni Urban Dictionary árið 2018 og virðist smám saman hafa fest sig í sessi sem drykkjuleikur árin í kringum Covid. Það var svo á nýliðnu ári sem vinsældir hins hárnákvæma gúlsopa náðu hámarki - og auk Íra og Breta reyndumst við Íslendingar einna áhugasamastir þjóða um að splitta G-inu, samkvæmt Google Trends. Þrír „gúllarar“ Þá virðast vinsældirnar hafa vakið þjófseðlið í Íslendingum. Viðvarandi skortur á Guinness-glösum hefur ríkt á börum borgarinnar, að sögn starfsmanna á Irishman. Bargestir stela semsagt glösunum óhikað, að því er virðist til að spreyta sig á splittinu heima fyrir. „Við finnum alveg fyrir því líka en sem betur fer eigum við til alveg nóg af þessu,“ segir Rúnar. Rúnar segir unga sem aldna splitta G-inu á barnum, athöfnin er löngu orðin annað og meira en bara trend á samfélagsmiðlum, og sjálfur er hann í góðri æfingu. En hver er þá lykillinn að hinu fullkomna splitti? „Það eru þrír gúllarar, þrír gúlpar, það ætti að setja þig á nokkuð réttan stað. Svo er þetta bara æfing sko,“ segir Rúnar. Fréttamaður gerði loks atlögu að því að „splitta G-inu“ undir styrkri leiðsögn Rúnars. Afraksturinn má horfa á í innslaginu hér fyrir ofan. Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Guinness er eitt rótgrónasta vörumerki heims. Bjórinn, sem er einkennandi dökkur að lit með þykkri froðu, var fyrst bruggaður í Dublin á Írlandi á átjándu öld. Og eftir næstum þrjú hundruð ár á markaði hefur mjöðurinn sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Varað var við Guinness-skorti í Bretlandi um jólin og hér heima hefur salan aukist gríðarlega síðustu tvö ár, í það minnsta hjá höfuðvígi hins írska Guinness-bjórs á Íslandi: Irishman pub. „Ég myndi giska á að hún hafi meira en tvöfaldast, þrefaldast jafnvel, þannig að það er búið að bæta aðeins við plássið sem Guinness-kútarnir taka,“ segir Rúnar Sigurðsson, einn eiganda Irishman. Rúnar segir að síðustu mánuði hafi salan að miklu leyti verið drifin áfram af samfélagsmiðlaæði: „Að splitta G-inu“. „Að splitta G-inu, það er aðalmálið,“ segir Rúnar, sem sýnir fréttamanni réttu handtökin við splittið í innslaginu hér fyrir neðan. Hvaðan kemur þetta eiginlega? Allt snýst þetta um fyrsta sopann sem teygaður er af Guinness, sem iðulega er borinn fram í glösum kirfilega merktum vörumerkinu. Taka skal sopann í nokkrum gúlsopum, þannig að yfirborð bjórsins (ath. ekki froðunnar) nemi við miðju upphafsstafsins, G, á glasinu að sopanum loknum. Yfirborðið skeri semsagt G-ið í tvennt. „Splitti G-inu.“ Uppruni hugtaksins er óljós en hann má að minnsta kosti ekki rekja ýkja langt aftur. Hugtakið var skilgreint í slangurorðabókinni Urban Dictionary árið 2018 og virðist smám saman hafa fest sig í sessi sem drykkjuleikur árin í kringum Covid. Það var svo á nýliðnu ári sem vinsældir hins hárnákvæma gúlsopa náðu hámarki - og auk Íra og Breta reyndumst við Íslendingar einna áhugasamastir þjóða um að splitta G-inu, samkvæmt Google Trends. Þrír „gúllarar“ Þá virðast vinsældirnar hafa vakið þjófseðlið í Íslendingum. Viðvarandi skortur á Guinness-glösum hefur ríkt á börum borgarinnar, að sögn starfsmanna á Irishman. Bargestir stela semsagt glösunum óhikað, að því er virðist til að spreyta sig á splittinu heima fyrir. „Við finnum alveg fyrir því líka en sem betur fer eigum við til alveg nóg af þessu,“ segir Rúnar. Rúnar segir unga sem aldna splitta G-inu á barnum, athöfnin er löngu orðin annað og meira en bara trend á samfélagsmiðlum, og sjálfur er hann í góðri æfingu. En hver er þá lykillinn að hinu fullkomna splitti? „Það eru þrír gúllarar, þrír gúlpar, það ætti að setja þig á nokkuð réttan stað. Svo er þetta bara æfing sko,“ segir Rúnar. Fréttamaður gerði loks atlögu að því að „splitta G-inu“ undir styrkri leiðsögn Rúnars. Afraksturinn má horfa á í innslaginu hér fyrir ofan.
Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira