Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 23:24 Skipið liggur nú við ankeri undan Karlskrona í Svíþjóð. EPA/JOHAN NILSSON Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar. Þetta var í fyrsta sinn sem viðbragðsteymi NATO á Eystrasalti bregst við meintu skemmdarverki á sæstrengjum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Teymið var myndað eftir skemmdarverk á nokkrum strengjum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Spjótin hafa beinst að Rússum vegna þessara skemmdarverka. Sjá einnig: Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Sæstrengurinn sem skemmdist í gær liggur milli Lettlands og Svíþjóðar og er hann talinn hafa verið skemmdur undan ströndum Gotlands. Þetta var í sjötta sinn sem skemmdir eru unnar á sæstreng eða leiðslu á Eystrasalti á undanförnum tveimur árum, samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands. SVT segir að skipið sem búið er að kyrrsetja beri nafnið Vezhen og að það sé skráð á Möltu en rekið af búlgörsku félagi. Því var siglt úr höfn í Rússlandi 24. janúar og sýna gögn úr staðsetningartækjum að það var nálægst sæstrengnum þegar bilunin kom upp. Myndir sem teknar voru af skipinu sýna einnig að ankeri þess er skemmt en þessar skemmdir voru ekki sýnilegar á myndum sem teknar voru þann 15. desember. Skemmdir eru sýnilegar á öðru ankeri Vezhen.EPA/JOHAN NILSSON Skipinu var fylgt til hafnar í Svíþjóð og hefur nú veri kyrrsett. SVT hefur eftir eiganda skipsins að vopnaðir menn hafi farið um borð í skipið og að þeir hafi sýnt ógnandi hegðun. Nú sé málið til rannsóknar en hann segist sannfærður um að um slys sé að ræða. Ankerið hafi einfaldlega losnað í slæmu veðri. Yfirvöld í Svíþjóð þurfi að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Annað skipið sem er kyrrsett Fyrr í mánuðinum lögðu Finnar hald á olíuflutningaskip sem einnig er talið að hafi verið notað til að skemma sæstrengi á Eystrasalti. Það skip var einnig talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en slík skip nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lítið vilja tjá sig um málið í dag en þeir segja rannsókn yfirstandandi og að hún muni taka tíma. Þeir segja hald hafa verið lagt á skipið til að tryggja sönnunargögn. Svíþjóð Lettland NATO Rússland Sæstrengir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem viðbragðsteymi NATO á Eystrasalti bregst við meintu skemmdarverki á sæstrengjum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Teymið var myndað eftir skemmdarverk á nokkrum strengjum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Spjótin hafa beinst að Rússum vegna þessara skemmdarverka. Sjá einnig: Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Sæstrengurinn sem skemmdist í gær liggur milli Lettlands og Svíþjóðar og er hann talinn hafa verið skemmdur undan ströndum Gotlands. Þetta var í sjötta sinn sem skemmdir eru unnar á sæstreng eða leiðslu á Eystrasalti á undanförnum tveimur árum, samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands. SVT segir að skipið sem búið er að kyrrsetja beri nafnið Vezhen og að það sé skráð á Möltu en rekið af búlgörsku félagi. Því var siglt úr höfn í Rússlandi 24. janúar og sýna gögn úr staðsetningartækjum að það var nálægst sæstrengnum þegar bilunin kom upp. Myndir sem teknar voru af skipinu sýna einnig að ankeri þess er skemmt en þessar skemmdir voru ekki sýnilegar á myndum sem teknar voru þann 15. desember. Skemmdir eru sýnilegar á öðru ankeri Vezhen.EPA/JOHAN NILSSON Skipinu var fylgt til hafnar í Svíþjóð og hefur nú veri kyrrsett. SVT hefur eftir eiganda skipsins að vopnaðir menn hafi farið um borð í skipið og að þeir hafi sýnt ógnandi hegðun. Nú sé málið til rannsóknar en hann segist sannfærður um að um slys sé að ræða. Ankerið hafi einfaldlega losnað í slæmu veðri. Yfirvöld í Svíþjóð þurfi að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Annað skipið sem er kyrrsett Fyrr í mánuðinum lögðu Finnar hald á olíuflutningaskip sem einnig er talið að hafi verið notað til að skemma sæstrengi á Eystrasalti. Það skip var einnig talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en slík skip nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lítið vilja tjá sig um málið í dag en þeir segja rannsókn yfirstandandi og að hún muni taka tíma. Þeir segja hald hafa verið lagt á skipið til að tryggja sönnunargögn.
Svíþjóð Lettland NATO Rússland Sæstrengir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira