Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2025 12:24 Bryndís Haraldsdóttir situr í ráðinu og segir hún mikilvægt að taka hótanirnar alvarlega. Vísir/Vilhelm Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. Átján þingmenn sitja í Vestnorræna ráðinu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en ráðið hefur verið starfandi í um fjörutíu ár. Ráðið kom saman hér á landi í síðustu viku. Á meðal þess sem rætt var á fundum þess eru ítrekaðar yfirlýsingar Donalds Trump forseta Bandaríkjanna um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í ráðinu segir hún grænlensku þingmennina hafa farið vel yfir stöðuna. „Þau eru auðvitað óörugg og finnst þetta auðvitað óþægilegt og auðvitað einhver ákveðin reiði en þetta var nú kjölfar innsetningarræðu Trumps þannig þau voru svona ánægð að þetta hefði ekki verið nefnt í innsetningarræðunni. En auðvitað er allt farið á stað af þeirra hálfu bæði á vettvangi stjórnvalda og líka hjá þingmönnunum. Að tala við sem flesta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það er auðvitað alveg ljóst að þetta er einhvers konar hrærigrautur af allskonar tilfinningum. Maður heyrir það, en ég þekki nú marga þingmenn þarna ágætlega, að auðvitað er fólk bara slegið. Vestnorræna ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem það lýsir yfir fullum stuðningi við Grænland og ítrekar að Grænlendingar ráði sinni framtíð sjálfir. Bryndís segir ályktuninni meðal annars beint til þingmanna annarra landa þar á meðal í Bandaríkjunum. „Vekja þingmenn á þessu svæði til umhugsunar um það hversu alvarlegar þessar, hvað eigum við að segja, fyrirsagnir eða viðbrögð Trumps eru í þessu máli.“ Bryndís segir að í fyrstu hafi hún ekki viljað gera of mikið úr orðum Trumps en málið verði alvarlegra með hverjum deginum sem líði. „Það er einhvern veginn eins og þetta ágerist með degi hverjum eða klukkutíma hverjum eftir því sem Trump talar meira eða tweetar meira þannig að þetta er auðvitað ekki gott. Þetta er alvörumál og mér finnst mjög mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og íslenskir þingmenn standi þétt með Grænlendingum og vinum okkar á Norðurlöndum. Ég mun á vettvangi Norðurlandaráðs, fái ég tækifæri til þess, hvetja enn frekar til þess að við stöndum nú styrk með Grænlendingum. Það er auðvitað ekkert grín þegar helsta bandaþjóð okkar hótar eða gefur í skyn einhvers konar yfirtöku á annarra manna landi. Það er auðvitað eitthvað sem á ekkert að líðast í lýðræðissamfélagi.“ Grænland Alþingi Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Átján þingmenn sitja í Vestnorræna ráðinu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en ráðið hefur verið starfandi í um fjörutíu ár. Ráðið kom saman hér á landi í síðustu viku. Á meðal þess sem rætt var á fundum þess eru ítrekaðar yfirlýsingar Donalds Trump forseta Bandaríkjanna um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í ráðinu segir hún grænlensku þingmennina hafa farið vel yfir stöðuna. „Þau eru auðvitað óörugg og finnst þetta auðvitað óþægilegt og auðvitað einhver ákveðin reiði en þetta var nú kjölfar innsetningarræðu Trumps þannig þau voru svona ánægð að þetta hefði ekki verið nefnt í innsetningarræðunni. En auðvitað er allt farið á stað af þeirra hálfu bæði á vettvangi stjórnvalda og líka hjá þingmönnunum. Að tala við sem flesta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það er auðvitað alveg ljóst að þetta er einhvers konar hrærigrautur af allskonar tilfinningum. Maður heyrir það, en ég þekki nú marga þingmenn þarna ágætlega, að auðvitað er fólk bara slegið. Vestnorræna ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem það lýsir yfir fullum stuðningi við Grænland og ítrekar að Grænlendingar ráði sinni framtíð sjálfir. Bryndís segir ályktuninni meðal annars beint til þingmanna annarra landa þar á meðal í Bandaríkjunum. „Vekja þingmenn á þessu svæði til umhugsunar um það hversu alvarlegar þessar, hvað eigum við að segja, fyrirsagnir eða viðbrögð Trumps eru í þessu máli.“ Bryndís segir að í fyrstu hafi hún ekki viljað gera of mikið úr orðum Trumps en málið verði alvarlegra með hverjum deginum sem líði. „Það er einhvern veginn eins og þetta ágerist með degi hverjum eða klukkutíma hverjum eftir því sem Trump talar meira eða tweetar meira þannig að þetta er auðvitað ekki gott. Þetta er alvörumál og mér finnst mjög mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og íslenskir þingmenn standi þétt með Grænlendingum og vinum okkar á Norðurlöndum. Ég mun á vettvangi Norðurlandaráðs, fái ég tækifæri til þess, hvetja enn frekar til þess að við stöndum nú styrk með Grænlendingum. Það er auðvitað ekkert grín þegar helsta bandaþjóð okkar hótar eða gefur í skyn einhvers konar yfirtöku á annarra manna landi. Það er auðvitað eitthvað sem á ekkert að líðast í lýðræðissamfélagi.“
Grænland Alþingi Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49
Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45