Af styrkjum Sigmar Guðmundsson skrifar 29. janúar 2025 08:01 Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt. Þessi krafa Sigurðar Inga um rannsókn á verklagi í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar staðfestir fyrir okkur að þessir gömlu „samstarfsflokkar“ ætla að halda áfram að rífast í stjórnarandstöðu. Verði þeim að góðu. Þeir sjálfstæðismenn sem hæst tala í þessu máli gagnrýna Flokk fólksins harkalega en skauta algerlega fram hjá því að þeirra eigin flokkur fékk greidda út styrki án réttrar skráningar. Styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins var greiddur út þegar fjármálaráðherra flokksins hélt um veskið og bar sem slíkur þá ábyrgð sem fylgir setu í ráðuneytinu. Mistökin voru gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Mér finnst mjög eðlilegt að gera þá kröfu að Flokkur fólksins bregðist við og lagfæri þetta og formaðurinn hefur sagt að það verði gert. Hinir flokkarnir hafa nú þegar lagfært þetta hjá sér. Það er líka eðlilegt að skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í því skyni að þetta endurtaki sig ekki. Allir flokkar sem fá fjármagn úr ríkissjóði verða að sætta sig að reglur um slíka styrki séu strangar og að þeim sé fylgt eftir. Hvort það leiði til þess að þeir þurfi að endurgreiða styrkina er nú til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og klárast vonandi fljótt. Sjálfur efast ég ekki um að Sjálfstæðisflokkurinn, VG, Píratar, Sósíalistar og Flokkur fólksins séu stjórnmálaflokkar í hefðbundnum skilning þótt þeir hafi allir gert þessi mistök. Ekkert hefur komið fram um að þessir flokkar hafi nýtt fjármagnið í annað en því var ætlað samkvæmt reglum. Það er aðalatriðið þótt formreglurnar skipti líka máli. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styrkir til stjórnmálasamtaka Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt. Þessi krafa Sigurðar Inga um rannsókn á verklagi í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar staðfestir fyrir okkur að þessir gömlu „samstarfsflokkar“ ætla að halda áfram að rífast í stjórnarandstöðu. Verði þeim að góðu. Þeir sjálfstæðismenn sem hæst tala í þessu máli gagnrýna Flokk fólksins harkalega en skauta algerlega fram hjá því að þeirra eigin flokkur fékk greidda út styrki án réttrar skráningar. Styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins var greiddur út þegar fjármálaráðherra flokksins hélt um veskið og bar sem slíkur þá ábyrgð sem fylgir setu í ráðuneytinu. Mistökin voru gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Mér finnst mjög eðlilegt að gera þá kröfu að Flokkur fólksins bregðist við og lagfæri þetta og formaðurinn hefur sagt að það verði gert. Hinir flokkarnir hafa nú þegar lagfært þetta hjá sér. Það er líka eðlilegt að skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í því skyni að þetta endurtaki sig ekki. Allir flokkar sem fá fjármagn úr ríkissjóði verða að sætta sig að reglur um slíka styrki séu strangar og að þeim sé fylgt eftir. Hvort það leiði til þess að þeir þurfi að endurgreiða styrkina er nú til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og klárast vonandi fljótt. Sjálfur efast ég ekki um að Sjálfstæðisflokkurinn, VG, Píratar, Sósíalistar og Flokkur fólksins séu stjórnmálaflokkar í hefðbundnum skilning þótt þeir hafi allir gert þessi mistök. Ekkert hefur komið fram um að þessir flokkar hafi nýtt fjármagnið í annað en því var ætlað samkvæmt reglum. Það er aðalatriðið þótt formreglurnar skipti líka máli. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun