Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 28. janúar 2025 23:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. Þetta sagði Þorbjörg á ríkisstjórnarfundi í morgun, þriðjudag. Í ljós hefur komið að þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári síðan hefur enginn þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni. Er það vegna þess að slík bönd eru ekki til. Sjá einnig: Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara „Ég get í sjálfu sér lítið gert í því sem gerðist fyrir mína tíð en mín afstaða sem dómsmálaráðherra er algjörlega skýr með það að þessi ökklabönd þau eiga að vera í notkun. Þau eiga að vera í notkun í tengslum við nálgunarbann,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði eitt af því sem hún hefði lagt áherslu á í embætti væru aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. „Við vitum að nálgunarbann er nátengt þeim veruleika kvenna, að sæta ofsóknum,“ sagði Þorbjörg. Hún sagðist ætla að beita sér í því að ökklabönd verði keypt og þau tekin í notkun. Þegar kemur að því hvaðan peningarnir fyrir ökklaböndum munu koma sagði Þorbjörg það til skoðunar hvort þeir hafi þegar verið veittir til ríkislögreglustjóra eða ekki. „Afstaða mín er algjörlega skýr um það að ef það er eitthvað sem upp á vantar verður því breytt.“ Þorbjörg sagðist ætla að láta að skoða löggjöf og framkvæmd þegar kemur að nálgunarbanni og umsáturseinelti. Hluti af því væri að skoða hvernig ökklaböndum sé beitt í slíkum tilvikum. „Þannig að ég ætla að fara í heildstæða skoðun á þessum pakka öllum saman. Síðan er það annað samtal að þetta á líka við í samhengi við fangelsin. Að það sé hægt að beita þeim þar í stað vægari refsinga.“ Þorbjörg sagðist ætla í aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og hún ætli að beita sér þar. „Það á ekki að vera þannig á Íslandi að það teljist til einhverra mannréttinda að fá að ofsækja fólk og það mun ekki líðast á minni vakt.“ Hún sagði að um níutíu til hundrað mál, þar sem nálgunarbann sé ítrekað brotið, eigi sér stað hér á landi á ári hverju. „Það eru stórar tölur. Þetta er veruleiki allt of margra þolenda og við ætlum að berjast gegn þessu.“ Kynbundið ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Fangelsismál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira
Þetta sagði Þorbjörg á ríkisstjórnarfundi í morgun, þriðjudag. Í ljós hefur komið að þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári síðan hefur enginn þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni. Er það vegna þess að slík bönd eru ekki til. Sjá einnig: Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara „Ég get í sjálfu sér lítið gert í því sem gerðist fyrir mína tíð en mín afstaða sem dómsmálaráðherra er algjörlega skýr með það að þessi ökklabönd þau eiga að vera í notkun. Þau eiga að vera í notkun í tengslum við nálgunarbann,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði eitt af því sem hún hefði lagt áherslu á í embætti væru aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. „Við vitum að nálgunarbann er nátengt þeim veruleika kvenna, að sæta ofsóknum,“ sagði Þorbjörg. Hún sagðist ætla að beita sér í því að ökklabönd verði keypt og þau tekin í notkun. Þegar kemur að því hvaðan peningarnir fyrir ökklaböndum munu koma sagði Þorbjörg það til skoðunar hvort þeir hafi þegar verið veittir til ríkislögreglustjóra eða ekki. „Afstaða mín er algjörlega skýr um það að ef það er eitthvað sem upp á vantar verður því breytt.“ Þorbjörg sagðist ætla að láta að skoða löggjöf og framkvæmd þegar kemur að nálgunarbanni og umsáturseinelti. Hluti af því væri að skoða hvernig ökklaböndum sé beitt í slíkum tilvikum. „Þannig að ég ætla að fara í heildstæða skoðun á þessum pakka öllum saman. Síðan er það annað samtal að þetta á líka við í samhengi við fangelsin. Að það sé hægt að beita þeim þar í stað vægari refsinga.“ Þorbjörg sagðist ætla í aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og hún ætli að beita sér þar. „Það á ekki að vera þannig á Íslandi að það teljist til einhverra mannréttinda að fá að ofsækja fólk og það mun ekki líðast á minni vakt.“ Hún sagði að um níutíu til hundrað mál, þar sem nálgunarbann sé ítrekað brotið, eigi sér stað hér á landi á ári hverju. „Það eru stórar tölur. Þetta er veruleiki allt of margra þolenda og við ætlum að berjast gegn þessu.“
Kynbundið ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Fangelsismál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira