Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 28. janúar 2025 23:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. Þetta sagði Þorbjörg á ríkisstjórnarfundi í morgun, þriðjudag. Í ljós hefur komið að þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári síðan hefur enginn þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni. Er það vegna þess að slík bönd eru ekki til. Sjá einnig: Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara „Ég get í sjálfu sér lítið gert í því sem gerðist fyrir mína tíð en mín afstaða sem dómsmálaráðherra er algjörlega skýr með það að þessi ökklabönd þau eiga að vera í notkun. Þau eiga að vera í notkun í tengslum við nálgunarbann,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði eitt af því sem hún hefði lagt áherslu á í embætti væru aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. „Við vitum að nálgunarbann er nátengt þeim veruleika kvenna, að sæta ofsóknum,“ sagði Þorbjörg. Hún sagðist ætla að beita sér í því að ökklabönd verði keypt og þau tekin í notkun. Þegar kemur að því hvaðan peningarnir fyrir ökklaböndum munu koma sagði Þorbjörg það til skoðunar hvort þeir hafi þegar verið veittir til ríkislögreglustjóra eða ekki. „Afstaða mín er algjörlega skýr um það að ef það er eitthvað sem upp á vantar verður því breytt.“ Þorbjörg sagðist ætla að láta að skoða löggjöf og framkvæmd þegar kemur að nálgunarbanni og umsáturseinelti. Hluti af því væri að skoða hvernig ökklaböndum sé beitt í slíkum tilvikum. „Þannig að ég ætla að fara í heildstæða skoðun á þessum pakka öllum saman. Síðan er það annað samtal að þetta á líka við í samhengi við fangelsin. Að það sé hægt að beita þeim þar í stað vægari refsinga.“ Þorbjörg sagðist ætla í aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og hún ætli að beita sér þar. „Það á ekki að vera þannig á Íslandi að það teljist til einhverra mannréttinda að fá að ofsækja fólk og það mun ekki líðast á minni vakt.“ Hún sagði að um níutíu til hundrað mál, þar sem nálgunarbann sé ítrekað brotið, eigi sér stað hér á landi á ári hverju. „Það eru stórar tölur. Þetta er veruleiki allt of margra þolenda og við ætlum að berjast gegn þessu.“ Kynbundið ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Fangelsismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira
Þetta sagði Þorbjörg á ríkisstjórnarfundi í morgun, þriðjudag. Í ljós hefur komið að þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári síðan hefur enginn þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni. Er það vegna þess að slík bönd eru ekki til. Sjá einnig: Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara „Ég get í sjálfu sér lítið gert í því sem gerðist fyrir mína tíð en mín afstaða sem dómsmálaráðherra er algjörlega skýr með það að þessi ökklabönd þau eiga að vera í notkun. Þau eiga að vera í notkun í tengslum við nálgunarbann,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði eitt af því sem hún hefði lagt áherslu á í embætti væru aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. „Við vitum að nálgunarbann er nátengt þeim veruleika kvenna, að sæta ofsóknum,“ sagði Þorbjörg. Hún sagðist ætla að beita sér í því að ökklabönd verði keypt og þau tekin í notkun. Þegar kemur að því hvaðan peningarnir fyrir ökklaböndum munu koma sagði Þorbjörg það til skoðunar hvort þeir hafi þegar verið veittir til ríkislögreglustjóra eða ekki. „Afstaða mín er algjörlega skýr um það að ef það er eitthvað sem upp á vantar verður því breytt.“ Þorbjörg sagðist ætla að láta að skoða löggjöf og framkvæmd þegar kemur að nálgunarbanni og umsáturseinelti. Hluti af því væri að skoða hvernig ökklaböndum sé beitt í slíkum tilvikum. „Þannig að ég ætla að fara í heildstæða skoðun á þessum pakka öllum saman. Síðan er það annað samtal að þetta á líka við í samhengi við fangelsin. Að það sé hægt að beita þeim þar í stað vægari refsinga.“ Þorbjörg sagðist ætla í aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og hún ætli að beita sér þar. „Það á ekki að vera þannig á Íslandi að það teljist til einhverra mannréttinda að fá að ofsækja fólk og það mun ekki líðast á minni vakt.“ Hún sagði að um níutíu til hundrað mál, þar sem nálgunarbann sé ítrekað brotið, eigi sér stað hér á landi á ári hverju. „Það eru stórar tölur. Þetta er veruleiki allt of margra þolenda og við ætlum að berjast gegn þessu.“
Kynbundið ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Fangelsismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira