„Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Kári Mímisson skrifar 29. janúar 2025 21:41 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur með tap liðsins gegn Haukum nú í kvöld. Þorleifur segir að sitt lið hafi verið lélegt í dag og að hann taki þetta tap á sig. „Ég er bara svekktur að hafa tapað með átta stigum. Við vorum lélegar og ég tek bara tapið á mig. Við höfum verið að fá nýja leikmenn inn og ég hef verið rosalega upptekin að því kenna þeim sóknarleikinn sem gekk ekki alveg nógu vel upp í dag. Varnarlega vorum við mjög lélegar í dag, ekki klárar hvenær við áttum að skipta og við vorum búin að tala um það að ein gellan hjá Haukum mátti bara ekki sjá körfuna og hún skoraði níu stig á meðan við töpum með átta stigum. Varnarlega vorum við bara mjög lélegar og ég tek það bara á mig.“ Þrátt fyrir að Þorleifur segi að sitt lið hafi verið lélegt í dag þá komu þær til baka eftir að hafa átt afleitan fyrsta leikhluta og náðu að hanga í skottinu á Haukum fram að síðustu mínútu leiksins. Er það ekki eitthvað jákvætt til að taka með sér? „Jú, nokkrum sinnum náðum við svona að koma með allt að því eitthvað sem hægt væri að flokka sem „come back“ og koma þessu niður í fjögur eða tvö stig en svo gáfu þær bara í. Við vorum lélegar og allt það en Haukarnir eru bara með hörkulið. Þær eru mjög vel skipulagðar á meðan við eigum langt í land. Markmið okkar er að vera það lið sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ef það á að ganga upp þá þarf ég að finna leiðir til að gera liðið klárt.“ Það er ansi stutt í úrslitakeppnina og Grindavík er eins og staðan er núna ekki á leiðinni í hana. Það er greinilegt að eftir leikinn í kvöld að það séu gæði í liðinu en hvað tekur það langan tíma fyrir þær að spila sig saman? „Við höfum ekki mikinn tíma. Við þurfum að vinna þrjá síðustu leikina til að komast á góðan stað og svo erum við að fara að spila fjóra leiki í viðbót. Þannig að svarið við því hversu langan tíma þetta má taka er bara enginn. Þær eru að fara í smá frí núna út af landsleikjahléinu og við þurfum að mæta tilbúnar eftir það, gefa í og vinna í okkar vandamálum. Við erum ekkert að fara að breyta meira og þetta er liðið sem við ætlum að vera með. Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
„Ég er bara svekktur að hafa tapað með átta stigum. Við vorum lélegar og ég tek bara tapið á mig. Við höfum verið að fá nýja leikmenn inn og ég hef verið rosalega upptekin að því kenna þeim sóknarleikinn sem gekk ekki alveg nógu vel upp í dag. Varnarlega vorum við mjög lélegar í dag, ekki klárar hvenær við áttum að skipta og við vorum búin að tala um það að ein gellan hjá Haukum mátti bara ekki sjá körfuna og hún skoraði níu stig á meðan við töpum með átta stigum. Varnarlega vorum við bara mjög lélegar og ég tek það bara á mig.“ Þrátt fyrir að Þorleifur segi að sitt lið hafi verið lélegt í dag þá komu þær til baka eftir að hafa átt afleitan fyrsta leikhluta og náðu að hanga í skottinu á Haukum fram að síðustu mínútu leiksins. Er það ekki eitthvað jákvætt til að taka með sér? „Jú, nokkrum sinnum náðum við svona að koma með allt að því eitthvað sem hægt væri að flokka sem „come back“ og koma þessu niður í fjögur eða tvö stig en svo gáfu þær bara í. Við vorum lélegar og allt það en Haukarnir eru bara með hörkulið. Þær eru mjög vel skipulagðar á meðan við eigum langt í land. Markmið okkar er að vera það lið sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ef það á að ganga upp þá þarf ég að finna leiðir til að gera liðið klárt.“ Það er ansi stutt í úrslitakeppnina og Grindavík er eins og staðan er núna ekki á leiðinni í hana. Það er greinilegt að eftir leikinn í kvöld að það séu gæði í liðinu en hvað tekur það langan tíma fyrir þær að spila sig saman? „Við höfum ekki mikinn tíma. Við þurfum að vinna þrjá síðustu leikina til að komast á góðan stað og svo erum við að fara að spila fjóra leiki í viðbót. Þannig að svarið við því hversu langan tíma þetta má taka er bara enginn. Þær eru að fara í smá frí núna út af landsleikjahléinu og við þurfum að mæta tilbúnar eftir það, gefa í og vinna í okkar vandamálum. Við erum ekkert að fara að breyta meira og þetta er liðið sem við ætlum að vera með. Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira