Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 06:14 Ef marka má miðla vestanhafs verður að teljast ólíklegt að margir finnist á lífi. Getty/Andrew Harnik Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. Alls voru 64 um borð í vélinni, fjórir áhafnarmeðlimir og 60 farþegar. Þeirra á meðal voru skautafólk, þjálfarar og fjölskyldur þeirra. Þá virðast þrír hafa verið í þyrlunni. Fregnir hafa borist af því að nítján lík hafi fundist. Miklar aðgerðir standa yfir á vettvangi en enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi. Um 300 manns koma að björgunarstörfunum en aðstæður eru erfiðar og vatnið í ánni ískalt. Um er að ræða Bombardier CRJ700 farþegavél í innanlandsflugi sem var að koma frá Witchita í Kansas. Hún lenti á Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvoir í Virginíu í aðfluginu að Reagan. Öllum brottförum og lendingum á flugvellinum hefur verið frestað. Leitað er úr lofti og úr bátum á ánni.AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um málið á Truth Social og segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið og virðist telja sökina liggja hjá flugturninum og þyrluflugmanninum. „EKKI GOTT!!!“ segir forsetinn. Slysið náðist á öryggismyndavélar, sem virðast sýna þyrluna fljúga beint á flugvélina. Fjöldi samsæriskenninga er þegar komin á flug á samfélagsmiðlum og spurt að því hvort um viljaverk var að ræða. Þá hefur harmleikurinn þegar verið gerður pólitískur og fast skotið á Trump fyrir að skera niður hjá samgönguyfirvöldum. Margir hafa einnig bent á að ef slysið hefði átt sér stað á meðan Biden var enn forseti, hefði Trump nýtt sér það til fulls og ráðist harkalega að forvera sínum. A passenger plane and helicopter have collided in the skies above Washington DC.A web camera shot from the Kennedy Center showed a flash of light mid-air across the Potomac River around 8.47pm local time.https://t.co/giM6v2ky4J pic.twitter.com/LNGGlWLSIF— Sky News (@SkyNews) January 30, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er við ána.AP/Alex Brandon Leitað stendur yfir og mörg köfunarteymi mætt á vettvang. Aðstæður eru hins vegar sagðar afar erfiðar.AP/Alex Brandon Fjölmiðlar voru beðnir um að draga úr lýsingu til að auðvelda leit á vatninu.epa/Shawn Thew Bandaríkin Samgönguslys Samgöngur Donald Trump Flugslys í Washington-borg Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Alls voru 64 um borð í vélinni, fjórir áhafnarmeðlimir og 60 farþegar. Þeirra á meðal voru skautafólk, þjálfarar og fjölskyldur þeirra. Þá virðast þrír hafa verið í þyrlunni. Fregnir hafa borist af því að nítján lík hafi fundist. Miklar aðgerðir standa yfir á vettvangi en enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi. Um 300 manns koma að björgunarstörfunum en aðstæður eru erfiðar og vatnið í ánni ískalt. Um er að ræða Bombardier CRJ700 farþegavél í innanlandsflugi sem var að koma frá Witchita í Kansas. Hún lenti á Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvoir í Virginíu í aðfluginu að Reagan. Öllum brottförum og lendingum á flugvellinum hefur verið frestað. Leitað er úr lofti og úr bátum á ánni.AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um málið á Truth Social og segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið og virðist telja sökina liggja hjá flugturninum og þyrluflugmanninum. „EKKI GOTT!!!“ segir forsetinn. Slysið náðist á öryggismyndavélar, sem virðast sýna þyrluna fljúga beint á flugvélina. Fjöldi samsæriskenninga er þegar komin á flug á samfélagsmiðlum og spurt að því hvort um viljaverk var að ræða. Þá hefur harmleikurinn þegar verið gerður pólitískur og fast skotið á Trump fyrir að skera niður hjá samgönguyfirvöldum. Margir hafa einnig bent á að ef slysið hefði átt sér stað á meðan Biden var enn forseti, hefði Trump nýtt sér það til fulls og ráðist harkalega að forvera sínum. A passenger plane and helicopter have collided in the skies above Washington DC.A web camera shot from the Kennedy Center showed a flash of light mid-air across the Potomac River around 8.47pm local time.https://t.co/giM6v2ky4J pic.twitter.com/LNGGlWLSIF— Sky News (@SkyNews) January 30, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er við ána.AP/Alex Brandon Leitað stendur yfir og mörg köfunarteymi mætt á vettvang. Aðstæður eru hins vegar sagðar afar erfiðar.AP/Alex Brandon Fjölmiðlar voru beðnir um að draga úr lýsingu til að auðvelda leit á vatninu.epa/Shawn Thew
Bandaríkin Samgönguslys Samgöngur Donald Trump Flugslys í Washington-borg Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira