Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 10:48 Sævar Þór Jónsson er lögmaður ungmennis sem er í svokölluðum tálbeituhóp. Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, lögmaður ungmennis sem er meðlimur úr eins konar tálbeituhóp, segir að lögreglan verði að taka gögn sem hópurinn hafi afhent lögreglu alvarlega. Undanfarið hefur mikið farið fyrir tálbeituaðgerðum í umræðunni. Greint hefur verið frá því að myndbönd af ungmennum að ganga í skrokk á meintum barnaníðingum gagni manna á milli á samfélagmiðlum. Sævar segist hafa vitneskju um að meðlimir hópsins hafi afhent lögreglu lista yfir einstaklinga sem þá grunar um græsku í þessum málum. Það hefur komið fram að lögregla sé með til skoðunar hvort hún geti notað umrædd gögn. Það er mat Sævars að gögnin sé hægt að nota með þeim hætti að þau geti verið tilefni til frekari rannsóknar. „Það er þannig í okkar lögum að það er brot ef maður setur sig í samband við barn undir lögaldri, með kynferðislegum samskiptum. Það er alveg augljóst að mínu mati, miðað við það sem ég hef séð, að það hefur átt sér stað brot,“ sagði Sævar Þór í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það sem hefur slegið mig kannski í þessu er að ég áttaði mig ekki sjálfur á því að það er fjöldinn allur af eldri einstaklingum, mönnum og líka konum, sem eru að setja sig í samband við börn. Það er mjög stór fjöldi á hverjum degi virðist vera.“ Hvað erum við að tala um, í fjölda? „Þetta eru sirka tuttugu einstaklingar kannski á dag sem þessir hópar hafa verið í samskiptum við. Það er svolítið mikið magn finnst mér“ Sævar Þór segir að þó að lögreglan sé undirmönnuð sé mikilvægt að hún setji þessi mál í forgang þar sem þau varði börn. Hann veltir upp þeirri hugmynd um hvort tími sé kominn á að lögreglan fari sjálf í einhverskonar tálbeituaðgerðir. Slíkt hefur ekki viðgengist hér á landi, en þekkist einhvers staðar erlendis. Útfærsla á því þyrfti skýran lagaramma, en Sævar telur núverandi lagagrundvöll ekki nægjanlega skýrann. „Þó að þetta séu ungmenni þá eru þetta samt einstaklingar sem eru að benda á staðreyndir. Það er ekki hægt að segja að þessi gögn séu einhver tilbúningur. Það þarf að rannsaka þau. Það eru samskipti við einstaklinga sem augljóslega benda til þess að þeir viti við hvern þau séu að tala, þau eru að tala við börn.“ Þá segist hann hafa séð samskipti sem bendi til þess að menn reyni að koma sér í samband við börn, og reyni að greiða þeim með fíkniefnum. „Það sem er enn þá verra er það virðist vera, miðað við samskiptin sem ég hef séð, að það séu einstaklingar að nota börn í þeim tilgangi að koma þeim í samskipti við menn sem hafa áhuga á slíku gegn þá greiðslu með fíkniefnum og fleira. Þetta er mjög víðtækt á mörgum sviðum.“ Sævar segir að það gangi síðan ekki upp að þessir tálbeituhópar taki lögin í sínar eigin hendur. „Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að horfa til, að þegar að einstaklingar, við erum ekki bara að tala um einn hóp heldur fleiri hópa, telja sig knúna til að taka lögin í sínar hendur. Þá er eitthvað mikið að.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Ofbeldi barna Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira
Undanfarið hefur mikið farið fyrir tálbeituaðgerðum í umræðunni. Greint hefur verið frá því að myndbönd af ungmennum að ganga í skrokk á meintum barnaníðingum gagni manna á milli á samfélagmiðlum. Sævar segist hafa vitneskju um að meðlimir hópsins hafi afhent lögreglu lista yfir einstaklinga sem þá grunar um græsku í þessum málum. Það hefur komið fram að lögregla sé með til skoðunar hvort hún geti notað umrædd gögn. Það er mat Sævars að gögnin sé hægt að nota með þeim hætti að þau geti verið tilefni til frekari rannsóknar. „Það er þannig í okkar lögum að það er brot ef maður setur sig í samband við barn undir lögaldri, með kynferðislegum samskiptum. Það er alveg augljóst að mínu mati, miðað við það sem ég hef séð, að það hefur átt sér stað brot,“ sagði Sævar Þór í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það sem hefur slegið mig kannski í þessu er að ég áttaði mig ekki sjálfur á því að það er fjöldinn allur af eldri einstaklingum, mönnum og líka konum, sem eru að setja sig í samband við börn. Það er mjög stór fjöldi á hverjum degi virðist vera.“ Hvað erum við að tala um, í fjölda? „Þetta eru sirka tuttugu einstaklingar kannski á dag sem þessir hópar hafa verið í samskiptum við. Það er svolítið mikið magn finnst mér“ Sævar Þór segir að þó að lögreglan sé undirmönnuð sé mikilvægt að hún setji þessi mál í forgang þar sem þau varði börn. Hann veltir upp þeirri hugmynd um hvort tími sé kominn á að lögreglan fari sjálf í einhverskonar tálbeituaðgerðir. Slíkt hefur ekki viðgengist hér á landi, en þekkist einhvers staðar erlendis. Útfærsla á því þyrfti skýran lagaramma, en Sævar telur núverandi lagagrundvöll ekki nægjanlega skýrann. „Þó að þetta séu ungmenni þá eru þetta samt einstaklingar sem eru að benda á staðreyndir. Það er ekki hægt að segja að þessi gögn séu einhver tilbúningur. Það þarf að rannsaka þau. Það eru samskipti við einstaklinga sem augljóslega benda til þess að þeir viti við hvern þau séu að tala, þau eru að tala við börn.“ Þá segist hann hafa séð samskipti sem bendi til þess að menn reyni að koma sér í samband við börn, og reyni að greiða þeim með fíkniefnum. „Það sem er enn þá verra er það virðist vera, miðað við samskiptin sem ég hef séð, að það séu einstaklingar að nota börn í þeim tilgangi að koma þeim í samskipti við menn sem hafa áhuga á slíku gegn þá greiðslu með fíkniefnum og fleira. Þetta er mjög víðtækt á mörgum sviðum.“ Sævar segir að það gangi síðan ekki upp að þessir tálbeituhópar taki lögin í sínar eigin hendur. „Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að horfa til, að þegar að einstaklingar, við erum ekki bara að tala um einn hóp heldur fleiri hópa, telja sig knúna til að taka lögin í sínar hendur. Þá er eitthvað mikið að.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Ofbeldi barna Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira