Honum var gefið að sök að veitast að konu með ofbeldi, ýta henni í jörðina þar sem hún varð fyrir bíl.
Fyrir vikið slasaðist konan. Í ákæru segir að hún hafi hlotið „brot á vinstra bátsbeini og kramningaráverka á vinstra brjósti, vinstri öxl, vinstri upphandlegg, vinstri olnboga, framhandlegg og vinstri hendi.“
Maðurinn játaði brot sitt, en með játningu hans og samkvæmt öðrum gögnum málsins þótti sannað að hann hefði framið það.
Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefði játað sök og lýst iðrun sinni. Þá væri langt liðið frá brotinu, eða þrjú og hálft ár.
Líkt og áður segir var ákvörðun um refsingu hans frestað og mun hún falla niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Þá er honum gert að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur, og rúma milljón í sakarkostnað.