Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 31. janúar 2025 07:30 Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Heiðrún Lind, sem er ekki aðeins í stjórn SA heldur einnig fyrrverandi meðlimur framkvæmdastjórarnar samtakanna, benti á í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýverið að svonefndur stöðugleikasamningur aðila vinnumarkaðarins á alla heildina, hafi leitt til þess að krónutöluhækkanir á taxtalaun valdi launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja. Það þekkja fyrirtæki á veitingamarkaði afar vel, enda samdi SA „fyrir hönd okkar“ í áðurnefndum kjarasamningi, sem valdið hefur verulegum erfiðleikum í grein sem má ekki við slíku, eins og opinberar greiningar hafa sýnt fram á. Fjarlægðin frá samninganefnd SA til veitingamarkaðarins gerði það að verkum að raunveruleikinn komst aldrei inn á borð SA, heldur var samið um heildarmeðaltal sem í reynd þýðir talsvert meiri krónutöluhækkun og aukið hlutfallslegt álag til viðbótar hjá fjölmörgum atvinnugreinum. Hvað veitingamarkaðinn varðar má segja að hækkunin hafi verið 7 – 10% í reynd og það þola fá fyrirtæki. Er þorandi að spyrja tveggja spurninga upphátt? Hvernig er hægt að réttlæta að SA, sem hefur aðeins örfáa veitingamenn í sínum röðum, ákveði kjörin fyrir alla veitingastaði? Hvernig stendur á því að SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta veitingamanna innan sinna raða og umboð af þeirra hálfu til að semja, hafi enga aðkomu að samningum fyrir greinina? Hér er kannski rétt að benda á fyrirkomulagið innan SA, þar sem velta aðildarfyrirtækja ræðu mestu um atkvæðamagn. Sem dæmi má nefna að Marel eitt hefur fleiri atkvæði innan SA en öll veitingahús samanlagt. Má í þessu ljósi ekki ganga enn lengra og spyrja frekari spurninga? Hvað réttlætir að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Samherji og Arion banki greiði atkvæði um laun á íslenskum veitingahúsum? Í krafti allsherjarstöðugleikasamninga er það nefnilega reyndin. Veitingamenn hafa ekkert um það að segja, en lúta þess í stað ákvörðunum t.d. stórra útflutningsfyrirtækja. Eitthvað myndi líklega heyrast ef staðan innan SA væri 1 atkvæði á 1 fyrirtæki og veitingamenn færu að greiða atkvæði um laun millistjórnenda hjá Össuri eða bílstjóra hjá Samherja. Sérstaða veitingageirans, þar sem fastráðnir starfsmenn á dagvinnutöxtum þéna oft minna en ungt fólk sem skýst í nokkrar kvöld- og helgarvaktir áður en það heldur sína leið, er skýr og hefur ekkert erindi inn í þennan heim meðaltalsstöðugleikaleiðar þeirra sem öllu ráða. Getur verið að einn samningur fyrir alla gangi í raun út á að stóru aðilarnir fái sitt fram og það á kostnað þess að fórna þeim minni, eins og veitingastöðum? SVEIT tekur undir með stjórnarmanni SA um að meðaltalsstöðugleikaleiðin hafi beðið skipbrot. Sú leið á ekkert erindi lengur á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingamarkaði (SVEIT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalgeir Ásvaldsson Kjaramál Veitingastaðir Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Heiðrún Lind, sem er ekki aðeins í stjórn SA heldur einnig fyrrverandi meðlimur framkvæmdastjórarnar samtakanna, benti á í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýverið að svonefndur stöðugleikasamningur aðila vinnumarkaðarins á alla heildina, hafi leitt til þess að krónutöluhækkanir á taxtalaun valdi launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja. Það þekkja fyrirtæki á veitingamarkaði afar vel, enda samdi SA „fyrir hönd okkar“ í áðurnefndum kjarasamningi, sem valdið hefur verulegum erfiðleikum í grein sem má ekki við slíku, eins og opinberar greiningar hafa sýnt fram á. Fjarlægðin frá samninganefnd SA til veitingamarkaðarins gerði það að verkum að raunveruleikinn komst aldrei inn á borð SA, heldur var samið um heildarmeðaltal sem í reynd þýðir talsvert meiri krónutöluhækkun og aukið hlutfallslegt álag til viðbótar hjá fjölmörgum atvinnugreinum. Hvað veitingamarkaðinn varðar má segja að hækkunin hafi verið 7 – 10% í reynd og það þola fá fyrirtæki. Er þorandi að spyrja tveggja spurninga upphátt? Hvernig er hægt að réttlæta að SA, sem hefur aðeins örfáa veitingamenn í sínum röðum, ákveði kjörin fyrir alla veitingastaði? Hvernig stendur á því að SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta veitingamanna innan sinna raða og umboð af þeirra hálfu til að semja, hafi enga aðkomu að samningum fyrir greinina? Hér er kannski rétt að benda á fyrirkomulagið innan SA, þar sem velta aðildarfyrirtækja ræðu mestu um atkvæðamagn. Sem dæmi má nefna að Marel eitt hefur fleiri atkvæði innan SA en öll veitingahús samanlagt. Má í þessu ljósi ekki ganga enn lengra og spyrja frekari spurninga? Hvað réttlætir að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Samherji og Arion banki greiði atkvæði um laun á íslenskum veitingahúsum? Í krafti allsherjarstöðugleikasamninga er það nefnilega reyndin. Veitingamenn hafa ekkert um það að segja, en lúta þess í stað ákvörðunum t.d. stórra útflutningsfyrirtækja. Eitthvað myndi líklega heyrast ef staðan innan SA væri 1 atkvæði á 1 fyrirtæki og veitingamenn færu að greiða atkvæði um laun millistjórnenda hjá Össuri eða bílstjóra hjá Samherja. Sérstaða veitingageirans, þar sem fastráðnir starfsmenn á dagvinnutöxtum þéna oft minna en ungt fólk sem skýst í nokkrar kvöld- og helgarvaktir áður en það heldur sína leið, er skýr og hefur ekkert erindi inn í þennan heim meðaltalsstöðugleikaleiðar þeirra sem öllu ráða. Getur verið að einn samningur fyrir alla gangi í raun út á að stóru aðilarnir fái sitt fram og það á kostnað þess að fórna þeim minni, eins og veitingastöðum? SVEIT tekur undir með stjórnarmanni SA um að meðaltalsstöðugleikaleiðin hafi beðið skipbrot. Sú leið á ekkert erindi lengur á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingamarkaði (SVEIT).
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun