Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2025 16:24 Björgunarsveitarfólk stóð vaktina við Grindavíkurveg þegar síðasta eldgos hófst í nóvember. Vísir/Vilhelm Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast sama mark og fyrir síðasta kvikuhlaup og eldgos í nóvember. „Það er sama staða núna og hefur verið síðustu daga. Við erum komin inn á þetta tímabil þar sem líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi eru farnar að aukast. Þetta heldur allt áfram með því sama,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nema ekki minni skjálfta í illviðri Slæmt veður og snjóþyngsl geta haft áhrif á getu mælitækja Veðurstofunnar til að nema undanfara kvikuhlaups, en rólegt veður er á svæðinu þessa stundina. „Staðan á mælikerfunum er góð núna. Við erum á milli lægða þannig að það er ekkert sem truflar jarðskjálftamælana okkar núna. Það verður lægðagangur næstu vikuna, þannig að það mun koma tími þar sem viðbragðsgetan okkar er örlítið skert.“ Taka verður veðrið með í reikninginn Kristín hvetur fólk til að taka mið af veðrinu þegar dvalið er í og við Grindavík. „Þegar það er mjög vont veður þá skerðir það viðbragðstímann okkar. Þá sjáum við ekki þessa allra minnstu skjálfta sem eru allra fyrstu merkin um að það sé eitthvað að gerast. Þegar það er vont veður þá skerðir það líka getu fólks sem er á svæðinu til að rýma, því þá getur verið erfitt fyrir Vegagerðina til að halda vegum opnum og svoleiðis. Það getur verið gott fyrir fólk að taka það með í reikninginn þegar það ákveður að vera á svæðinu í mjög slæmu veðri,“ sagði Kristín. Síðdegis á morgun tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi og þá má eiga von á vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sú viðvörun gildir til klukkan níu annað kvöld. Samlita viðvörun hefur þá verið gefin út fyrir svæðið klukkan sex á miðvikudag, og endist hún fram yfir hádegi daginn eftir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast sama mark og fyrir síðasta kvikuhlaup og eldgos í nóvember. „Það er sama staða núna og hefur verið síðustu daga. Við erum komin inn á þetta tímabil þar sem líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi eru farnar að aukast. Þetta heldur allt áfram með því sama,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nema ekki minni skjálfta í illviðri Slæmt veður og snjóþyngsl geta haft áhrif á getu mælitækja Veðurstofunnar til að nema undanfara kvikuhlaups, en rólegt veður er á svæðinu þessa stundina. „Staðan á mælikerfunum er góð núna. Við erum á milli lægða þannig að það er ekkert sem truflar jarðskjálftamælana okkar núna. Það verður lægðagangur næstu vikuna, þannig að það mun koma tími þar sem viðbragðsgetan okkar er örlítið skert.“ Taka verður veðrið með í reikninginn Kristín hvetur fólk til að taka mið af veðrinu þegar dvalið er í og við Grindavík. „Þegar það er mjög vont veður þá skerðir það viðbragðstímann okkar. Þá sjáum við ekki þessa allra minnstu skjálfta sem eru allra fyrstu merkin um að það sé eitthvað að gerast. Þegar það er vont veður þá skerðir það líka getu fólks sem er á svæðinu til að rýma, því þá getur verið erfitt fyrir Vegagerðina til að halda vegum opnum og svoleiðis. Það getur verið gott fyrir fólk að taka það með í reikninginn þegar það ákveður að vera á svæðinu í mjög slæmu veðri,“ sagði Kristín. Síðdegis á morgun tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi og þá má eiga von á vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sú viðvörun gildir til klukkan níu annað kvöld. Samlita viðvörun hefur þá verið gefin út fyrir svæðið klukkan sex á miðvikudag, og endist hún fram yfir hádegi daginn eftir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira