„Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 07:00 Svo skemmtilega vill til að vinnustaðirnir sem Þór Hauksson tölvunarfræðingur og verkefnastjóri hefur starfað við, eru flest staðir sem við þekkjum vel úr fréttum fjölmiðla: Seðlabankinn, OZ sem þá var, Skýrr (nú Advania), Landsbankinn (fyrir og eftir hrun), Landsvirkjun og nú hjá Tern System; dótturfélagi Isavia. Vísir/Vilhelm „Þegar ég var í háskólanum keypti ég IBM fartölvu sem var risastór kassi og sambærileg að þyngd og saumavél. Þessi tölva var með pínulitlum innbyggðum skjá en fram að þessu hafði ég átt tölvu sem ég tengdi við sjónvarpið því það voru ekki tölvuskjáir,“ segir Þór Hauksson og hlær. En Þór er einn af þeim sem nam tölvunarfræði fyrir tíma veraldarvefsins, þegar allt tölvu- og tækniumhverfi var svo sannarlega mjög fjarri því sem við þekkjum í dag. „Samt var lokaritgerðin mín um gervigreind,“ segir Þór og kímir. Það er gaman að spjalla um starfsferil Þórs. Því svo skringilega vill til að flest allir vinnustaðirnir sem Þór hefur starfað á, eru fyrirtæki sem við þekkjum nokkuð vel úr fréttum: Seðlabanki Íslands OZ þegar það var og hét Landsbankinn: Fyrir hrun, eftir hrun og í endurreisninni Landsvirkjun. Í dag starfar Þór hjá Tern System, sem er dótturfélag flugleiðsöguhluta Isavia. En Þór kann líka að hlúa vel að sjálfum sér og með fjölskyldunni hefur hann skapað ótrúlega skemmtilega ferðahefð á stórafmælum. Síðan árið 2005 hefur Þór og fjölskylda farið í borgarferðir til útlanda á stórafmælunum hans; Til London þegar hann varð fertugur. Til New York þegar hann var fimmtugur og þá slógust vinahjón í för. Til Rómar á sextugsafmælinu nú í janúar en þá höfðu tengdabörn bæst í hópinn. Þessi mynd var tekin í Rómarferðinni. Þá og nú… Þór er fæddur í Reykjavík þann 11.janúar 1965. Eiginkona Þórs er Guðný María Jónsdóttir, kennslustjóri listnáms í Borgarholtsskóla. Þór og Guðný eiga þrjú börn; Þórberg Atla (f.1996), Guðrúnu Láru (f.1998) og Jón Hauk (f.2008). „Ég flutti mjög oft sem barn. Byrjaði í vesturbænum, síðan fluttum við í Kópavoginn, síðan Ljósheima, síðan Breiðholtið og vorum þar á nokkrum stöðum, síðan aftur í vesturbæinn…. Þetta var mikið flakk.“ Minningarnar úr Breiðholtinu virðast þó standa upp úr. Enda Þór búsettur þar þegar Breiðholtið var í mikilli uppbyggingu, efra Breiðholtið að bætast við sem „Breiðholt 3“ og allt krögt af krökkum og fjölskyldufólki. „Margir vina minna í dag eru einmitt frá þessum árum.“ MR varð fyrir valinu eftir grunnskóla. „Við fórum nokkrir félagar úr Breiðholtinu í MR því stemningin var þannig,“ segir Þór og nefnir það líka sem dæmi að hluti af þessum vinahópi hafi á háskólaárunum ferðast um Suður Ameríku í sex mánuði; Fóru til Brasilíu, Venesúela, Ekvador og víðar. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt fyrir unga menn á þeim tíma; Þegar ekkert var hægt að gúggla! En hvers vegna tölvunarfræði sem háskólanám? „Ætli ég hafi ekki valið tölvunarfræðina vegna þess að ég hafði komið höndunum yfir tölvu og fannst ótrúlega miklir möguleikar felast í þeirri tilhugsun að það væri virkilega hægt að smíða hugbúnað sem væri gagnlegur fólki,“ svarar Þór. „Í raun skýrist þetta eflaust eitthvað af því nýsköpunar-elementi sem býr í mér. Enda finnst mér ég í dag komin nær því sem ég lærði í upphafi: Nýsköpun og hugbúnaðarsmíði.“ En stöldrum nú aðeins við… Því Þór er að byrja í tölvunarfræði árið sem myndin Breakfast Club var í bíó, frægasta tónlistarfólk heims tók sig saman með lagið We are the world til stuðnings hungursneyðinni í Eþíópíu, íslenskir unglingar tóku upp tónlistarmyndbönd á VHS úr Skonrokk á RÚV og hvorki Stöð 2 né Bylgjan voru til sem fjölmiðlar svo eitthvað sé nefnt. Þannig að hvernig var tölvuumhverfið þegar þú varst að byrja og var eitthvað af störfum fyrir ungt fólk í tæknigeiranum þá? „Já, það var auðvitað allt öðruvísi en núna en tók hröðum framförum því um það leyti sem ég er að klára grunnám í háskólanáminu, er Tim Berners-Lee að leggja grunninn að veraldarvefnum. Sem lokaverkefni frá háskólanum smíðaði ég frumgerð að kerfi fyrir námsráðgjöf, og var þá að vinna með anga af gervigreind sem kallast þekkingarkerfi. Eitthvað sem maður seinna gat sagt að hefði verið sambærilegt og við þekkjum sem vefsíður í dag; þar sem upplýsinga var aflað með því að smella á mismunandi hlekki.“ Á þessum tíma voru upplýsingatæknisvið ekki til undir því nafni í atvinnulífinu. Heldur voru það einna helst þessi stærri fyrirtæki sem voru með tæknideildir sem allir kölluðu Tölvudeild. Með námi og áfram eftir útskrift, starfaði Þór á tölvudeildinni í Seðlabankanum. Þór byrjaði í tölvunarfræði HÍ á árdögum þeirrar greinar. Árið sem frægustu tónlistarmenn heims komu saman til að styðja fólk í Afríku, unglingar tóku upp tónlistarmyndbönd á VHS spólur úr Skonrokki á Rúv, hvorki Stöð né Bylgjan voru til og fartölvur voru á þyngd við góða saumavél! Á tímum sendibréfa í Róm Þór og Guðný voru tekin saman þegar Þór útskrifaðist úr háskólanum árið 1990 en bæði langaði þau í framhaldsnám til útlanda. Á þessum tíma var nokkuð mikið um að ungt fólk færi til Bandaríkjanna. Sér í lagi í nám sem tengdist leiklist eða kvikmyndastjórn eins og Guðný stefndi á. Það sama má segja um tölvunarfræði enda datt fáum fáum í hug að fara í framhaldsnám í þeirri grein til Ítalíu. Þó segir Þór að ítalska akademían hafi verið komin nokkuð langt, þó mikið hafi vantað uppá verklega hlutann. Og endurspeglaði á einhvern hátt skilvirknina í samfélaginu sjálfu. „Það var verulega erfitt fyrst því maður skildi oft ekki hvers vegna hlutirnir þurftu að vera svona flóknir eða þungir þarna úti,“ segir Þór og hlær. „Það eitt að fara í pósthúsið var flókið; Þú þarft að standa í réttri röð til að fá þjónustuna sem þú ætlar að fá og á pósthúsinu greiddi maður reikningana. Allt lokaði á síestunni, strætó var aldrei á réttum tíma og svo framvegis.“ Eftir tvö ár hjá Seðlabankanum, slógu Þór og Guðný til og fluttu til Rómar. En hvers vegna Róm? „Vinafólk okkar var þar í námi og þegar að þau voru á Íslandi á sumrin vorum við að spyrja hvernig væri. Eins að fá upplýsingar í gegnum sendibréf eða einstaka símtöl,“ svarar Þór. Góð lýsing á því hvernig samskipti á milli landa fór fram fyrir tíma tölvupósta og samfélagsmiðla. Í Róm bjuggu Þór og Guðný fyrst með umræddu vinapari. Og hvernig gekk það? „Við erum alla vega enn bestu vinir!“ svarar Þór og hlær. Fyrsta árið var nokkuð erfitt og gekk mikið út á að læra tungumálið og að reyna að ná áttum í samfélaginu; Hvernig allt virkaði og svo framvegis. „Skólinn var risastórt bákn með um hundrað þúsund nemendur og ekkert auðvelt að mæta í munnlegt próf en kunna ekki ítölskuna,“ segir Þór nokkuð glettnislega. Næsta ár varð auðveldara og þriðja árið enn auðveldara. „Blessunarlega náði ég að fara í þetta nám án þess að taka námslán. Maður vann heima á sumrin og í eitt skiptið var ég lengur heima til að vinna en Guðný fór út. Við vorum samt fátækir námsmenn og útsjónarsöm samkvæmt því,“ segir Þór og nefnir dæmi: Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening! Og það sem er svo fyndið við þá frétt er að sjá okkur skælbrosandi á myndinni með fréttinni. Því fréttin sjálf var grafalvarleg og sagði frá gassprengju sem varð í íbúðinni okkar í Róm.“ Sem betur fer var enginn í íbúðinni þegar þetta var, enda ágúst mánuður sem almennt þýðir að stórborgir eins og Róm tæmast þegar Ítalirnir fara sjálfir í frí og Þór og Guðný voru sjálf á Fróni. Þegar Þór og Guðný voru fátækir námsmenn í Róm hringdu þau í fréttaskot DV til að segja frá atviki í Róm því þannig fengu þau smá pening! Þór segir það fína blöndu að vera intróvert giftur extróvert eins og Guðný; Hún dragi hann reglulega út fyrir þægindarammann. Ógnir og tækifæri Árið 1995 fluttu Þór og Guðný aftur heim og Þór hélt áfram að vinna í tölvudeild Seðlabanka Íslands. „Þegar yfirmaðurinn minn hætti var mér boðið að taka við sem forstöðumaður deildarinnar. Sem var auðvitað allt annað starf en að forrita. Og á þessum tíma var ekkert til sem hét stjórnendaþjálfun eða neitt slíkt.“ Þór ákvað þó að slá til. „Eitt það fyrsta sem ég gerði sem forstöðumaður var að opna fyrir internetið fyrir starfsfólk. Sem var mjög stórt skref og umdeilt á sínum tíma. Til dæmis hafði forveri minn lagt mikla áherslu á að netið yrði ekki opnað innan bankans.“ Hvers vegna ekki? Í fyrsta lagi taldist internetið ekki öruggt og við höfum svo sem lært það síðar að svo er ekki. En menn höfðu líka áhyggjur af því að ef internetið yrði opið fyrir starfsfólk þá myndi það bara hætta að vinna því það væri bara að vafra á netinu; lesa Moggann svona.“ Svo stór ákvörðun var þetta að Þór gat ekki tekið hana eina og sér. „Þetta þurfti að ræða vel meðal æðstu manna. Mín rök voru þau að kostirnir væru fleiri en gallarnir og ég man að til dæmis Þórarinn G. Pétursson, nú varaseðlabankastjóri en þá nýútskrifaður hagfræðingur frá Bandaríkjunum, nánast greip um höfuð sér af feginleik; Hann þekkti að geta aflað sér upplýsinga á netinu frá náminu úti og hafði nánast kviðið fyrir því að geta það ekki lengur sem starfsmaður Seðlabankans.“ Fleira taldist þó nokkuð byltingarkennt innan SÍ á þessum tíma. „Tölvurnar sem við vorum með þá, voru útstöðvar með skjá frá stórtölvu. Uppsveiflan var samt mikil; Fyrirtæki og stofnanir voru að fjárfesta í tölvubúnaði og fleiri og fleiri að sjá tækifæri í hugbúnaðarþróun og forritun.“ Eitt fyrsta verk Þórs sem yfirmaður hjá Seðlabankanum var að opna aðgang að internetinu fyrir starfsfólk. Sem var umdeilt enda höfðu menn ekki aðeins áhyggjur af öryggisógninni, heldur einnig því að starfsfólk færi að slóra á vinnutímanum; færi bara að lesa Moggann á netinu og svona.Vísir/Vilhelm Netbólan sem sprakk Aldamótaárið 2000 færði Þór sig um set. „Ég réði mig til OZ þar sem einfaldlega allt var í gangi því OZ var nýbúið að gera risastóran samning við fjarskiptarisann Ericsson,“ segir Þór og bætir við: „Það má segja að starfið mitt hjá OZ hafi verið upphafið af því hvernig ég færðist inn í verkefnastjórastarfið því ég var verkefnastjóri fyrir þetta samstarf við Ericsson. Stöðuheitið þótti þó frekar nýstárlegt enda verkefnastjórnun ekki kennd á þessum tíma.“ Þór fann sig þó strax í hlutverkinu. „Ég myndi segja að ég hafi lært þetta á því að vinna við þetta en ég lærði líka heilmikið á því að sjá hvernig Ericsson gerðu hlutina. Áður en ég byrjaði að vinna í OZ hafði ég þó verið að velta því fyrir mér að það hlyti að vera einhver leið til að gera hlutina betur; að halda utan um verkefni, forgangsraða verkefnum og svo framvegis.“ Árið 2010 lauk Þór meistaranámi í verkefnastjórnun. Þór sat líka í tíu ár í stjórn Verkefnastjórnunarfélags Íslands og situr í dag í ráðgjafanefnd fyrir Alþjóðasamtök verkefnastjórnunarfélaga (International Project Management Association, IPMA). Fá árinu 2016 hefur Þór kennt verkefnastjórnun víða, meðal annars í Endurmenntun Háskóla Íslands. Þegar Þór sat á hópeflisfundi OZ í Stokkhólmi bárust fréttir af því að samstarfinu við Ericsson væri lokið. Þór og Guðný voru þá við það að flytja til Svíþjóðar með tvö lítil börn. Myndir úr einkasafni frá afmælisferðum í New York og Róm. Og nú er öldin önnur... Eins og margir muna, voru miklar áhyggjur um það að tæknin myndi ekki ráða við ártalið 2000. Svartsýnustu spámenn töldu því að öll tæknikerfi heimsins myndu hrynja á miðnætti 1999/2000. Þór var þá enn í Seðlabankanum, gekk til liðs við OZ stuttu síðar en eins og frægt er orðið er OZ eitt skýrasta íslenska dæmið um það þegar netbólan svokallaða sprakk. „Því það hafði allt verið á fleygiferð og OZ meðal annars byrjað í Kanada. Sjálfur vann ég mikið á skrifstofu OZ í Stokkhólmi og þar var ég staddur á hópeflisfundi þegar sú tilkynning barst að Ericsson væri að fara í massífan niðurskurð; þar á meðal að hætta öllu samstarfi við OZ.“ Við það voru rekstrarforsendurnar brostnar og stuttu síðar hvarf OZ af íslenskum markaði. „Þetta var svakalegt því mér hafði stuttu áður verið boðið að taka við skrifstofunni í Stokkhólmi. Við Guðný vorum því búin að segja upp íbúðinni sem við leigðum, vorum byrjuð að pakka niður í kassa og undirbúa flutning með tvö lítil börn til Svíþjóðar.“ Og hvað gerðist? „Það var ekkert annað í stöðunni en að finna okkur nýja íbúð og nýja vinnu. Við náðum að kaupa okkur og ég fór að vinna hjá Skýrr, sem nú heitir Advania. Þar var ég ráðinn þjónustustjóri í rekstri og þjónustu við alla viðskiptavini fyrirtækisins. Hvað gerðist svo? „Nú síðan var mér boðið starf í Landsbankanum eins og mörgum á þessum tíma. Í Landsbankanum starfaði ég síðan frá 2004 til 2016.“ Þór upplifir tímann hjá Landsbankanum eins og starf hjá þremur ólíkum fyrirtækjum því svo mikið breyttist bankinn frá því fyrir hrun, í búsáhaldarbyltingunni og á endurreisnartímabilinu. Reiðin í samfélaginu var mikil og beindist oft að ósekju að framlínufólki hjá bankanum. Sem sjálft var í áfalli og upplifði sig svikið.Vísir/Vilhelm Þegar allt breyttist Þegar Þór byrjaði var allt á fleygiferð í bankageiranum. Enda töldu Íslendingar sig búa yfir besta bankakerfi í heimi. „Peningar voru ekki vandamál. Þannig var allt innanhús. Ég var ráðinn sem verkefnastjóri að tilteknu verkefni og var því smá eyland fyrst til að byrja með eða allt þar til Verkefnastofa bankans var síðan stofnuð.“ En síðan breyttist allt: Á einni nóttu breyttist allt. Við fórum frá því að vera 25 verkefnastjórar niður í sjö, Daginn sem flestar uppsagnirnar voru, gekk þetta þannig fyrir sig að fólk stóð í röðum fyrir framan skrifstofur sinna yfirmanna og þar inni fékk fólk að vita hvort það væri búið að missa vinnuna eða yrði boðin vinna áfram.“ Þór segir þennan tíma hafa verið verulega erfiðan. „Það var mikið áfall og fólk upplifði sig svikið. Að svona mikið hefði verið í gangi og að gerast án þess að hinn almenni starfsmaður vissi neitt. Áfallið fyrir starfsfólk var ekkert síður mikið eins og fyrir aðra. Reiðin var mikil í þjóðfélaginu og því miður beindist hún oft að starfsfólkinu í framlínustörfunum sem hafði auðvitað ekkert til sakar unnið,“ segir Þór og bætir við: „Lengi vel á eftir var maður ekkert að segja frá því að maður starfaði í banka. Því á einni nóttu staðan frá því að það væri frekar flott að vinna í banka yfir í að vilja ekki tala um það.“ Næsta tímabil og það þriðja var síðan endurreisnin. Sem Þór segir að hafi hafist þegar Steinþór Pálsson var ráðinn sem bankastjóri. „Það var samt ekkert unnið úr áfallinu sem slíku. Umræðan var einfaldlega ekki komin það langt þá um hið mannlega. En þjóðfundir voru í tísku og í stefnumótunarstarfinu sem farið var í, var haldinn þjóðfundur með starfsfólki og þar gafst starfsfólki visst tækifæri til að blása og segja sína skoðun. London fjölskylduferð fyrir tuttugu árum og Rómarferð í janúar 2025. Þór og Guðný stefndu fljótlega á framhaldsnám í útlöndum og enduðu með að búa í Róm í þrjú ár. Í þá daga voru sendibréf skrifuð á milli landa og sparlega farið með millilandasímtöl því þau voru svo dýr. Að læra æðruleysi Þór færði sig yfir í orkugeirann árið 2016 því þá réði hann sig sem verkefnastjóra hjá Landsvirkjun. „Eða verkefnalóðs eins og starfstitilinn var. Sem þýddi að starfið mitt var að lóðsa verkefnastjórana sem voru til dæmis að vinna að virkjanaverkefnum og öðru slíku. Með því að yfirfæra þekkingu verkefnastjórnunar til þeirra um til dæmis umbætur ferla, bæta verklag, hvernig er best að stýra verkefnum og svo framvegis.“ Að vinna á vinnustað þar sem verkefni geta tekið óra tíma, var líka ákveðinn lærdómur að sögn Þórs. „Ég myndi segja að maður hafi lært ákveðið æðruleysi hjá Landsvirkjun því þar er svo margt í ytra umhverfinu sem getur haft áhrif; Hagsmunaaðilar í nærumhverfinu, stjórnvöld og fleiri. Þetta eru svo margir ákvörðunaraðilar sem þó teljast til ytri aðila. Þegar ég byrjaði var til dæmis verið að tala um að Hvammsvirkjun væri bara við það að hefjast,“ nefnir Þór sem dæmi. Eftir sex ár hjá Landsvirkjun, kraumaði aftur á þeirri löngun að langa að læra eitthvað nýtt. Til skamms tíma starfaði Þór hjá fyrirtækinu Wise en fann sig ekki í fyrirtækjamenningunni sem ríkti þar. „Ég hitti félaga sem ég hafði unnið með hjá Landsbankanum. Hann hafði þá nýlega ráðið sig til Isavia og sagðist hafa heyrt að Tern Systems, sem er dótturfélag Isavia ANS vantaði líka verkefnastjóra. Ég kannaðist við þann sem er yfir mínu sviði hjá Tern því við höfðum setið saman í stjórn Verkefnastjórnunarfélagsins,“ segir Þór og er greinilega ánægður í starfinu og með vinnustaðinn. „Já mér finnst ég vera kominn heilan hring: Aftur í það sem ég upphaflega lærði þegar ég fór í tölvunarfræðina því hér er mikil nýsköpun. En samt líka í verkefnastjórnuninni því viðfangsefnið er að leiða samstarf Isavia ANS og Tern Systems við útfærslu og innleiðingu á Polaris flugumferðarstjórnunarkerfi..“ Og það er ljóst að Þór brennur fyrir nýsköpun og virði hennar fyrir íslenskt samfélag. „Ég heyrði fyrir stuttu vitnað í tölur frá Samtökum atvinnulífsins um hvaða upphæðir þetta eru sem áætlað er að hugbúnaðargeirinn sé að skila samfélaginu sem útflutningstekjur. Og það eru upphæðir sem eru að slaga hátt í að vera þær sömu og fiskveiðarnar.“ Það lýsi tíðarandanum vel að í afmælisferð Þórs til Rómar í ársbyrjun, var tekið fullt af myndum. Mun fleiri en í afmælisferðunum til London eða New York. Enda mikið breyst í tækninni síðan þá og nú eru allir með myndavélar á lofti í símanum sínum. Afmælisdagur í Vatíkaninu Tern Systems er í eigu Isavia ANS sem stendur fyrir Air Navigation Services, sbr. er flugleiðsöguhluti Isavia. „Mér skilst þó að eigendastefnan sem verið er að vinna eftir sé sú að á einhverjum tímapunkti verði Tern Systems selt. Tern starfar fyrir fleiri viðskiptavini en Isavia en Isavia er vissulega okkar stærsti viðskiptavinur.“ En lífið er ekki bara vinna og fyrir stuttu kom Þór heim úr stórskemmtilegri fjölskylduferð frá Róm. Tilefnið var sextugsafmælið þann 11.janúar síðastliðinn. „Þetta byrjaði í raun þegar ég varð fertugur því þá ákváðum við að slá til og fara í skemmtilega fjölskylduferð til London,“ útskýrir Þór og bætir við: Enda verður að segjast að ég sé svo sem ekki endilega karakterinn til að halda stóra veislu og vera miðpunktur athyglinnar. Ég er intróvertinn í hjónabandinu en Guðný extróvertinn. Sem er fín blanda því extróvertinn þrýstir intróvertinum stundum út fyrir sinn þægindarramma.“ Þegar Þór varð fimmtugur, fór fjölskyldan til New York. „Þá slógust í hópinn vinahjónin sem við bjuggum með í Róm á sínum tíma!“ segir Þór eins og til staðfestingar á því að jú; vinskapurinn ríkir mikið enn. Loks var að ákveða hvert ætti að stefna í tilefni sextugsafmælisins. „Mér fannst Róm liggja beinast við og nú hafa tengdabörnin bæst við,“ segir Þór um aðdraganda ferðarinnar. „Ferðin var meiriháttar, við gerðum mikið og fórum víða. Félagi minn frá námsárunum í Róm vinnur hjá Vatíkaninu og þar er hann með leiðsögumannaleyfi,“ segir Þór og útskýrir: „Sem þýðir að einu sinni í mánuði hefur hann leyfi til að sýna fólki svæði innan Vatíkansins sem eru ekki opin almenning. Á afmælisdaginn minn var ég því í Vatíkaninu sjálfu. Sem var einfaldlega stórkostlegt!“ Þór skrifar dagbók, hugleiðir og setur niður fyrir sig hluti fyrir hvert ár í ársbyrjun. Nú rétt orðinn sextugur segir Þór gott veganesti að hafa í huga rómverska guðinn Janus sem janúarmánuður er kenndur við: Sem bar tvö andlit; Annað sem horfði til baka og hitt sem horfði fram. Vísir/Vilhelm Sjálfsræktin En Þór er líka duglegur að hlúa að sjálfum sér. „Frá bankahruninu hef ég skrifað í dagbók enda dagbók góð leið til að heila sig úr áfalli. Síðan stunda ég hugleiðslu, sem færir manni ákveðna ró og síðan auðvitað hugar maður að hreyfingu og öðru slíku.“ Talið berst að breyttum tíðaranda. Ekki bara vegna þess að tæknin hefur breyst, heldur svo margt annað líka. „Maður tekur alveg eftir því að það er allt þetta mannlega sem er að verða svo ríkjandi í einu og öllu. Ekki aðeins því að maður sé meðvitaður um að hlúa vel að sjálfum sér heldur líka vinnustaðir og atvinnulífið,“ segir Þór og bætir við: „Þetta sá ég vel þegar ég sat í stjórn Verkefnastjórnunarfélagsins því alltaf þegar við vorum með viðburði sem sneru eitthvað að mannlegu þáttunum, þá var mætingin hvað mest.“ En það er líka alveg ljóst að Þór hefur ekkert síður hugað að því mannlega. Rétt eins og honum hefur langað að læra meira um tækni, nýsköpun, verkefnastjórnun og svo framvegis. „Auðvitað eru málin mjög persónubundin en mér hefur fundist það mjög mikilvægt að læra á mín eigin viðbrögð. Hvernig bregstu við aðstæðum eða atvikum? Við náum kannski ekki að stjórna því hvað gerist en getum stjórnað því hvernig við bregðumst við og ég hef í minni sjálfsvinnu mikið lagt áherslu á að læra á mín viðbrögð.“ Að mati Þórs skiptir andleg vellíðan verulega miklu máli til að ná sem bestum árangri og hamingju í lífinu almennt. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að læra eitthvað nýtt og finnst það mikilvægt í lífinu því það að læra eitthvað nýtt hjálpar okkur að víkka sjóndeildarhringinn. En það virðist vera að á sama tíma og tæknin er á fleygiferð er allt það mannlega að verða meira og meira áberandi. Og ég held að svo verði áfram, meðal annars í verkefnastjórnun.“ Árlega sest Þór líka niður og veltir fyrir sér nýju ári. „Þá set ég niður fyrir mig hluti eins og hver er minn persónulegi ásetningur fyrir nýtt ár, hvaða stefnu og markmið vil ég setja mér. Og það á við bæði í leik og starfi. Rómverski guðinn Janus – sem mánuðirinn minn janúar er kenndur við – bar tvö andlit; annað sem horfði til baka og hitt sem horfði fram. Á sama hátt þarf maður að staldra við til þess draga lærdóm af því liðna, en jafnframt að marka sér ásetning að því sem framundan er.“ Starfsframi Vinnumarkaður Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 „Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00 Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00 „Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00 Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
En Þór er einn af þeim sem nam tölvunarfræði fyrir tíma veraldarvefsins, þegar allt tölvu- og tækniumhverfi var svo sannarlega mjög fjarri því sem við þekkjum í dag. „Samt var lokaritgerðin mín um gervigreind,“ segir Þór og kímir. Það er gaman að spjalla um starfsferil Þórs. Því svo skringilega vill til að flest allir vinnustaðirnir sem Þór hefur starfað á, eru fyrirtæki sem við þekkjum nokkuð vel úr fréttum: Seðlabanki Íslands OZ þegar það var og hét Landsbankinn: Fyrir hrun, eftir hrun og í endurreisninni Landsvirkjun. Í dag starfar Þór hjá Tern System, sem er dótturfélag flugleiðsöguhluta Isavia. En Þór kann líka að hlúa vel að sjálfum sér og með fjölskyldunni hefur hann skapað ótrúlega skemmtilega ferðahefð á stórafmælum. Síðan árið 2005 hefur Þór og fjölskylda farið í borgarferðir til útlanda á stórafmælunum hans; Til London þegar hann varð fertugur. Til New York þegar hann var fimmtugur og þá slógust vinahjón í för. Til Rómar á sextugsafmælinu nú í janúar en þá höfðu tengdabörn bæst í hópinn. Þessi mynd var tekin í Rómarferðinni. Þá og nú… Þór er fæddur í Reykjavík þann 11.janúar 1965. Eiginkona Þórs er Guðný María Jónsdóttir, kennslustjóri listnáms í Borgarholtsskóla. Þór og Guðný eiga þrjú börn; Þórberg Atla (f.1996), Guðrúnu Láru (f.1998) og Jón Hauk (f.2008). „Ég flutti mjög oft sem barn. Byrjaði í vesturbænum, síðan fluttum við í Kópavoginn, síðan Ljósheima, síðan Breiðholtið og vorum þar á nokkrum stöðum, síðan aftur í vesturbæinn…. Þetta var mikið flakk.“ Minningarnar úr Breiðholtinu virðast þó standa upp úr. Enda Þór búsettur þar þegar Breiðholtið var í mikilli uppbyggingu, efra Breiðholtið að bætast við sem „Breiðholt 3“ og allt krögt af krökkum og fjölskyldufólki. „Margir vina minna í dag eru einmitt frá þessum árum.“ MR varð fyrir valinu eftir grunnskóla. „Við fórum nokkrir félagar úr Breiðholtinu í MR því stemningin var þannig,“ segir Þór og nefnir það líka sem dæmi að hluti af þessum vinahópi hafi á háskólaárunum ferðast um Suður Ameríku í sex mánuði; Fóru til Brasilíu, Venesúela, Ekvador og víðar. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt fyrir unga menn á þeim tíma; Þegar ekkert var hægt að gúggla! En hvers vegna tölvunarfræði sem háskólanám? „Ætli ég hafi ekki valið tölvunarfræðina vegna þess að ég hafði komið höndunum yfir tölvu og fannst ótrúlega miklir möguleikar felast í þeirri tilhugsun að það væri virkilega hægt að smíða hugbúnað sem væri gagnlegur fólki,“ svarar Þór. „Í raun skýrist þetta eflaust eitthvað af því nýsköpunar-elementi sem býr í mér. Enda finnst mér ég í dag komin nær því sem ég lærði í upphafi: Nýsköpun og hugbúnaðarsmíði.“ En stöldrum nú aðeins við… Því Þór er að byrja í tölvunarfræði árið sem myndin Breakfast Club var í bíó, frægasta tónlistarfólk heims tók sig saman með lagið We are the world til stuðnings hungursneyðinni í Eþíópíu, íslenskir unglingar tóku upp tónlistarmyndbönd á VHS úr Skonrokk á RÚV og hvorki Stöð 2 né Bylgjan voru til sem fjölmiðlar svo eitthvað sé nefnt. Þannig að hvernig var tölvuumhverfið þegar þú varst að byrja og var eitthvað af störfum fyrir ungt fólk í tæknigeiranum þá? „Já, það var auðvitað allt öðruvísi en núna en tók hröðum framförum því um það leyti sem ég er að klára grunnám í háskólanáminu, er Tim Berners-Lee að leggja grunninn að veraldarvefnum. Sem lokaverkefni frá háskólanum smíðaði ég frumgerð að kerfi fyrir námsráðgjöf, og var þá að vinna með anga af gervigreind sem kallast þekkingarkerfi. Eitthvað sem maður seinna gat sagt að hefði verið sambærilegt og við þekkjum sem vefsíður í dag; þar sem upplýsinga var aflað með því að smella á mismunandi hlekki.“ Á þessum tíma voru upplýsingatæknisvið ekki til undir því nafni í atvinnulífinu. Heldur voru það einna helst þessi stærri fyrirtæki sem voru með tæknideildir sem allir kölluðu Tölvudeild. Með námi og áfram eftir útskrift, starfaði Þór á tölvudeildinni í Seðlabankanum. Þór byrjaði í tölvunarfræði HÍ á árdögum þeirrar greinar. Árið sem frægustu tónlistarmenn heims komu saman til að styðja fólk í Afríku, unglingar tóku upp tónlistarmyndbönd á VHS spólur úr Skonrokki á Rúv, hvorki Stöð né Bylgjan voru til og fartölvur voru á þyngd við góða saumavél! Á tímum sendibréfa í Róm Þór og Guðný voru tekin saman þegar Þór útskrifaðist úr háskólanum árið 1990 en bæði langaði þau í framhaldsnám til útlanda. Á þessum tíma var nokkuð mikið um að ungt fólk færi til Bandaríkjanna. Sér í lagi í nám sem tengdist leiklist eða kvikmyndastjórn eins og Guðný stefndi á. Það sama má segja um tölvunarfræði enda datt fáum fáum í hug að fara í framhaldsnám í þeirri grein til Ítalíu. Þó segir Þór að ítalska akademían hafi verið komin nokkuð langt, þó mikið hafi vantað uppá verklega hlutann. Og endurspeglaði á einhvern hátt skilvirknina í samfélaginu sjálfu. „Það var verulega erfitt fyrst því maður skildi oft ekki hvers vegna hlutirnir þurftu að vera svona flóknir eða þungir þarna úti,“ segir Þór og hlær. „Það eitt að fara í pósthúsið var flókið; Þú þarft að standa í réttri röð til að fá þjónustuna sem þú ætlar að fá og á pósthúsinu greiddi maður reikningana. Allt lokaði á síestunni, strætó var aldrei á réttum tíma og svo framvegis.“ Eftir tvö ár hjá Seðlabankanum, slógu Þór og Guðný til og fluttu til Rómar. En hvers vegna Róm? „Vinafólk okkar var þar í námi og þegar að þau voru á Íslandi á sumrin vorum við að spyrja hvernig væri. Eins að fá upplýsingar í gegnum sendibréf eða einstaka símtöl,“ svarar Þór. Góð lýsing á því hvernig samskipti á milli landa fór fram fyrir tíma tölvupósta og samfélagsmiðla. Í Róm bjuggu Þór og Guðný fyrst með umræddu vinapari. Og hvernig gekk það? „Við erum alla vega enn bestu vinir!“ svarar Þór og hlær. Fyrsta árið var nokkuð erfitt og gekk mikið út á að læra tungumálið og að reyna að ná áttum í samfélaginu; Hvernig allt virkaði og svo framvegis. „Skólinn var risastórt bákn með um hundrað þúsund nemendur og ekkert auðvelt að mæta í munnlegt próf en kunna ekki ítölskuna,“ segir Þór nokkuð glettnislega. Næsta ár varð auðveldara og þriðja árið enn auðveldara. „Blessunarlega náði ég að fara í þetta nám án þess að taka námslán. Maður vann heima á sumrin og í eitt skiptið var ég lengur heima til að vinna en Guðný fór út. Við vorum samt fátækir námsmenn og útsjónarsöm samkvæmt því,“ segir Þór og nefnir dæmi: Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening! Og það sem er svo fyndið við þá frétt er að sjá okkur skælbrosandi á myndinni með fréttinni. Því fréttin sjálf var grafalvarleg og sagði frá gassprengju sem varð í íbúðinni okkar í Róm.“ Sem betur fer var enginn í íbúðinni þegar þetta var, enda ágúst mánuður sem almennt þýðir að stórborgir eins og Róm tæmast þegar Ítalirnir fara sjálfir í frí og Þór og Guðný voru sjálf á Fróni. Þegar Þór og Guðný voru fátækir námsmenn í Róm hringdu þau í fréttaskot DV til að segja frá atviki í Róm því þannig fengu þau smá pening! Þór segir það fína blöndu að vera intróvert giftur extróvert eins og Guðný; Hún dragi hann reglulega út fyrir þægindarammann. Ógnir og tækifæri Árið 1995 fluttu Þór og Guðný aftur heim og Þór hélt áfram að vinna í tölvudeild Seðlabanka Íslands. „Þegar yfirmaðurinn minn hætti var mér boðið að taka við sem forstöðumaður deildarinnar. Sem var auðvitað allt annað starf en að forrita. Og á þessum tíma var ekkert til sem hét stjórnendaþjálfun eða neitt slíkt.“ Þór ákvað þó að slá til. „Eitt það fyrsta sem ég gerði sem forstöðumaður var að opna fyrir internetið fyrir starfsfólk. Sem var mjög stórt skref og umdeilt á sínum tíma. Til dæmis hafði forveri minn lagt mikla áherslu á að netið yrði ekki opnað innan bankans.“ Hvers vegna ekki? Í fyrsta lagi taldist internetið ekki öruggt og við höfum svo sem lært það síðar að svo er ekki. En menn höfðu líka áhyggjur af því að ef internetið yrði opið fyrir starfsfólk þá myndi það bara hætta að vinna því það væri bara að vafra á netinu; lesa Moggann svona.“ Svo stór ákvörðun var þetta að Þór gat ekki tekið hana eina og sér. „Þetta þurfti að ræða vel meðal æðstu manna. Mín rök voru þau að kostirnir væru fleiri en gallarnir og ég man að til dæmis Þórarinn G. Pétursson, nú varaseðlabankastjóri en þá nýútskrifaður hagfræðingur frá Bandaríkjunum, nánast greip um höfuð sér af feginleik; Hann þekkti að geta aflað sér upplýsinga á netinu frá náminu úti og hafði nánast kviðið fyrir því að geta það ekki lengur sem starfsmaður Seðlabankans.“ Fleira taldist þó nokkuð byltingarkennt innan SÍ á þessum tíma. „Tölvurnar sem við vorum með þá, voru útstöðvar með skjá frá stórtölvu. Uppsveiflan var samt mikil; Fyrirtæki og stofnanir voru að fjárfesta í tölvubúnaði og fleiri og fleiri að sjá tækifæri í hugbúnaðarþróun og forritun.“ Eitt fyrsta verk Þórs sem yfirmaður hjá Seðlabankanum var að opna aðgang að internetinu fyrir starfsfólk. Sem var umdeilt enda höfðu menn ekki aðeins áhyggjur af öryggisógninni, heldur einnig því að starfsfólk færi að slóra á vinnutímanum; færi bara að lesa Moggann á netinu og svona.Vísir/Vilhelm Netbólan sem sprakk Aldamótaárið 2000 færði Þór sig um set. „Ég réði mig til OZ þar sem einfaldlega allt var í gangi því OZ var nýbúið að gera risastóran samning við fjarskiptarisann Ericsson,“ segir Þór og bætir við: „Það má segja að starfið mitt hjá OZ hafi verið upphafið af því hvernig ég færðist inn í verkefnastjórastarfið því ég var verkefnastjóri fyrir þetta samstarf við Ericsson. Stöðuheitið þótti þó frekar nýstárlegt enda verkefnastjórnun ekki kennd á þessum tíma.“ Þór fann sig þó strax í hlutverkinu. „Ég myndi segja að ég hafi lært þetta á því að vinna við þetta en ég lærði líka heilmikið á því að sjá hvernig Ericsson gerðu hlutina. Áður en ég byrjaði að vinna í OZ hafði ég þó verið að velta því fyrir mér að það hlyti að vera einhver leið til að gera hlutina betur; að halda utan um verkefni, forgangsraða verkefnum og svo framvegis.“ Árið 2010 lauk Þór meistaranámi í verkefnastjórnun. Þór sat líka í tíu ár í stjórn Verkefnastjórnunarfélags Íslands og situr í dag í ráðgjafanefnd fyrir Alþjóðasamtök verkefnastjórnunarfélaga (International Project Management Association, IPMA). Fá árinu 2016 hefur Þór kennt verkefnastjórnun víða, meðal annars í Endurmenntun Háskóla Íslands. Þegar Þór sat á hópeflisfundi OZ í Stokkhólmi bárust fréttir af því að samstarfinu við Ericsson væri lokið. Þór og Guðný voru þá við það að flytja til Svíþjóðar með tvö lítil börn. Myndir úr einkasafni frá afmælisferðum í New York og Róm. Og nú er öldin önnur... Eins og margir muna, voru miklar áhyggjur um það að tæknin myndi ekki ráða við ártalið 2000. Svartsýnustu spámenn töldu því að öll tæknikerfi heimsins myndu hrynja á miðnætti 1999/2000. Þór var þá enn í Seðlabankanum, gekk til liðs við OZ stuttu síðar en eins og frægt er orðið er OZ eitt skýrasta íslenska dæmið um það þegar netbólan svokallaða sprakk. „Því það hafði allt verið á fleygiferð og OZ meðal annars byrjað í Kanada. Sjálfur vann ég mikið á skrifstofu OZ í Stokkhólmi og þar var ég staddur á hópeflisfundi þegar sú tilkynning barst að Ericsson væri að fara í massífan niðurskurð; þar á meðal að hætta öllu samstarfi við OZ.“ Við það voru rekstrarforsendurnar brostnar og stuttu síðar hvarf OZ af íslenskum markaði. „Þetta var svakalegt því mér hafði stuttu áður verið boðið að taka við skrifstofunni í Stokkhólmi. Við Guðný vorum því búin að segja upp íbúðinni sem við leigðum, vorum byrjuð að pakka niður í kassa og undirbúa flutning með tvö lítil börn til Svíþjóðar.“ Og hvað gerðist? „Það var ekkert annað í stöðunni en að finna okkur nýja íbúð og nýja vinnu. Við náðum að kaupa okkur og ég fór að vinna hjá Skýrr, sem nú heitir Advania. Þar var ég ráðinn þjónustustjóri í rekstri og þjónustu við alla viðskiptavini fyrirtækisins. Hvað gerðist svo? „Nú síðan var mér boðið starf í Landsbankanum eins og mörgum á þessum tíma. Í Landsbankanum starfaði ég síðan frá 2004 til 2016.“ Þór upplifir tímann hjá Landsbankanum eins og starf hjá þremur ólíkum fyrirtækjum því svo mikið breyttist bankinn frá því fyrir hrun, í búsáhaldarbyltingunni og á endurreisnartímabilinu. Reiðin í samfélaginu var mikil og beindist oft að ósekju að framlínufólki hjá bankanum. Sem sjálft var í áfalli og upplifði sig svikið.Vísir/Vilhelm Þegar allt breyttist Þegar Þór byrjaði var allt á fleygiferð í bankageiranum. Enda töldu Íslendingar sig búa yfir besta bankakerfi í heimi. „Peningar voru ekki vandamál. Þannig var allt innanhús. Ég var ráðinn sem verkefnastjóri að tilteknu verkefni og var því smá eyland fyrst til að byrja með eða allt þar til Verkefnastofa bankans var síðan stofnuð.“ En síðan breyttist allt: Á einni nóttu breyttist allt. Við fórum frá því að vera 25 verkefnastjórar niður í sjö, Daginn sem flestar uppsagnirnar voru, gekk þetta þannig fyrir sig að fólk stóð í röðum fyrir framan skrifstofur sinna yfirmanna og þar inni fékk fólk að vita hvort það væri búið að missa vinnuna eða yrði boðin vinna áfram.“ Þór segir þennan tíma hafa verið verulega erfiðan. „Það var mikið áfall og fólk upplifði sig svikið. Að svona mikið hefði verið í gangi og að gerast án þess að hinn almenni starfsmaður vissi neitt. Áfallið fyrir starfsfólk var ekkert síður mikið eins og fyrir aðra. Reiðin var mikil í þjóðfélaginu og því miður beindist hún oft að starfsfólkinu í framlínustörfunum sem hafði auðvitað ekkert til sakar unnið,“ segir Þór og bætir við: „Lengi vel á eftir var maður ekkert að segja frá því að maður starfaði í banka. Því á einni nóttu staðan frá því að það væri frekar flott að vinna í banka yfir í að vilja ekki tala um það.“ Næsta tímabil og það þriðja var síðan endurreisnin. Sem Þór segir að hafi hafist þegar Steinþór Pálsson var ráðinn sem bankastjóri. „Það var samt ekkert unnið úr áfallinu sem slíku. Umræðan var einfaldlega ekki komin það langt þá um hið mannlega. En þjóðfundir voru í tísku og í stefnumótunarstarfinu sem farið var í, var haldinn þjóðfundur með starfsfólki og þar gafst starfsfólki visst tækifæri til að blása og segja sína skoðun. London fjölskylduferð fyrir tuttugu árum og Rómarferð í janúar 2025. Þór og Guðný stefndu fljótlega á framhaldsnám í útlöndum og enduðu með að búa í Róm í þrjú ár. Í þá daga voru sendibréf skrifuð á milli landa og sparlega farið með millilandasímtöl því þau voru svo dýr. Að læra æðruleysi Þór færði sig yfir í orkugeirann árið 2016 því þá réði hann sig sem verkefnastjóra hjá Landsvirkjun. „Eða verkefnalóðs eins og starfstitilinn var. Sem þýddi að starfið mitt var að lóðsa verkefnastjórana sem voru til dæmis að vinna að virkjanaverkefnum og öðru slíku. Með því að yfirfæra þekkingu verkefnastjórnunar til þeirra um til dæmis umbætur ferla, bæta verklag, hvernig er best að stýra verkefnum og svo framvegis.“ Að vinna á vinnustað þar sem verkefni geta tekið óra tíma, var líka ákveðinn lærdómur að sögn Þórs. „Ég myndi segja að maður hafi lært ákveðið æðruleysi hjá Landsvirkjun því þar er svo margt í ytra umhverfinu sem getur haft áhrif; Hagsmunaaðilar í nærumhverfinu, stjórnvöld og fleiri. Þetta eru svo margir ákvörðunaraðilar sem þó teljast til ytri aðila. Þegar ég byrjaði var til dæmis verið að tala um að Hvammsvirkjun væri bara við það að hefjast,“ nefnir Þór sem dæmi. Eftir sex ár hjá Landsvirkjun, kraumaði aftur á þeirri löngun að langa að læra eitthvað nýtt. Til skamms tíma starfaði Þór hjá fyrirtækinu Wise en fann sig ekki í fyrirtækjamenningunni sem ríkti þar. „Ég hitti félaga sem ég hafði unnið með hjá Landsbankanum. Hann hafði þá nýlega ráðið sig til Isavia og sagðist hafa heyrt að Tern Systems, sem er dótturfélag Isavia ANS vantaði líka verkefnastjóra. Ég kannaðist við þann sem er yfir mínu sviði hjá Tern því við höfðum setið saman í stjórn Verkefnastjórnunarfélagsins,“ segir Þór og er greinilega ánægður í starfinu og með vinnustaðinn. „Já mér finnst ég vera kominn heilan hring: Aftur í það sem ég upphaflega lærði þegar ég fór í tölvunarfræðina því hér er mikil nýsköpun. En samt líka í verkefnastjórnuninni því viðfangsefnið er að leiða samstarf Isavia ANS og Tern Systems við útfærslu og innleiðingu á Polaris flugumferðarstjórnunarkerfi..“ Og það er ljóst að Þór brennur fyrir nýsköpun og virði hennar fyrir íslenskt samfélag. „Ég heyrði fyrir stuttu vitnað í tölur frá Samtökum atvinnulífsins um hvaða upphæðir þetta eru sem áætlað er að hugbúnaðargeirinn sé að skila samfélaginu sem útflutningstekjur. Og það eru upphæðir sem eru að slaga hátt í að vera þær sömu og fiskveiðarnar.“ Það lýsi tíðarandanum vel að í afmælisferð Þórs til Rómar í ársbyrjun, var tekið fullt af myndum. Mun fleiri en í afmælisferðunum til London eða New York. Enda mikið breyst í tækninni síðan þá og nú eru allir með myndavélar á lofti í símanum sínum. Afmælisdagur í Vatíkaninu Tern Systems er í eigu Isavia ANS sem stendur fyrir Air Navigation Services, sbr. er flugleiðsöguhluti Isavia. „Mér skilst þó að eigendastefnan sem verið er að vinna eftir sé sú að á einhverjum tímapunkti verði Tern Systems selt. Tern starfar fyrir fleiri viðskiptavini en Isavia en Isavia er vissulega okkar stærsti viðskiptavinur.“ En lífið er ekki bara vinna og fyrir stuttu kom Þór heim úr stórskemmtilegri fjölskylduferð frá Róm. Tilefnið var sextugsafmælið þann 11.janúar síðastliðinn. „Þetta byrjaði í raun þegar ég varð fertugur því þá ákváðum við að slá til og fara í skemmtilega fjölskylduferð til London,“ útskýrir Þór og bætir við: Enda verður að segjast að ég sé svo sem ekki endilega karakterinn til að halda stóra veislu og vera miðpunktur athyglinnar. Ég er intróvertinn í hjónabandinu en Guðný extróvertinn. Sem er fín blanda því extróvertinn þrýstir intróvertinum stundum út fyrir sinn þægindarramma.“ Þegar Þór varð fimmtugur, fór fjölskyldan til New York. „Þá slógust í hópinn vinahjónin sem við bjuggum með í Róm á sínum tíma!“ segir Þór eins og til staðfestingar á því að jú; vinskapurinn ríkir mikið enn. Loks var að ákveða hvert ætti að stefna í tilefni sextugsafmælisins. „Mér fannst Róm liggja beinast við og nú hafa tengdabörnin bæst við,“ segir Þór um aðdraganda ferðarinnar. „Ferðin var meiriháttar, við gerðum mikið og fórum víða. Félagi minn frá námsárunum í Róm vinnur hjá Vatíkaninu og þar er hann með leiðsögumannaleyfi,“ segir Þór og útskýrir: „Sem þýðir að einu sinni í mánuði hefur hann leyfi til að sýna fólki svæði innan Vatíkansins sem eru ekki opin almenning. Á afmælisdaginn minn var ég því í Vatíkaninu sjálfu. Sem var einfaldlega stórkostlegt!“ Þór skrifar dagbók, hugleiðir og setur niður fyrir sig hluti fyrir hvert ár í ársbyrjun. Nú rétt orðinn sextugur segir Þór gott veganesti að hafa í huga rómverska guðinn Janus sem janúarmánuður er kenndur við: Sem bar tvö andlit; Annað sem horfði til baka og hitt sem horfði fram. Vísir/Vilhelm Sjálfsræktin En Þór er líka duglegur að hlúa að sjálfum sér. „Frá bankahruninu hef ég skrifað í dagbók enda dagbók góð leið til að heila sig úr áfalli. Síðan stunda ég hugleiðslu, sem færir manni ákveðna ró og síðan auðvitað hugar maður að hreyfingu og öðru slíku.“ Talið berst að breyttum tíðaranda. Ekki bara vegna þess að tæknin hefur breyst, heldur svo margt annað líka. „Maður tekur alveg eftir því að það er allt þetta mannlega sem er að verða svo ríkjandi í einu og öllu. Ekki aðeins því að maður sé meðvitaður um að hlúa vel að sjálfum sér heldur líka vinnustaðir og atvinnulífið,“ segir Þór og bætir við: „Þetta sá ég vel þegar ég sat í stjórn Verkefnastjórnunarfélagsins því alltaf þegar við vorum með viðburði sem sneru eitthvað að mannlegu þáttunum, þá var mætingin hvað mest.“ En það er líka alveg ljóst að Þór hefur ekkert síður hugað að því mannlega. Rétt eins og honum hefur langað að læra meira um tækni, nýsköpun, verkefnastjórnun og svo framvegis. „Auðvitað eru málin mjög persónubundin en mér hefur fundist það mjög mikilvægt að læra á mín eigin viðbrögð. Hvernig bregstu við aðstæðum eða atvikum? Við náum kannski ekki að stjórna því hvað gerist en getum stjórnað því hvernig við bregðumst við og ég hef í minni sjálfsvinnu mikið lagt áherslu á að læra á mín viðbrögð.“ Að mati Þórs skiptir andleg vellíðan verulega miklu máli til að ná sem bestum árangri og hamingju í lífinu almennt. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að læra eitthvað nýtt og finnst það mikilvægt í lífinu því það að læra eitthvað nýtt hjálpar okkur að víkka sjóndeildarhringinn. En það virðist vera að á sama tíma og tæknin er á fleygiferð er allt það mannlega að verða meira og meira áberandi. Og ég held að svo verði áfram, meðal annars í verkefnastjórnun.“ Árlega sest Þór líka niður og veltir fyrir sér nýju ári. „Þá set ég niður fyrir mig hluti eins og hver er minn persónulegi ásetningur fyrir nýtt ár, hvaða stefnu og markmið vil ég setja mér. Og það á við bæði í leik og starfi. Rómverski guðinn Janus – sem mánuðirinn minn janúar er kenndur við – bar tvö andlit; annað sem horfði til baka og hitt sem horfði fram. Á sama hátt þarf maður að staldra við til þess draga lærdóm af því liðna, en jafnframt að marka sér ásetning að því sem framundan er.“
Starfsframi Vinnumarkaður Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 „Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00 Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00 „Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00 Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30
Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00
„Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00
Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00
„Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00