Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2025 13:04 Leikmenn körfuboltaliðs Aþenu hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi af hálfu þjálfara síns Brynjars Karls. Og það sem meira er; slíkt tal er til þess fallið að gera lítið úr raunverulegu ofbeldi. aðsend Leikmenn körfuboltaliðs Aþenu í efstu deild kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi af hálfu þjálfara síns Brynjars Karls Sigurðssonar. Yfirlýsingin er afdráttarlaus. Ekki aðeins hafna þær því að vera í ofbeldissambandi, líkt og Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar heldur fram, heldur segja þær í yfirlýsingunni að ummæli af því tagi geri lítið úr raunverulegu ofbeldi. Bjarney vísaði meðal annars til þess að hann kallaði leikmenn sína aumingja og að hann skipti stundum í lið á æfingum þar sem ljótar stelpur væru í öðru liðinu en sætar í hinu. „Ég get rétt ímyndað mér að vera 18-19 ára stelpa og vera sett í ljóta liðið,“ sagði Bjarney. Hún sagðist ekki skilja að leikmenn vildu spila fyrir hann. „En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Hún gæti ekki þagað lengur. „Ef sambærilegt atvik myndi gerast i Kringlunni eða annars staðar á förnum vegi þá yrði hringt á lögregluna og viðkomandi að öllum líkindum kærður.“ Brynjar Karl hefur á Facebook óskað eftir samtali við Bjarneyju Láru vegna málsins en Bjarney hefur ekki svarað því. Yfirlýsingin, en hana má sjá í heild sinni hér neðar, er til þess að gera stutt og undir hana skrifa allir leikmenn Aþenu. Yfirlýsing frá leikmönnum Aþenu „Að gefnu tilefni, Við, leikmenn meistaraflokks Aþenu höfum ákveðið að tjá okkur um umræðu síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að við séum beittar ofbeldi og orð eins og „ofbeldissamband“ notað til að lýsa okkar aðstæðum. Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki beittar ofbeldi. Okkur þykir slíkar yfirlýsingar vanvirðing við okkur sem fullorðna einstaklinga sem af fúsum og frjálsum vilja göngum í Aþenu og spilum fyrir okkar lið. Við erum fullfærar um að tjá tilfinningar okkar, mynda okkar eigin skoðanir, draga ályktanir og erum á allan hátt dómbærar á það sem gerist í kringum okkur. Að nota orðið ofbeldi í þessu samhengi er bæði villandi og skaðlegt. Það gerir einnig lítið úr alvarlegu eðli raunverulegs ofbeldis. Engin sem hafa haldið þessari umræðu á lofti hafa komið að máli við okkur leikmennina. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem hafa tjáð sig um málið opinberlega, t.d. Bjarney Láru Bjarnadóttir sem upphóf ofbeldisásakanirnar, hafi ekki haft beint samband við okkur heldur myndi skoðanir á okkur og geri okkur upp tilfinningar út frá myndbrotum úr viðtölum eða fyrirsögnum í fjölmiðlum. Ásakanir sem þessar eru ekki bara vanvirðing gagnvart okkur leikmönnum meistaraflokks heldur hefur einnig áhrif á iðkendur í yngri flokkum félagsins. Leikmenn meistaraflokks þjálfa yngri flokka og hefur iðkendahópurinn stækkað gríðarlega og inniheldur stelpur sem hafa jafnvel ekki fengið tækifæri til íþróttaiðkunar áður. Við skorum á öll sem hafa áhuga að hafa samband við okkur leikmennina svo við getum rætt málin. Þið eruð velkomin á æfingu hvenær sem er. Yfirlýsing þessi er á engan hátt yfirlýsing félagsins, leikmenn fengu leyfi til að birta hana á Facebook síðu Aþenu. Anna MargrétLucic JónsdóttirÁsa Lind WolframBarbara ZieniewskaDarina Andriivna KhomenskaDzana CrnacElektra Mjöll KubrzenieckaGréta Björg MelstedGwen PetersHanna ÞráinsdóttirJada C SmithLynn PetersTanja Ósk BrynjarsdóttirTeresa S Da SilvaV.K. Morrow“ Körfubolti Ofbeldi gegn börnum Aþena Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir „Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00 „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 17. desember 2024 22:17 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Yfirlýsingin er afdráttarlaus. Ekki aðeins hafna þær því að vera í ofbeldissambandi, líkt og Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar heldur fram, heldur segja þær í yfirlýsingunni að ummæli af því tagi geri lítið úr raunverulegu ofbeldi. Bjarney vísaði meðal annars til þess að hann kallaði leikmenn sína aumingja og að hann skipti stundum í lið á æfingum þar sem ljótar stelpur væru í öðru liðinu en sætar í hinu. „Ég get rétt ímyndað mér að vera 18-19 ára stelpa og vera sett í ljóta liðið,“ sagði Bjarney. Hún sagðist ekki skilja að leikmenn vildu spila fyrir hann. „En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Hún gæti ekki þagað lengur. „Ef sambærilegt atvik myndi gerast i Kringlunni eða annars staðar á förnum vegi þá yrði hringt á lögregluna og viðkomandi að öllum líkindum kærður.“ Brynjar Karl hefur á Facebook óskað eftir samtali við Bjarneyju Láru vegna málsins en Bjarney hefur ekki svarað því. Yfirlýsingin, en hana má sjá í heild sinni hér neðar, er til þess að gera stutt og undir hana skrifa allir leikmenn Aþenu. Yfirlýsing frá leikmönnum Aþenu „Að gefnu tilefni, Við, leikmenn meistaraflokks Aþenu höfum ákveðið að tjá okkur um umræðu síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að við séum beittar ofbeldi og orð eins og „ofbeldissamband“ notað til að lýsa okkar aðstæðum. Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki beittar ofbeldi. Okkur þykir slíkar yfirlýsingar vanvirðing við okkur sem fullorðna einstaklinga sem af fúsum og frjálsum vilja göngum í Aþenu og spilum fyrir okkar lið. Við erum fullfærar um að tjá tilfinningar okkar, mynda okkar eigin skoðanir, draga ályktanir og erum á allan hátt dómbærar á það sem gerist í kringum okkur. Að nota orðið ofbeldi í þessu samhengi er bæði villandi og skaðlegt. Það gerir einnig lítið úr alvarlegu eðli raunverulegs ofbeldis. Engin sem hafa haldið þessari umræðu á lofti hafa komið að máli við okkur leikmennina. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem hafa tjáð sig um málið opinberlega, t.d. Bjarney Láru Bjarnadóttir sem upphóf ofbeldisásakanirnar, hafi ekki haft beint samband við okkur heldur myndi skoðanir á okkur og geri okkur upp tilfinningar út frá myndbrotum úr viðtölum eða fyrirsögnum í fjölmiðlum. Ásakanir sem þessar eru ekki bara vanvirðing gagnvart okkur leikmönnum meistaraflokks heldur hefur einnig áhrif á iðkendur í yngri flokkum félagsins. Leikmenn meistaraflokks þjálfa yngri flokka og hefur iðkendahópurinn stækkað gríðarlega og inniheldur stelpur sem hafa jafnvel ekki fengið tækifæri til íþróttaiðkunar áður. Við skorum á öll sem hafa áhuga að hafa samband við okkur leikmennina svo við getum rætt málin. Þið eruð velkomin á æfingu hvenær sem er. Yfirlýsing þessi er á engan hátt yfirlýsing félagsins, leikmenn fengu leyfi til að birta hana á Facebook síðu Aþenu. Anna MargrétLucic JónsdóttirÁsa Lind WolframBarbara ZieniewskaDarina Andriivna KhomenskaDzana CrnacElektra Mjöll KubrzenieckaGréta Björg MelstedGwen PetersHanna ÞráinsdóttirJada C SmithLynn PetersTanja Ósk BrynjarsdóttirTeresa S Da SilvaV.K. Morrow“
Körfubolti Ofbeldi gegn börnum Aþena Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir „Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00 „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 17. desember 2024 22:17 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
„Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00
„Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 17. desember 2024 22:17